Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.05.1909, Blaðsíða 4
20 D V 0 L. gat spunnið úr ull eins fínan þráð og fínasta tvinna, og prjónað sjöl úr honum, sem voru jafnokar hinna fínustu knipplinga sjala. Og þó Thyra væri tiltölulega ung er móðir hennar dó, hafði hún þó numið þessa iþrótt. En hvar og hjá hverjum gat hún fengið rólegf heimili þar sem hún gat setið og unnið verk sitt? Hún átti eftir dálítið af peningum en ekki nóga til þess að uppfylla allar þarfir sinar í tvö ár. Eitthvað varð hún að fara til að leita fyrir sér; og einhverskonar verk varð hún að gera; hún sagði því við sjálfa sig með angist og hjarta- slætti: »Hvert skal halda! Og hvað aðhafast?«. Vér megum samt ekki halda að i vandræði hennar hafi verið lítið spunnið. Því í slikum tilfell- um i daglega lifinu er miklu fremur verulegur sorg- arleikur fólgin, en í hardögum og hetjuverkum. Veslings stúlkan fann að hún var gersneidd allri mannlegri elskusenii og hjálp, og sú meðvitund gerði hana að enn þá meiri einslæðing, að hún fann með sjálfri sér, að hún sjálf og engin annar, var aðal skuldin í þvi. Hinum megin gráfar. Eftir Elizabeth Stuart Phelps. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) Faðir minn hafði verið burtu frá heimili sínu nokkuð lengi, hann ferðaðist eitthvað sem hann lét mig ekki vita um. Ég sjálf hafði ekki heimsótt jörðina góðann tíma; en hve langan get ég ekki gert mér i hugarlund. Mér er ekki mögulegt að skifta tímanum hérna eftir jarð- nesku tímabili, og get þvi ekki sagt um hve lengi ég h.afði dvalið á himneska landinu. Skyldu- verk min kölluðu mig í aðrar áttir og ég liafði verið mikið önnum kaíin. Faðir minn hafði stundum talað við mig um elskendur okkar niðri á jörðinni, og hann sagói mér jafnan að þeim liði öllum vel, en hann sagði mér ekkert ákveðjð um þá. Eg hafði tekið eftir að hann var umhyggjusamari en vanalega gagnvart lilla himneska heimilinu okkar, og aldrei hafði það litið fullkomnara út en nú, aldingarðurinn og græna grasflötin voru ljómandi. Öll hin smá- vægilegu þægindi, eða munir — sem ég nefni þannig — og í húsinu voru hagaði hann eins og honum féll bezt í geð. Víð töluðum mikið um þetta í frístundum okkar, og um það hvernig við ætlum að breyta til að bæta ýmsum smá- munum við. Eg gerði alt sem stóð í mínu valdi til að gera honum tíl geðs, en hjarta mitt sagði mér samt hve einmanalegt honum hlyti að flnn- ast, jafnvel þó eg væri hjá honum. Samt töl- uðum við minna um komu móður minnar en við vorum vön. Mér fanst að hann heíði tekið á móti aðskilnaði þeirra með þem undirgefnis- anda, sem fellur svo rikulega i hlutfall allra híminbúa. Og að hann væri ánægður, eins og sá, sem bíður og vonar. Eitt kvöld kom eg heim seint og var ein- sömul. Faðir minn hafði verið í burtu nokkra daga. Eg hafði dvalið um tíma hjá ýmsum vinum mínum, sem höfðu, eins og eg sjálf, haft mikla ánægju al' atburði einum sem varðaði al- menning. Það þurfti sem sé að fá sendiboða til að ílytja viss tíðindi til nafnfrægs stjörnu- fræðings, sem um þetta bil var önnum kafinn að rannsaka fjarlæga reikistjörnu. Þetta þótti mjög æskileg sendifór, og margir voru þeir sem sóttust eftir að fá þetta tækifæri til að ferðast sér til fróðleiks. Eftir nokkra ályldun var þessi sendiför veitt veru, sem nýlega var komin frá jörðinni, — konu, sem var dáin fyrir einum tveimur dögum. Eg undraði mig' mjög mikið yfir þessu, þar lil eg fékk að vita ástæðúna, og hún var sú, að þessi kona hafði verið mesti krossberi, sem hafði legið veik í rúminu í 40 ár. Mest af þeim tíma hafði hún ekki getað svo mikið sem litið út úr dyrunum. Loft himinsins hafði verið útilokað frá dimma herberginu hennar. í mörg ár hafði hún ekki getað tekið þált í samræðum sinna eigin vina nema við sjaldgæf tækifæri. Þrátt fyrir að hún var gædd mentaþyrstri sálu, gat hún ekki lesið eða þolað að heyra aðra lesa. Nistandi kvöl hafði þjáð hana um dagana. Svefn- leysi hafði svift hana hvíld og værð næturinnar. Hún var bláfátæk og þess vegna komin upp á annara hjálp og hluttöku. Hún var fluggáfuð og fagurlega sköpuð, með þrekmikið lunderni. Læknisíþróttin gat enga hjálp veitt henni, og henni var sagt að hún yrði að bera veik- indi sín til dauðans. Hún dó þegar hún var 7(5 ára gömul, þá mundi dauðinn íyrst eftir henni. Þessi kona hafði stundum verið spurð um trú sína á þeim leyndardómi, sem við kölluðum Guð. Mér var sagt að hún hefði einungis gefið þetta svar: »Þó hann deyði mig, skal jeg samt treysta honum«. »En efarðu þá aldrei?« var hún spurð. »Eg vil treysta honum«, var svar hennar. Spakmæli frægra manna. Besta ráðið til að hefna sín er það, að gjalda óvininum ekki líku líkt. (Markús Aurilius). Tunga hræsnarans gerir meira mein en hönd morðingjans. (Augústínus). Þeir af kaupendum Dvalar sem liafa bú- staðasldfti um krossmessuna eru vinsainlega beðnir að geta þess í söluturninum, sem annast um útburð blaðsins, eða þá lijá útgefanda. Laugaveg 3(5. Útgefandi: Torfhildnr I’oratoinsdóttir Holm. úrentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.