Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 2
IO D V 0 L. Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Batr. Lauslega þýtt úr ensku. (Frarah.). Morguninn eflir íöru gestirnir á stað áður en Hektor komst á fætur, og það gladdi hann, hon- um var talsvert áhugamál að komast til Inverness til þess að fylla pyngju sína og fá sér ný föt; hann vissi jafnframt að Meldrúm lávarður og aðrir mundu leggja góð orð inn fyrir sig hjá Mac Argall. Meldrum var líka í raun og veru ánægður yfir að segja þessi tíðindi og hann lók upp á sig nokk- urra mílna krók til þess að geta það, hann gerði það lika skörulega og sparaði ekki lofræður yfir Hektor, þegar hann sá hve þakklát hin fagra Sara Mac Donald var honum fyrir þær. Hann lauk lofsoi'ði á þá heitu ást sem hann hæri til hennar og liann gerði all sem í lians valdi stóð lil þess að binda kærleiksbönd þeirra en fastar. Hann sagði þetta á meðal annars: »Hektor er einhver liinn liugrakkasti og fall- legasti ungi maðurinn sem eg hef séð í langan tima. Hugsið ykkur annað eins — liann hefir orðið að þola löngu, heitu sumardagana og löngu næturnar sömuleiðis — því þar sem hann hefur dvalið er einlægt jafndægur, sagði hann mér, — dvalið þar til þess að safna hermönnnm fyrir prinzinn. Hann nefndi staðina og nöfnin, en þau eru svo skrítin að við hálenzku herrarnir eigum bágt með að tala þau; og mennirnir eru fiskimenn og þess konar fólk. Hann minti okkur á að Montrose, hefði barist fyrir Karl I. með 2000 af þvílíkum piltum, og þó við fengjum helmingi færri menn væri okk- ur það sannarleg guðssending, þegar íæri að vora; hann sagði þeir væru stórir, sterkir og góðir bar- dagamenn. Hann ferðaðisl á meðal þeirra víðs- vegar og mælti sér mól, og hann heldur eða vonar að 1000 af þeim komi lil móts við hann í Thurso, í næstkomandi aprílmánuði. Heklor Mac Donald er góður drengur! Hraustur drengur! Og fallegur drengur er liann líka, og það jafnvel á meðal há- lendinga, sem guð veit að eru menn sem vert er að veita athygli, hver einn og eínasti af þeim —«. Á þenna hátt var gatan gerð breið og jöfn fyrir Hektor er liann kom aftur til Mac Argall, og hann kom líka einn fagran liaustdag, hrifin í lijarta af gleði með fulla pyngju og í spánýjum fallegum fötum; hann sá aftur gamla gráa kastalann, og hann fann til óútmálanlegs fagnaðar yfir hve trú- fast og elskulega honum var fagnað þar. Fjöl- skyldan var í þann vegin að ferðasl í burtu, en slefti því til þess að geta fagnað Hektori. Og hví- líkur draumur! Hve sæll draumur var þessi eina vika sem dvölin varaði! Það var rélt eins og allir kæmu sér saman um að hafa ekkerl annað marlunið en að elska hann og skemta honum. Sara, sem jafnan hafði verið svo óumræðilega fög- ur, hafði þó aldrei verið jafn töfrandi og ástúðleg; liöfðinginn sjálfur aldrei eins vongóður og hug- rakkur; Hrafn liafði aldrei verið eins lnöðurlegur og einlæguiy og yfir öllu hvíldi hið blíða, stilta sólskín hins hverfandi árs, og svölu næturnar og morgnarnir, sem hlýnuðu við eldana sem kind- aðir voru söng sína söngva og sagði sínar sógur um hið liðna, og kveiktu fagrar vonir skrejdtar og fjörgaðar um framtíðina. Hektori fanst nú óskilj- anlegt að hann liefði nokkurn tíma sjálfviljugur vikið frá svona lííi, sem væri í svo námu sam- ræmi við eðlisfar sitt og eftirlanganir, og honum fanst ennþá ótrúlegra og óviðfeldnara, að hann skyldi verða að minnast þess að fáeinum vikum áður hafði liann hugsað til þess með viðbjóði, já, og hafði einu sinni ekki viljað muna eftir Söru! Og Thyra? Tliyra var nú ekkert annað í huga hans en einn hlekkur í armæðukeðju, sem hann vildi svo fegin skafa af endurminningunni. Og ef honum varð á að muna eftir henni, þá var það ekki til annars en að minna hann á einhver atvik úr ástaræfintýri þeirra, sem hafði ergt hann og sært; endurminningin vildi ekki einu sinni minna hann á neina af þeim stundum sem feg- urð hennar og yndisleikur hafði gert svo himn- eskar. Um fram alt annað mintist hann jafn sárt nú og á meðan á því stóð, hinna ærumeiðandi fjötra sem þeir Róbert og Hákon höfðu bundið liann með. Fjuir Thyru skuld hafði liann verið neyddur til að þola þá svívirðingu. Þegar hann var svona til sinnis, kendi hann henni um það alt saman. Iíarlmenn geta stundum liðið þess konar fyrir konur, en þeir eiga bágt með að fyrirgefa henni þá nauðsýn. Að minsta kosti er það oft konan sjálf sem verður að líða undir aíleiðingun- um. I5að gengur svo þegar stúlkur neyða stolta menn til að sækjast of auðvirðilega eftir ást sinni — á meðan þeir eru að biðja þeirra, þeir geta kropið á kné, en þegar þeir eru staðnir upp — þá fara þeir fyrir fult og alt. Já, Hektor var í svo miklu dálæti lijá Mac Argall að hann liafði aldrei fyrri verið í þvílíku. Hans eltirlektaverða andstygð á því að tala um afrek sín í Orkneyjum var önnur ástæða þess að menn dáðust svo mikið að honum. Sara og lady Gordon uppgötvuðu við það að liann væri í því líkur öllum öðrurn mikilmennum að gorta ekki af sjálf- um sér. Murdo höfðingi sagði meðal annars: »Pillurinn er mjög hygginn og stærir sig ekkif og hann festir ekki mikla trú á þessa Norðmenn; hvernig gæti hann líka gert það?« Hrafn var í fyrstu nokkuð efablandinn er hann fagnaði þessum vini sínum, en er liann hafði eilt kvöld tekið hann öldungis óvænt tali hvarf efi hans. Þeir höfðu verið að tala um ej'jarnar og um herflokka sem sannsýnilega mætli búast við þaðan, og Hektor hafði svo greinilega sýnt Hrafni fram á að vonir sínar um þá væru veikar og óvissar. »Sáslu kaftein Varrick?« spurði Hrafn. »Hann var í þjónustu kóngsins einu sinni.« »Hann þjónaði honum ekki með öðru en llutn- ingum, og við það misti hann skip og talsverða peninga — einhvern vegin vegna samninga. Hann vildi því ekki heyra neitt af því sem eg sagði, því hann hélt að eg væri á ný að reyna að vinna liann fyrir málefni konungsins.« »Sástu dóttur hans nokkurn tíma?«

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.