Dvöl - 01.08.1908, Qupperneq 1

Dvöl - 01.08.1908, Qupperneq 1
D V Ö L. 8. ÁR. REYKJAVÍK, ÁGÚST i»08. Von (Hope). Aframkald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh,). Yonin er jafnan létt á sér, og þreytist aldrei, hún er æskumanninum eiginleg en síður þeim aldurhnignu. Hún er í því lik loftfarinu að vér vitum hvaðan það leggur upp, en vér getum enga á- ætlun gert oss um, hvenær, hvar eða hvernig það kemur niður með oss. Vonin er mikill reikningsmeistari en lélegur stærðfræðingur, af þvi úrlausnarefni hennar eru sjaldan dagsett rétt — hennar röksemdaleiðslur er miklu 'fremur ósannar en sannar. Jafnvel þó hún sé gersneidd óráðvendni ýmissra af landkönnunarmönnum nútíðarinnar, þá byggir hún samt staði og borgir á tóman pappír, sem er eins einskis virði og háreistu turnarnir hennar eða ófær kviksyndi. Hún hefur jörðu þessa til skýja, og leikur sér að vatnsbólum eins og börn leika séra að því að þeyta upp sápukúlum með pípu sinni. Eins og Miló, sem reyndi að kljúfa eikartré en festist svo í einni skorunni og dó af því; fieygurinnn hrekkur oft úr, og verkmaðurinn lendir í rif- unni. Vonin er djörf eins og Cæsar, og er æfinlega til reiðu að taka fyrir sig þrekvirki. Já, þegar tilfellin eru búin að ná valdi yfir öllum öðrum geðshræringum, þá heldur vonin sér aleinsömul, ung og Qörug, og er jafnvel í þeim bágbornustu kringumstæðum »óbreytt og óumbreytanleg«. Tilfelli, sem snerta lamandi allar aðrar geðs- hræringar, veita voninni nýtt fjör. Engin undirokun orkar að mylja þetta flot- holt; af því hún bregður sér undan sérhverjum örlagaþunga. Mitt innanum þær allra aumustu ástæður varðveitir hún sín síhressandi áhrif; engar vonblekkingar orka að gera krafti hennar mein, engin reynsla getur hamlað oss frá að hlusta á hennar unaðarriku tálsögur. Pað er eins og hún vegi á móli óhöppunum og séjafn- gildi þolgæðisins. Er nokkur maður til án von- ar? Fjötraði fanginn inni í myrka klefanum sínum, sjúklingurinn í angistarfletinu sínu, vin- lausi einstæðingurinn sem á ekkert athvarf til; sérhver af þessum elur í brjósti sínu einhvern hulinn neista af þessu hreina, eilifa ljósi, sem skín eins og himinborinn geisli með óviðjafnan- legri fegurð inn í hjarta mannsins og er honum það sama og sólarljósið er fyrir augu hans, bless- nn og aukning kraftanna. NR. 8. 5 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Þegar Sókrates hafði heyrt þetta, leit út fyr- ir að honum þætti vænt um ákafa Kebes, og um leið og hann horfði á okkur sagði hann: Iíebes finnui jafnan einhverjar áslæður. Og vill aldrei strax samsinna því er annar segir. Þá sagði Simmias: En mér sýnist líka, Sókrates að nokkuð sé hæft í því sem Kebes segir. Þvi hvers vegna ættu menn, sem í raun og veru eru vitrir, að vilja flýja frá herrum sínum, sem eru betri en þeir sjálfir, og fara viljugir burtu frá þeim? Og eg held jafnvel, að Kebes hafi með tali sinu liæft á þig, af þvi þú gerir þig svo á- nægðan með að yfirgefa okkur og hina góðu droltna, sem þú sjálfur kallar þá, guðina. — Þið hafið rétt að mæla, svaraði liann, þið haldið nefnilega, eins og lítur út fyrir, að eg eigi að halda varnarræðu fyrir ykkur, eins og fyrir rétt- inum. — Já, vissulega, svaraði Simmias. — Gott og vel þá sagði hann, eg skal reyna, livert mér heppnast betur málsvörnin fyrir ykkur, en fyrir dómurunum. Því, Simmias og Kebes, ef eg héldi ekki að eg kæmi til annara guða, sem eru líka vitrir og góðir, og þar að auki til manna sem eru dauðir, og sem eru betri en þeir sem hér lifa, væri það ef til vill rangt, að eg væri ekki hnugginn fyrir dauðanum. En nú vitið þið vel, að eg vonasl eftir að koma til góðra manna, og jafnvel þó eg þyrði ekki að laka það sem aldeilis víst, þá samt það, að eg mun koma til guða, sem eru ágætir drottnar. Verið þið vissir um, að eg býst við þessu, svo framt eg býst við nokkru af þessari tegund. Eg er þess vegna engan veginn stúrinn, en er heldur glaður í þeirri von, að eitthvað sé til handa þeim sem eru dauð- ir, og sem menn liafa æfinlega sagt, eitthvað langtum betra fyrir þá góðu, en fyrir þá vondu. Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). En hvað Thyru áhrærði, þá var hún öld- ungis óvitandi um þau vandræði sem hún var komin í, en hún var hugrökk. Hún var af náttúrunni gædd hugdyrfð síns kinflokks og við þessa breyting á forlögum henn- ar datt henni ekki í hug að gráta. Nei, hún gat

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.