Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hérá landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. DVÖ L Uppsögn skrifleg og bundin við i. okt. en ó gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er á Laugaveg 36. 9. ÁR. RETKJAVIK, MAÍ1909. NR. 5. X forsælu. Er hjarta mitt í harmi slœr með hulin sár, mér oinur enginn er svo kœr sem eldheitt tár. Pað léttir instu andans harma að eg grœt, og fram á hulda föður arma fallast lœt. Ó, gullna von! Af gnœgðam þíniim gef mér Ijós! og lát ei blikna á brautum mínum blóm og rós! Hallgr. Jónsson. Vinskapur (Friendship). Aframhald af greininni „Krafiur viljans" Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Hreinn, óeigingjarn vinskapur, er sem bjartur logi, sem ekki sendir frá sér nemn eigingirnis- reykjarmökk, en það litur út fyrir að hann eigi sér örskjaldan stað i mannlííinu. Uppruni hans er guðlegs eðlis, athafnirnar himneskar og af- leiðingarnar heillavænlegar fyrir sálina af því hann er hámark allrar jarðneskrar blessunar; þess vegna hefir veröldin líka stælt hann á sinn auðvirðilega hátt, já, hún hefir marg oít hjúpað sig hinum egta málmi svo þykkt að ekkert nema timinn hefir orkað að leiða í Ijós, þá sví- virðilegu undirhyggju sem duldisl i tilgangi hcnnar saurugu vina. Blekking og táldrægni virðist djúpt gróðursett i sumra manna náttúru, og reið-prikið sem þeir ferðast á i gegnum lífið. Hjartað er fram úr máta svikafult; hver getur þekt það? Varfærnin er sögð foreldri óhultleik- ans, jafnvel þó hún hafi oftlega verið svikin með Júdasar-kossi. Hinir allra varfærnustu menn hafa oft verið illa sviknir og illa leiknir af lélegum svikurum. Vér ættum því að vera ákailega varasöm í því að velja oss vini, og þó við séum það, mun- um vér ei að siður oft komast að raun um að oss heíir skjátlast í valinu. Par á móti getur mótlætið kent oss að þekkja þá, þa munu sólskins-vinirnir ilýja oss eins og sjálfur dauðinn sé á hælunum á þeim, — já, eins og rottur flýja úr hlöðu sem eldur er kominn i! Niu tiundu, af þeim sem hafa notið mestu góðgjorðanna, munu þá verða fyrstir að yfirgefa lasta og áfella. Vinskapur sem ein- ungis er byggður á eigingirnd, endar jafnan í fiótta, á því augnabliki, sem viðkomandi hefir fullnægt sínu eigingjarna augnamiði — eða hefir beðið ósigur. Hreinn og sannur vinskapur er blómstur, sem vex jafnt á öllum tímum ársins; maður getur fundið það í blóma á snjóþöktu fjöllunum á norður Rússlandi, alt eins og í sólriku dölun- um á suður Italiu; og alstaðar hressir það oss með ágætu óútmálanlegu töfrafegurðinni sinni. Ekkert rannsakað strand-kort getur sýnt vin- skaps-helgidóminn, engin alþjóðleg takmarka- lína, engin klungrótt fjöll eða snarbrattar dala- hlíðar orka að stemma stiga fyrir vöxt hans og viðgang. Hvav sem hann er vökvaður með dögg kærleikans og ástúðarinnar, þar getur maður verið viss um að finna hann hreinan og sannan. Vinskapurinn stendur í nánu sambandi við tvíbura-systur sína, góðgirnina hann gengur fúslega inn í sorgar- og ógæfuhúsið og stráir þar út frá sér hamingju og friði. Hann heim- sækir hið einmana og sorgmædda hjarta og talar við það hughreystingar og gleði orð. Hans al- mattugu áhrif flögra yfir mótsíriðandi herflokkum og umvefur svarna óvini með hluttekningu og góðsemi. Hans eilífi algildi ilmur, dreyfir sér- hverjum eitruðum öfundar hugleiðingum, og veitir andanum, heilaga, ómetanlega ánægju, sem veröldin með allri sinni viðhöfn og mætti orkar ekki að veita. Úrvals samræður. Eftir Platon. Þýtt úr grisku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) — Er þá ekki náttúrlegt, sagði hann, að eftir þessu öllu, hljóti einhver þesskonar ályktun að verða drottnandi á meðal hinna sönnu heim- spekinga, og að þeir tali hver við annan hér um bil á þessa leið: Það litur út fyrir, eins og ein- hver stigi flytji okkur með hjálp skinseminnar til útgöngunnar á rannsókn vorri; af þvi að svo lengi sem vér höfum líkama og sála vor er sameinuð sliku skaðræði, þá getum vér aldrei á nægjanlegan hátt eignast það, sem vér keppum eftir, og þetta er þó eins og við höfum sagt, það sanna. Af því að hkaminn veldur oss þúsundir af óþægilegheitum sökum hins nauðsynlega viður- væris. Enn fremur, þegar veikindi sækja á hann,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.