Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.12.1905, Blaðsíða 6
DV0L. 50 hringsneri heilanum í mér, og ég hrópaði það upp með hárri röddu : „Er ég dauð faðir minn f" Hendur mínar fóru að missa máttinn — og mig sutidlaði — ég fór að sveima og flögra, og þóttist viss um, að ég mundi detta. Rétt í sama bili var ég gripin með járnsterkum kærleiksríkum örmum og haldið uppi eins og kornbarni; það voru armar föð- ur mfns. Hann klappaði mér á kinnina, en sagði ekkert. Svo hófum við okkur upp aftur, hann sjáandi en ég blind, hann sterkur en ég veik, hann sem þekkti allt, og ég sem þekkti ekkert. — Við fórum þegj- andi upp með geislum hinnar nýuppkomnu sólar þvert yfir hið rósrauða himinhvolf. Eg get ekki lýst hvað ég var lotningarfull, en ég var ekkert hræddari en þegar hann bar mig áður á herðunum í dimmunni upp göturnar í aldingarðinum okkar, þegar ég var orðin þreytt af að leika mér. Bréf frá Tokio, höfuðborg Japans. Eftir George C. Bartlett. Þýtt úr »Liberal Review« af M. J. B. I einum stað í borginni er staður sá, er „Yos- hevvara" heitir, eða borg gleðinnar. Nafn sitt ber staður sá með rentu. Eg man sérstaklega vel eptir einu kvöldi, sem við höfum ákveðið að heimsækja þennan stað. Tunglið var nýkomið upp, þegar átta „jinvikishas" eða ökumenn stönzuðu hjá gestgjafa- húsinu þar sem við höfðum aðsetur okkar. Sætin voru bráðlega upptekin, og hópur, sem samanstóð af sex karlmönnum og tveimur miðaldra konum, lagði af stað, það var ágæt ferð, því ökumennirnir (rikisha) okkar hlupu allt hvað aftók og voru næsta glaðir. Bráðum komum við að borg gleðinnar og ókum gegnum hlið, sem prýtt var með ótal fánum, og frá klukkan átta um kvöldið til klukkan tólf, sáum við eina hina eptirtektaverðustu sýningu, sem heimurinn á til. Borgarstrætin urðu að listigörðum, hvaðanæfa heyrðist hljóðfærasláttur, unglegar söngraddir og „geisha" eða dansmeyjarnar sveigðust fimlega eftir hljóðfallinu, og aðrir léku allskonar íþróttir í lausu lofti. Japanskir ljósberar köstuðu töfrandi kynja glampa á fólk, og skrautlegar flugvélar. Glaðleg kvennandlit gægðust hér og þar út á milli píláranna á loftsvölum uppi og hálfopna glugga, þar, sem þær sátu skrafandi og hlæjandi eins og þær þekktu hvorki syndnésorg. Þessi hluti borgarinnar er byggður þeim konum, sem á vesturlöndum eru kallaðar fallnar. Hér þekkist það orð ekki, og þær búa undir vernd stjórnarinnar. Engar konur eru þangað teknar nema með samþykki foreldra og vandamanna þeirra. Orsakirnar til þang- að komu þeirra, eru eins og annarsstaðar í heimin- um, mismunandi. Stundum þörf á fé til að hjálpa veiku eða örvasa skylduliði, stundum örþrifsráð og misskilin von um betri lífskjör. Ekki fylgir fyrirlitn ing né drykkjuslark vesturlandanna þeirri stöðu, og oft kemur það fyrir að stúlkur giftast þaðan heiðar- legum mönnum og verða eftir það heiðarlegar konur. Allar konur í Japan láta sér mjög annt um hár sitt, hirða það vel og halda því til á allar lundir, því þykir vænna um það en flesta aðra hluti. En næst því er hinn svo kallaði Obi. Það er mittislindi úr mismunandi dýru efni, eftir því sem efnahag hlutað- eiganda er varið. Oftast er hann úr skrautlitu silki, stundum gullofnu og borgar ríka fólkið stór summur fyrir hann. Reyna konurnar sig á því að knýta hann í sluffu á mjög svo smekklegan og listfengan hátt. í borginni Tokio er aldrei drykkjuskaparslark eða háreisti á götum úti hvorki á nótt né degi. Geta konur og börn farið þar ferða sinna á öllum tímum óáreitt í orði og verki. Þar eru engin spilahús, drykkju- knæpur né óregluhús af neinu tagi, að fráskyldu „Yoshiwara", sem áður er sagt írá, næsta ólíkt því er á sér stað í stórborgum vesturlandanna. Oft hefi ég spurt sjálfan mig, hvort þessi einstaki friður og regla hjá Japönum sé sprottinn af því að þeir standi á hærra siðmenningarstigi, og að stjórnvizka þeirra sé meiri en vesturlanda þjóðanna. („Freyja".) Bullionspor. Spor þetta er saumað á þann hátt, að nálinni er stungið niður við ytra oddann á laufiuu, en upp inn við legginn, sem áður hefir verið saumaður, svo er garninu vafið io—12 sinnum um nálina en ekki fastara en svo að hægt sé að draga nálina í gegn, og þumal- fingur á vinstri hendi er lagður yfir vafninginn á meðan svo ekki drag- ist til; svo er nálinni stungið niður aftur í sama stað og næst á undan. Saumur þessi lítur mjög vel út — og líkist í fljótu bragði frönsku bróderíi — ef hann er vel gjörður, einnig má hafa 2 lauf hvort við hliðina á öðru,~en þá verður nákvæmlega að stinga niður í saina sporið til beggja enda á laufinu. Snigilspor. Spor þessi sjást svo greinilega á uppdrættinum að auðvelt mun að sauma eftir þeim án frekari skýringar. INF Blaðið kostur licr á landi 1 kr. 25 aura; crlendis 2 kr. Holining'ur borgist fyrir 1. júlí, en liitt við ára mót; uppsögn skriileg, bundin við 1. október. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.