Dvöl - 01.12.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.12.1909, Blaðsíða 2
46 DV0L. sama stúlka, með leyndardómstullu þreki, en vel mátti skilja þetta: »Eg var komin í svefni tilmac Argall í nótt; og þegar eg leit yfir breiða dalinn, kom risavaxin hermaður fram úr skarðinu. Hann nam staðar á hæsta hamratindinum, og veifaði höndunum, til austurs, vesturs, norðurs og suðurs, og um leið og hann gerði það, hrópaði hannmeð svo voldugri raust að alt endurhljómaði: »Rán- fuglar! ránfuglar! Komið hingað!« og samstundis varð bæði himininn og jörðin myrk af hinum kolsvörtu vængjaskuggum þessara ránfugla. Þá heyrði eg hann kalla: »Múrdo, Maximus, höfðíngi Argalska kynflokksins? Og afi minn ansaði honum og var þó langar leiðir í burtu. Eftir það kallaði hann á Hrafn bróður minn, og marga aðra þar til að allur dalurinn fyltist afeinhverjum mannlegum skuggamyndum, og eg vissi að þetta voru dauðir menn, og að afi minn og Hrafn voru á meðal þeirra. Vi.ð munum bráðum heyra um voðalega orrustu, og þá jafnframt fá að vita, að alt er mist. Sara talaði með þvilíkri sannfæringu að lady Fraser reyndi ekki til að hafa á móti því sem hún sagði. Alt sem hún gat gert, var að reyna að hugga hana, en sú einasta huggun sem hún hefði getað veitt henni, var að lofa henni því, að lávarður Fraser skyldi biðja Hektori vægðar, en því gat hún ekki lofað henni. Lávarður Fraser hafði slranglega fyrirboðið bæði henni og öllum öðrum að minnast á riókkur þess kyns málefni við sig. Og í raun og veru var honum ekki hægt að haga sér óðruvísi; vinir hans og kunningjar sem voru svo mjög riðnic við upphlaupið voru svo margir að honum hefði nærri þvi verið ó- mögulegt að hjálpa þeim öllum. Þar voru líka ýmiskonar útlitsbreytingar, skapraunir og meðfram persónulegt ranglæti, sem hann vissi enga tölu á^ þar afleiðandi hafði hann stranglega bannað að koma með nokkura náðarbeiðni til sín. Söru var þetta ástand fnllkunnugt, svo hún kom ekki til að beiðast neinskonar náðar í því tilliti. Hún sagði, að hún hefði komið einungis til að létta augnablik af sér angistinni sem ætlaði að ríða sér að fullu. Lady Fraser var utan við sig af sorg hennar vegna, og sér hver jakobinsk kona sem hún þekti varð sömuleiðis að tæma gremju og ógæfu bikar sinn til dreggjanna. Alt sem hún gat gert fyrir Söru var að lofa henni að svala sér á tárunum hjá henni, og þann rauna- lélti veitti hún henni fúslega. Hún gladdi og hresti þessa einmunalegu stúlku, sem horfði með ótta og skelfingu fram á ókomna tímann, og eftir að hún var farin, ofur lítið hressari í huga, sneri Lady Fraser aftur til Dónalds til að segja honum frá þessu. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelps, Lauslega þýtt úr ensku. (Niðurl.). , Eftir að drottinn vor var farinn frá okkur, dddustum við eins og börn og gengum róleg, yfir um mörkina, og upp hæðina, og upp veginn, og heim. Eg leitaði að móður minni, hrærð, og faðm- aði hana, um leið og eg kraup á kné, svo huldi eg andlitið í kjöltu hennar. Hún fór höndum sín- um um hárið og kinnarnar á mér. »Hvað er að, María? — Kæra maría!« »Ó, móðir mín, himinn býr í hjarta minu um siðir!« »Segðu mér allt um það, elsku barnið mitt. Þei, þeil þarna þarna! elskan min!« »VesIings barn?...... Móðir! Hvað áttu við?« »Hvað getur hún meint? Eg sný mér við og horfi í augun á henni. Höfuð mitt lagði eg svo aftur i kjöltu hennar. Og hún strauk höndum um hárið á mér og kinnarnar. »Hvað gengur að þér, María? — elsku María!« »Æ, móðir mín, himininn býr nú í hjarta mínu um síðir!« »Segðu mér allt um það, veslings barn. Þei! þarna, þarna! elskan mín!« »Þitt veslings barn? Móðir! Hvað á þelta að þýða ?« Hún laut yfir mig og blessaði mig, hún reyndi að róa mig og koma mér til sjálfrar mín. Eg rak upp mikið hljóð, og varpaði mér í fangið á henni, og hafði grátekka. Pú ert betri barn«, sagði hún. »Vertu róleg. Þú ætlar að hafa það af að Iifa«. Hún sat framan á rúmslokknum hjá mér, þvinguð og þreytt, og laut niður að mér til að hugga mig. Náttlampinn logaði dapurt ágólfinu, bak við ..hurðina. Slóri rauði slóllinn stóð þar, og stóri hvíti ullarsloppurinn minn hékk yfir um aðia hliðarbríkina. í glugganum stóð blómið mitt »magenta geraníum« niðurhangandi og frostbitin. Resida er á borðinu, og angandi lyktin af henni fyllir andrúmsloftið. Á veggnum uppi yfir mér hanga krossinn, Kristur og myndin af föður minum. Læknirinn er inni í herberginu; eg heyri að hann segir að hann ætli nú að breyta um meðöl, og einhver, eg veit ekki hver, segir í hvíslingum að nú séu 30 klukkutimar liðnir síðan eg misti ráðið, sem eg sé nú að rakna við úr. Alica kemur inn, og Tómas, eg sé að hann er farin að styðja mig í staðin fyrir móður mína — elsku Tómas! — og hann spyr mig hvert eg þjáist mikig, og hvers vegna eg líti út fyrir að ver svo vonblekkt. Uli, þenna frostmorgun, eru verksmiðjuklukk- urnar að kalla vesalings stúlkurnar til starfa. Gluggahlerarnir eru í hálfa gátt, og eg sé gegnum rifuna, að vetrardagurinn er að renna upp yfir veröldina. Sagan Hinum megin grafar er nú búin, en rúmsins vegna verður stutt alhugasemd, sem eg ætlaði aö láta fylgja henni, aö bíða næsta blaðs. Útgef. Ýmsra orsaka vegna getur fylgl- Maðið ekki komið út fyrri en einhverntíma eftir liátíðirnar. Útgef. Útgefandi: Torfhildnr I'orsteinsdóttir Holin. Prentsmiðjan Gutenherg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.