Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 3
DV0L. 41 Dánarminning, Árið sem leið lést í Minneapolis í Bandaríkjum merkis og sóma konan Jórunn Jónsdóttir, pósts Gísla- sonar og Guðríðar Jónsdóttur, ættaðri úr Suður- Múlasýslu. Jórunn sál. dvaldi mestmegis hjá foreldrum sín- um til tvítugs aldurs. fór hún þá norður að Möðrufelli í Eyjafirði og þaðan giftist hún eftirlifandi manni sín- um; Páli Gunnarssyni, nú til heimilis í Minneapolis. Þau bjuggu um nokkra ára tíma í Eyjafirði unz þau árið 1878 fluttu til Ameríku, og bjuggu 9 ár í Winnipeg en fluttu þaðan til Minneapolis árið 1887, og þar dó hún 3 nóvember 1904. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, drengs hér heima, sem þau, mistu á unga aldri, og stúlku, sem þau eignuðust þar og lifir móður sína. Jórunn sál. hafði við þau þungu kjör að búa, að hún sá, nálega aldrei glaðan dag fyrir heilsuleysi, þrátt fyrir það þó hennar ástríki eiginmaður útveg aði henni alla þá hjúkrun og hjálp, sem honum var unnt, hún bar þann kross sinn með einstakri undir- gefni undir vilja himnaföðursins, eins og hinu, að þetta einasta barn, að öllu öðru vel gefið, var neitað bæði um heyrn og mál. Með þessa tvo þungu krossa á herðuni sér fluttist hún til Minneapolis borg- ar, þangað sem þan hjón voru öllum óþekkt og fremur fátæk en rík, til þess að koma þessari mál- lausu dóttur sinni á hæfilegan menntaskóla, og sem heppnaðist svo vel, að hún hlaut þar hina beztu menntun bæði til munns og handa, svo hinni þreyttu móður veittist sú gleði áður hún lést að sjá þetta barn sitt gift og komið í góða stöðu. En þá var líka ætlunarverkinu lokið, heilsan þrotin, hjartað mett af gleði og sorg lífsins og hætti að slá. Hvíl svo í friði guðsbarna, þú kjarkmikla, góð- gjarna, hjartaprúða sál; kvödd af fjarlægri vinkonu með þessum vísuorðum eins af vorum ungu skáldum, cand. theol, Lárusar Thorarensen: Er heyrði’ eg hel þig buga, sem hýrleg varst og góð, þá hljómaði mér í huga sem hlýleg strengjaljóð, þá ómaði’ í hjartans innum mér endurvakið mál, sem ómaði ótalsinnum þín elskuríka sál. Er oft við fundumst forðum, ég fann þinn hjartans yl, þitt innsta í þínum orðum sem atidans strengjaspil, og þínir hugar hljómar mér hjarta snertu við þar einlægninnar ómar sér áttu líkan klið. Þótt hækki ellihljómar, þitt hjartans mál ég finn sem blandist æskuómar við aftansönginn minn; þótt langt sé milli landa og lík á fjarri slóð, þú ert mér samt í anda svo itinileg og góð. — - Bók send DvöL Um hið alkunna Dreyfusmál hefir franskur rit- höfundur, landi Dteyfusar, að nafni Victor V. Falk skrifað skáldsögu, er fengið hefir mikið orð á sig í útlöndum og verið þýdd á flest tnál í Norðurálfu. Sagan skiftist í tvo parta. Fyrri parturinn er um það, er því var komið til leiðar með allskonar klækjum, að Dreyfus var dæmdur sekur um landráð og síðan í útlegð til Kayenne, útlegðarnýlendu Frakka t' Suður-Ameríku. Síðari parturinn er um það, er farið var að róta upp í málinu að nýju og Dreyfusi síðan aftur veitt landsvist. Fyrri parturinn hefir verið þýddur á íslenzku af herra Hallgrími Jónssyni og herra Sigurði Jóns- syni, og er nýlega komin út í Reykjavík. Sagan er fjörug og áhrifamikil og er sökum efnis síns, sem er orðið alkunnugt, einkar fróðleg, því öllu er þar svo nákvæmlega lýst. Auðvitað vantar mikið meðan seinni partinn vantar, en von- andi verður hans ekki langt að bíða, ef þessi partur, sem er heild út af fyrir sig, selst vel, eins og hann á í fyllsta máta skilið. Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. „Faðir hans er konungur þinn, Hektor Mac Dónald. Talaðu þessvegna ekkert vansæmandi um hann — jafnvel ekki inni í svefnstofunni þinni. Þessi orð eru höfð eftir vitrari manni en þú ert“. „Og ei að síður hefir Hektor satt að mæla“, sagði lafði Gordon. „Sá maður hefir hugsað, að þeir yrðu að elska Stúartana heitt, sem þyldu að dvelja í nærveru þeirra, og ég hef heyrt þig sjálfan Múrdó segja, að það væri hart að þurfa að berjast fyrir slíka menn“. „Góða nótt, systir mín, segi ég og ég óska að þér líði vel, en ég fellst ekki á það, sem þú sagðir. Hann er kongur vor, og kongur af Guðs náð — og ég brýt ekki Guðs lög með því að draga hans taum. Þau horfðu öll á gamla einbeitta höfðingjann, og þeir Hrafn og ITektor biðu standandi þangað til hann var kominn út og hafði lokað hurðinni á eftir sér, þá eftir stundarþögn nálguðust þeir hver ann- an og fóru að tala þvingunarlaust um þetta málefni sem þeim var ómögulegt á meðan gamli flokksfor inginn var inni. „Börnin mín góð“, sagði lafði Gordon. „Það er enginn hægðarleikur að fá hann afa ykkar til að hlusta á mótbárur annara, og samt þyrfti einhver að koma vitinu fyrir hann. Eg kom hingað 1 því .-.kym. og vona að orð mín, þó þau væru ekki mörg, komi honum til að muna eftir ýmislegu, sem hann ætti ekki að gieyma". „Áhrærandi konginní" spurði Hrafu.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.