Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.03.1909, Blaðsíða 4
12 E) V0L. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelþs. Lauslega þýtt úr ensku. (Framli.). Svo voru aðrir, sem voru meira hrifnirafhá- rauðu litunum, og jafnvel af skarlatslitunum; Sumir aptur á móti af fínu millilitunum, i hverjum voru litir sólarinnar, og svo af öðrum litum sem voru aðeins dauflega sýnilegir en ekki sjáanlegir. Undursamlegar litbreytingar voru settar saman við. Þeir litir lutu sínu lögmáli, áttu sína slrengi, sína samhljóðun og sín hlutföll, sína framleiðslu, sín umtalsefni og sitt skraut. Sérhver samsetning átti sína skýringu, og liið æfða auga tók á móti henni, á h'kan hátt og hið æfða eyra iekur á móti söng og hljómleik. Skilningarvitin komust við en skilningurinn var víðlækur. Fullkomin samblönd un eins litar viðannann var sýnileg augum vorum. Óútmálanleg í pörtum, og mikilfengleg sem heild. Nú var eins og við sjálf sætum þarna um- kringd af litum — flygjum svo í kring um hnött- inn með hinum titrandi geislabrotum. Nú var eins og við sykkjum í einhvern væran dvala við ein- hvern friðandi litblæ; nú var eins og við drykkj- um af litunum; svo, eins og okkur væri að dreyma um hann, og við findum til hans — þreifuðum á honum; þá var eins og vér heyrðum til hans. Við vorum eins og flutt inn í hjarta þessarar list- ar; inní dulræni júníhiminsins, og inní grasblaðið, bláklukkuna, roða barnskinnanna, aftansólargeisl- ann, snjódrífuna í ljósaskiftunum. Eplablómið sagði okkur dulmál sitt, dúnninn á dúfuhálsinum sitt, og plóman, roðinn i róbinsegginu og ástríðu- blómið sitt launmál. Einhver blær af öllum þess- uin litbrygðum mintu á sig. Það verður að takast til greina að eghefeinu sinni áður drepið á regnbogann sem eg sá skömmu eftir að eg kom inn í nýja lífið, hann kom mér þá til að spyrja sjálfa mig um, hvað margskonar geislar mundu sjást í hans liimneska prisma. Er eg gætti nákvæmlega að samhljóðuninni varð eg sannfærð um að hinir margvíslegu litir yfirgengu, spursmálalaust, þá sem við höfðum séð og þekkt ájörðinni. Indversku augníræðingarnir höfðu raunar lengi staðið fast á því að þeir sæju fjórtán litbreytingar í augasteininun (prism); þetta var draumur dulspekinnar, sem tneð óhæfu mörgum lærdómsgreinum þykist hafa gagnrínt megineðli sálarinnar, svo að hið algenga lögmál náttúrunn- ar gefi sig undir vald hans. Sérfræðingar i lækn- isfræði höfðu líka talið oss trú um, að lögmál sjónarinnar fælu í sér nauðsynina lil annara lita, fyrir utan þá sem vér yrðum varir við; þetta er staðhæfing þeirra listamanna; en á fremur heima í ímynduninni, en dýrkarar sannreyndarinnar hafa ennþá ekki lyft þeim sannleika svo hátt að hægt sé að átta sig á honum. Nú hafði eg vissulega sannleikann fyrir mér. Litir — sem einkis málaraburstar liöfðu þekkt og einkis skálds ímyndun liafði komist nærri — léku sér á ljósfræðislegum æðum. sem voru frábærlega vel lagaðar til að veita áhrifunum móttöku, og sem komust að þeim skilningsvitum sem voru gædd hæfilegleikum til að skifta þeim á þann hátt sem mannlegt málfæri gefur mér ekkert tungu- tak á að lýsa. Þegar við héldum heim eftir sýn- inguna undraði eg mig yfir hve friðsöm áhrif þessi geðshræring hafði á okkur. Með mestu rósemi horfði eg i kring um mig yfir hið friðsæla land. Mér fannst að eg vera fær um að leysa af hendi sérhver skylduverk, og vera nógu sterk til hvers sem vera skyldi. Mig langaði að lifa ennþá heilagra lífi —ennþá óeigingjarnara lífi. Egóskaði hjartanlega að geta tekið ennþá innilegri þátt i á- nægjunni sem við höfðum notið, með einhverri veru, sem ekki hafði notið hennar. Eg hugsaði um fólk sem ekkert vissi — um fáfræðinga sem þurftu ennþá að menntast og fræðast, svo þeir gætu tekið þátt í liinum margvislegu hærri ánægj- um, Eg hugsaði um veikt fóllc, sem hafði í öllu sínu jarðnéska lífi verið sjúkir, og sem voru nú svo nýlega dánir — og sem nú lifðu frjálsu lífi. Eg óskaði að eg liefði leitað uppi suma af þeim, og haft þá með mar á sýninguna. Þetta var óvanalega fagurt kvöld á þessu sæla landi. Eg skemmti mér við hið margbreytta út- sýni eins og eg var vön að gjöra niðri á jörðinni. Eg hafði gaman af að liorfa langt, og eg sá al- staðar frið og framför. Börnin voru fagnandi að velta og leika sér, líkt og á jörðinni. Ungt fólk gekk hlæjandi tvent og tvent eða i hópum. Hið stirkara, eldra fólk, menn og konur, var að starfa að einliverju eða það hvildi sig við dyrnar á þægi- legu heimkynnunum sínum. Óumræðilega hérað- ið — hæðir og vötn, blöstu við framm undan bústöðum mannlegu veranna. Hvergi var nein nepja; hvergi tár eða ólundarsvipur, vansköpun, vanmáttur eða slæmar tilhnegingar. — Enginn galli var sjáanlegur á myndinni. Eg vil biðja þá af hinum heiðruðu kaup- enduin, Jóns biskups Arasonar, sem ekki hafa ennþá gert mór reikningsskil, að gera það sera fyrst, nú þegar hann er allur kominn út. Svo vil eg mælast. til hins sama við þá sár- fáu sem ekki hafa greitt andvirði 8. árg. Dvalar. Útg. Söluturninn annast um útsendingu Dvalar, en vanti nokkurn af kaupendum hennar blöð úr 8. árgauginum eru þeir vinsamlega beðn- ir að snúa sér til útgefandans með það, nr. 36 Laugaveg. Útgefandi: Torfhildnr Þorsteinsdóttir Uolm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.