Dvöl - 01.08.1908, Síða 4

Dvöl - 01.08.1908, Síða 4
32 DV0L. stundir er metið mest, er að lita alt öðruvisi út en þér gerið — eða með öðrum orðum að lita út eins og eitthvað, sem þér eruð ekki«. »Jæja, svo —« sagði hún hikandi. Eg get ekki annað en sagt, að eg varð of- urlítið skelkaður, er ég tók eftir hinni nákvæmu rannsókn er leiftraði í ihugunarfullu, gráu aug- unum hennar, og ég flýtti mér þvi að leiða talið i aðra átt og sagði: »Komið þér með mér út á ána á morgun og þá skal ég yfirvega málefnið — það verður of seint að gera það i dag«. »Hvenær er birtan þá bezt?« »Bezt birta?« spurði ég vandræðalegur. »Til hvers þá?« »Fyrir trén, flögrandi svölur og aðra nauð- synlega hluti. sem verða að vera til aðstoðar«, svaraði hún undrandi. »Þið málarar eruð vissu- lega nákvæmir í því, að fá sem bezta birtu«. »Náttúrlega,« samsinti ég fljótt. »Svölurnar Iíta æfinlega bezt út um Id. 4 e. m. svo ef sá tími væri lientugur fyrur yður —« Hún stóð upp, setti upp glófana og sagði: »Eg ætla þá að segja Jönu systur að það eigi að byrja á myudinni kl. 4 á morgun«. »Þá fer eg lika að hugsa mér verktð fyrir alvöru«, sagði eg um leið og eg lauk upp hurð- inni og hleypti henni út. Hún horfði framan i mig um leið með eitthvað svo einkennilegu til- liti að mér datt í hug að hún ætlaði að segja eitthvað fleira við mig, sem hún samt hætti við, og eftir að ég hafði séð hana fara, snöri eg aftur inn í vinnustofuna til þess að Ieggja ráðin niður fyrir mér, og svo láta ráðsmann Merritons vita, að ég ætlaði að verða þar kyr um tíma. For- lögin höfðu svo sjáanlega sent mér hlutfall mitt upp í höndurnar, og égætlaði mér ekki að varpa því burtu af vegi mínum með neinum heimsku- pörum. Eg var ekkert hræddur við reynslu- dagana, því eg hafði ásett mér að gera hana á- nægða á einn eða annan hátt, þegar rétti tím- inn til þess væri kominn, og ég taldi mér hepni, að Jana systir hennar var hvergi nærri. í milli- bilinu taldi ég tímana þangað til eg sæi hana aftur, og eg varði næsta morgninum til að búa bátinn út og að velja nýjustu silkisessuna hans Merritons handa henni að sitja á. Hún kom nokkurn veginn á réttum tíma og gekk umyrðalaust með mér niðuraðánni. Hún drap gletnislega til mín titlinga, um leið og hún sagði mér, að Jana systir sín væri svo kvefuð, að húu gæti ekki talað heyranlega, svo húngæti ekki spurs sig neitt um myndina. Eg lét eins mikla hluttekningu í ljósi og kurteisin krafði, en eg var ekki að fara með hana niður að ánni til að tala um hana Jönu systur hennar. Eftir að eg hafði búið vel um hana milli koddanna, og var seztur undir árarnar, héldum við út á ána og söktum okkur fljótt niður í al- varlegri málelefni. Ó, hún var svo fögur er hún hallaði sér aftur á bak milli ljósleitu silkisvæll- anna! Hviti kjóllinn hennar Ijómaði í sólarbirt- unni, sem þrengdi sér millum niðurlútu trjá- greinanna og á bárótta vatnið alt í kringum okkur, og ég óskaði af hjarta að eg væri mál- ari. Þá hefði eg ekki þurft á neinum fljúgandi hugmyndum að lialda ef eg hefði að eins getað málað það, sem eg hafði fyrir augunum, — þá hefði hamingja mín verið fullkomin. Hugur minn reikaði viða og eg blindi á hana meira en eg vissi af, því hún roðnaði og sagði hlæjandi: »í- grundið þér æfmlega svona samvizkusamlega þá menn eða hluti sem þér ætlið að mála, herra Merriton? Og eruð þér nú búnir að ráða við yður hvernig myndin á að vera?« Eg hristi þegjandi höfuðið en sagði eftir litla þögn: »Það er ekki einungis baksviðið sem ég er að leita að, heldur verð eg líka sjálfur að vei'a f hinu rétta ásigkomulagi — eða í hinu rétta skapi, en minir skapsmunir eru svo breytilegir, að þeir breytast nærri því á hverjum klukku- tima«. »Mér er þá líka leyfilegt að ígrunda yður«, sagði hún. »Já, og það megið þér máske gera í heilar vikur«. »Það er mjög sennilegt. Kannske yður auðn- ist líka að igrunda mig í marga mánuði«. Eg hneigði mig til samþykkis. »Ja, hvað skyldi Jana systir segja?« »Eg er ekkert að hugsa um að mála hana Jönu systur yðar. Hún hló, dýfði annari hendinni niður i vatnið og lét hana hanga þannig meðan við vorum úti á ánni. Svo sagði hún: »Ef þér ættuð að taka mynd af Jónu systur, þá er það annað mál, hún hefir mikið og fallegt hár og gleraugu, og teygjubandastígvél hælalaus, þó eg búist ekki við að þér þurfið að setja þau á myndina. Haldið þér, að hún sé hæfileg persóna til að mála, herra Merriton?« »Hún myndi ekki verða mjög töfrandi«, svar- aði ég. »Til alli-ar hamingju munið þér ekki heldur verða beðnir- um að reyna það. En hún mun saml koma til að skoða myndina af mér þegar henni balnar kvefið, og hvað skyldi hún segja ef þér verðið þá ekki byrjaður á henni?« »Eg læt engan reka á eftir mér«, endurtók ég, en eg óskaði samt i hjarta minu að kvefið í henni varaði sem lengst, og til allrar hamingju varir sumra kvef lengi. Hún horfði alvarlega á mig og sagði: »Jana systir, brúkar smáskamta-læknislyf, og hún er búin að taka inn 8 rnismunandi tegundir af með- ölum siðasta sólarhringinn, hún segir að þau verki öll vel á heilsu sína. Svo maður getur búist við á hverju augnabliki að henni fari að batna. Eg vissi ekki hvað eg átti að segja við þessu, en sagði í vandræðum, »Það er gott!« liliuMð kostar hér á landi 1 kr. 25 aara; erlendis 2 kr. Helmingrur borg-ist fyrir 1. júlí, en hitt ylð ára- niót; nppsögrn skrifleg, bundin við 1. október. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.