Dvöl - 01.08.1908, Síða 3

Dvöl - 01.08.1908, Síða 3
D V 0 L, 31 en að ana áfram til þess að hugsað sé um mann. Til dæmis að taka, hvar eru vitnin sem eiga að vera við giftingarathöfnina? Þú verður að minsta kosli að hafa 4 vitni, eða eg skal ekki verða eitt af þeim, Hverjir eru hinir?« »Terrence Sulhvan, og C011. 0. Brien og fnendi hans Jakob, og Marín Flett«. »Eg þekki ekki þessa þrjá fyrsttöldu — þú hefðir. getað nefnt einhvern verri en hinn síð- asta; og þegar menn geta ekki valið þá verða menn að taka svona upp til hópa. Ennfremur brúðarklæðnaður er fyrirskipaður í biblíunni, og Thyra þarf þvi nauðsynlega að fá sér brúðar- kjól. Mér líst ekki á neina giftingarathöfn án hans«. »Það er öldungis ónauðsynlegt«, svaraði Hektor óþolinmóðlega. »Já, í hæsta máta ónauð- synlegt«. »Ertu svona sinnaður? Þarf eg þá að minna þig á, hvað sá maður varð fyrir, sem fór í brúð- kaupsveizlu án þess að hafa brúðarklæði? Það er náttúrlega dæmisaga, en ei að síður er hún skrifuð oss til leiðbeiningar til að breyta eftir. Eg er eins konar móðir Thyru, og eg verð að sjá um að alt sé gert eins nálægt því, sem er rétt eins og kringumstæður leyfa«. Það var um síðir ráðið al að þau yrðu gift um kvöldið hinn 30. og að allur viðbúnaður væri miðaður við þann dag. í þessu augnamiði bað Thyra föður sinn morguninn eftir um að senda einhvern af vinnn- mönnum sínum með fatakassa til Marinar. »Hún ætlar að hjálpa mér til að breyta og gera við kjólana mina«, sagði hún. »Stúlkur geta ekki gift sig án þess að hafa marga hluti lil þess«. »Það er sannleiki sem eg hefi gleymt«, svar- aði Páll, og hann tók pyngjuna sína upp og lagði 10 gullpeninga á borðið. »Kauptu þér lyrir þá hvað sem er réttmætt og þér er nauðsýnlegt«, sagði hann blíðlega, »og ef peningarnir eru ol' litlir, þá skal eg gefa þér meira. Biddu mig. Þú verður að fá þér nýjan kjól; já, eg hefði ált að hugsa um það«. »Eg hef brúðarkjólinn hennar móður minn- ar, og hann er betri en nokkur annar. Marín saumar hann upp svo hann sé mátulegur lianda mér«. »Það er gott. Eg man eftir honum — já, eg man«. Svo andvarpaði hann og leit til baka inn í liðna lífið sitt, til þess að ná aftur haldí á fáeinum ununarstundum í sínu eigin líli. Tyra truflaði hann ekki, og hann gekk úl án þess að segja fleira. Eítir fáein augnablik kom lnmn aftur,. tók i höndina á Thyru og sagði bliðlega: »Trúðu mér nú Thyra; sá dagur mun koma að þú verður glöð og þakkar mér. Eg vil bíða og vona eftir þeim degi. Eftir hálfa klukkustund skal eg senda Barnnaby IJag, til að flytja kass- ann til Marínar«. í þennan kassa hafði Thyra lálið alt smá- skraut silt og brúðarkjólinn hennar móður sinn- ar, svo það þurfti sannarlega lítið að sauma, en Marin liafði sínar eigin hugmyndir, áhrærandi það sem var nauðsynlegt, og hún gerði lítið úr meiningu Hektors, þegar hann reyndi að senna við þær í þessu tilliti. »Thyra Varrich getur ekki gengið inn í hjú- skaparlífið eins og bláfátæklingur, án þess að eiga fötin ulan á kroppínn«, sagði Marin. »Fá- einir móðins klæðnaðir eru eitt af því nauðsyn- lega. Thyra er nú að giftast ofurlítið upp fyrir sig í heiminum, og eg skyldi skammast mín fyrir ef hún hefði ekki efni á að líta nokkuð fyrirmannlega út«. Og Hektor brosti, og fullvissaði sig um hcimu- lega að hann skyldi klæða Thyru í skrautbún- ing þeirra Mac. Dónaldanna undir eins og þau kæmust til Inverness. Fj ó 1 a. Eftir Mrs. Philip Compiau de Crespiyntj. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) Eg var í þann veginn að fara að biðja Iiana um að lýsa fyrir mér hinni vandfýsnu Jönu syst- ur sinni, en niundi j)á eftir því í tæka tíð, að lierra Merriton gæti, el' til vill, þekt séreinkenni hennar. »Skelfing hlýtur líf listamannanna að vera ánægjuríkt«, sagði hún þá, »það er svo fult af draumum og hugmyndum!« »Já«, sagði eg óákveðið. »Það erbæðiundr- unar og unaðarfult að geta gert eftirlíkingu af öllu scm maður sér«. »Já, það hlýtur að vera ánægjuríkt«, svar- aði lnin stillilega. »En samt er yðar andlit ekki lifandi vitund líkt andlitum listamannanna«. »Eg er lika fullur af alls konar mótsögnum«, svaraði ég, »og hef meira að segja verið það síðan ég var barn«. »En að vera samt fær um að mála myndir eins og þessar þarna!« sagði hún og veifaði hendinni fram með veggjunum, og á málara- grindurnar, sem stóðu þar með hálfgjörðum myndum, — »það hlýtur blátt áfram að vera töfrandi. Hverju líkjást tilfinningar listamanns- ins, lierra Merriton?« »Já, hverju líkjast Jiær?« spurði ég sjálfan mig blátt áfram. »Ó, ég veit ekki — ímyndið j)ér yður, til dæmis, hvin — eða eins konar sjóveiki, ef þér öðlist, ekki það, sem þér girnist, en það er mjög ónákvæmt samt«. »Það hlýtur að vera það«, sagði hún og sperli upp augun. »Það eru J)á engin undur, að jiessir málarar mála stundum hlægilegar mydir, en livers vegna liafa þeir æfmlega svo langt hár?« »Til þess að þerra með því málaraburstana sína«, svaraði ég ákveðið. »Það er tímasparn- aður og það er lika sennilega einhverjar menjar frá miðöldunum«. En er liún fór að hlægja að ])essu bætti ég við: »Eg hef ekki langt hár, af því það er ekki lengur lizka. Það sem nú um

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.