Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 3
D V 0 L. i9 hlustaði eftir liverju spori og hverju orði sem henni barst til eyrna. En ekkert nýstárlegt skeði og hún furðaði sig á þvi. Þá fór hún að hugsa um sitt eigið ástand — fór að hugsa um þá tvo menn sem hún hélt að elskuðu sig heitast, nefnilega Hektor og föður sinn — hún vildi ílnna Hektor, hún hafði vonað, nei verið viss um, að undir eins og hann losnaði úr böndun- um, þá mundi hann hafa einhver ráð lil að elta sig. Hann hafði nóga peninga, þar voru skip við hendina, sem liann gat tekið á leigu; og þau feðgini dvöldu 2—3 daga i Aberdeen; hún var viss um að hann hefði getað náð þeim ef hann liefði lagt kapp á það, já, meira að segja hann gat hægleg verið kominn á bryggjuna í Aberdeen og vaktað komu Indversku-drotning- arinnar sem hún var með. Svo fór hún að liugsa um föður sinn, hún vissi að hún hafði gert honum rangt til, en hún vissi líka að hann elskaði sig þrátt fyrir það og mundi fyrirgefa sér, hún þóttist viss um að hann færi ekki á stað án þess að reyna að komast eftir hvort hún væri dauð eða lifandi. En samt var hún sann- færð um að þessir tveir menn, Ilektor og faðir hennar höfðu þó aðra hluti kærari en sig. — Hektor »heiðurinn« — hreinan óblandaðan heið- ur — og faðir siun það sem hann kallaði »skyldu« sína. Við þessa uppgötvun fannst henni hún minka svo mikið. Þeir höfðu tekið þessi tvö keppikeíli i hennar slað. Nú í íyrsta sinni i lífinu var hún komin í þá stöðu þar sem Thyra Varrick var ekki ypparsli löggjaíl í öllum þeim málefnum sem viðkomu henni sjálfri. Hún fann til óumræðilegs einstæðings- skapar, — svo mikils að á fjórða degi eftir þessa viðburði brast hún i óstjórnlegan grát. Þessi hegðan hennar þreytti húsmóðirina í hæsta máta. Hún var ein al' þessum heimsku konum, sem hugsaði mest um að hafa alt sem þægilegast. Húsið hennar var uppáhalds dvalarstaður fyrir unga sjómenn og snopputríðar, hugsunarlitlar ungar slúlkur — ótæi'ilátar. Og þó engin minsta ósiðsemi ætti þar heima í orðsins fylstu merk- íngu, þá glumdu þar sí og æ við .dónalegar málýzkur, frumtalegir hlátrar, háreisti, söngur, ertnisglens og allskonar veðmál. Allar tilfinn- ingar i eðli Thyru særðust við þessa lifnaðar- liætti, og hún reyndi jafnt og þélt að komast hjá félagskap Margrétar og með því að geraþað særði hún hennar tilfinningar þráfaldlega. »Þetta stolta litla höggjarna« — sagði Margrét einu sinni við kunningja sinn. — »Eg hef þolað meira en nóg af hroka hennar. — Svo er hún líka svo þögul að hún fæst ekki til að segja mér nokk- urn skapaðan hlut«. »Hvað hún er sjálfstæð! Svona ung!« »Hvað ertu að segja, Jóhann Cortei'? Hví ertu að bera í bætilláka fyrir hana?« sagði Mar- grét. »Það vill engin búa í sínu eigin húsi — heiðarlegu húsi — með svona þagmælskri skepnu. Eg þoli það ekki mikið lengur! Ef eg fengi að horfa vel inn i líf hennar væri öðru máli að gegna. Mathias sagði mér að hún væri að ílýja undan miklu ranglæti; en væri hún að flýja frá mann- inum sínum eða lögreglunni! Þá mundi eg verða réttilega ákærð fyrir hluttöku i þvi«. »Hún er ákaílega falleg stúlka!« sagði Jó- hann. »Finnst þér það?« »Já, og allirpiltarnir segja það sama um hana«. »Piltarnir eru æfin- lega heimskingjar i þeim efnum. Hún er að mínum dómi, langtum of fölleit til þess, svo ber hún heldur ekkert skin á gamansemi, og þegar það vantar, eru þessi hnakkakertu hefðarkvenna látalæti hennar beinlinis hlægileg — í hæsla máta erlnisleg' —«. »Hver veit lika nema hún sé hetðarstúlka?« »Nei, ekki hún! Eg er viss'með að þekkja undir eins verulegar hefðarkonur -— þessari hæfir ekkert betur en blátt áfram erfiðis föt. Hún stendur ef til vill nokkrum skrifum ofar í mannfélaginu en þú og eg, en hún slendur ekki hið allra minnsta fyrir ofan sæmdarfólkið sem hún mætir hérna. Hefðarstúlka, ja svo! Hún mundi illa sóma sér á meðal hefðarkvenna! En eg hef lieyrt, Jóhann, að einn af mönnum þínum væri aftur byrjaður á gamla slarkinu sínu. Hvernig ætlarðu að snúa þér í því?« »Enganvegin. Drukkinn maður er svo langt fallin niður fyrir nokkurs dauðlegs mans afskitti: Djöfullinn leiðir hann í bandi hvert sem honum þóknast, og eg er miklu hyggnari en svo, að eg fari að taka að mér hans verk. Mannræfdlinn kemur aftur heim veikur og angurvær, þegar sá gamli hefir fengiö liann til að gera það sem hann vill. Og eg mundi iíka væri eg í þínum sporum, Margrét, lofa veslings stúlkunni að haga sér eins og hún vill. Hún veit bezt sjálf hvurt hana langar að fara«. Af þessari samræðu getur maður ráðið i að Thyra var ekki ánægð. Eins og heimilisháttun- um var varið hérna gat hún engan vegin þókn- ast öðrum. Fegurð hennar, talshættir og ein- kennileiki, sem báru vitni um gott uppeldi og mentun, móðgaði og fældi frá sér — og þag- mælska hennar tók þó úl yíir alt aniiað. Fyrir þessar sakir hafði nærvera hennar í för með sér aðhald og þögn, sem gerði hið glaðværa heimili Margrétar — eins og hún kallaði það — líkara kirkju en glaðværum, mannlegum bústað. En um sama leyti orsakaði þó fjarvera hennar ýmsar athugasemdir og undrun, sem gaf illa innrættum nágrönnum tækifæri að segja móð- gandi orð um hana. Eftir þriggja vikna dvöl, sá Thyra að hún gat ekki dvalið lengur hjá Margréti Saxby. En hvert átti hún að fara«. Æska hennar, töfrandi fegurð og vinaleysi stóð í vegi að hún gæti reist sér eigin heimili, hversu lítilmótlegt sem væri. »Það mundi verða talað illa um mig hvað sem eg tæki mér fyrir hendur«, hugsaði hún í vonleysi sinu. Og hvað gat hún líka gert? Á þessum árum voru at- vinnuvegir kvenna aumkvunarlega fáir og gáfu lítið af sér. En Thyra hafði verið svo heppin að móðir hennar var frá Shetlandseyjum og var mæta vel að sér í prjónamensku, eins og svo margar aðrar norðurlanda konur voru. Hún

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.