Dvöl - 01.03.1910, Page 4

Dvöl - 01.03.1910, Page 4
12 DV0L. svaraði hún. »Eg saknaði þin meira en eg get lýst, og eg gat engan tekið i þinn stað. Eg heyrði ekkert um að þú kæmir aftur, og eg hugsaði um hve félagsJííið í Fife-bænum væri skemtilegt þang- að til eg fekk heimþrá. Eg hugsaði ekki um annað en komast þangað sem eg var áður«. »En eg þarf þín, Marín. Faðir minn getur komið heim á hverju augnabliki úr þessu, og eg hef komið með talsvert af dýrum og fallegum mun- um með mér; og hver skyldi geta hjálpað mér til að taka þá upp og raða þeim niður annar en þú? Vertu þvi hjá mér þangað til liann faðir minn kemur«. Það var ekki avo erfitt að yfirtala Marinu. Hana langaði til að sjá skrautgripi Thyru, og hún gat ekki neitað sér um að hreinsa til i liús- inu og setja alt í röð og reglu. Hún vissi líka að kvenfólkið sem var Thyru svo illviljað, mundi leggja alt i sölurnar til þess að sjá skrautið sem Tliyra kom með, og hún sá undir eins hvilíkt tækifæri sér byðist eins og vinur og hjálpari henn- ar til að hefna ýmsra smá mótgerða og til að liefja sig yfir þær. Með þetta fyrir augunum lof- aði hún Thyru að vera hjá henni, þangað til skip herra Varrick kæmi aftur. Veðmálið. Fært í letur af síra Jóni Sveinssyni. Þýtt úr »Varden<i-. (Framh.l. Hann lét einungis í Ijósi, að hann skyldi sjá svo um, að herfylkingshöfðingi de Butler, skyldi ekki svo auðveldlega gleyma þeim smávægilegu viðbrigðum sem hann hel'ði hugsað lionum, »þér sparið þó líf lians?« sagði einn af herforingjunum. »Já, liann skal bæði fá að halda lífi og limum, þar sem þér biðjið svo vel fyrir honum«, sagði hinn ungi herforingi, en eg lofa heldur ekki meiru. Hlaðvær gamanyrði, erlnis og stríðsyrði gengu nú stundarkorn á víxl millum þessara glaðværu fé- lagsbræðra, svo skildu þeir og hver fór heim til sín. Eftir nokkra daga fór fylkisforingi de Butler að finna til lítilsháttar taugaveiklunar, af því að eftir 14 daga átti að prófa hugrekki hans, — fá það til að reika. — Hvað skyldi þó þessi ungi maður ætla sér«, hugsaði hann, og fór smátt og smátt að líða hálf illa af þessum hugarhræringum. Þannig leið hver dagurinn af öðrum. Þrettán dag- ar voru nú liðnir, án þess að neitt hefði borið við! Seinasta daginn mætti fylkisforinginn unga herfor- ingjanum á götunni, gekk til hans og spurði, hvort hann væri búinn að gleyma veðmálinu. »Enganvegin, herra fylkisforingi«, sagði hann, »það kemur, það kemur...............en eg vara yður við því fyrirfram, að það verður skelfilegt, já, óttalegt. Þér hafið sagt okkur að þér hræddust engan skapaðan hlut i heimi þesssum — af þeirri sátæðu hef eg neyðst til að snúa mér til hins heimsins um hjálp. Og eg hefi nú þegar fengið þaðan loforð um hjálp! Takið þér eftir þessn, herra fylkisforingi: Eg fæ lijálp frá öðrum heimi! . , . . Eg kem því ekki einsamall, og þér fáið hér með að vita, hverskonar fylginautum eg hefi yfir að ráða. Þér herra fylkisforingi eruð vanir að berjast við hold og blóð — en í þessu tilfelli verða það alt aðrir kraftar, sem þér lieyjið einvígi við. Engin jarðnesk vopn bíta á þá. Þér megið skjóta á þá; það meiðir þá ekki, þess vegna, vin- ur minn, sjáið þér, að þér liafið ástæðu til að at- huga málefnið alvarlega . . . .«. Nú gat fylkisforingi Butler ekki setið lengur á sér. Hann hló og sagði: »Yður dettur þó sjálfsagt ekki í hug að fara að hræða mig með loddarasjónhverfingum? Þá er eg hræddur um að þér fáið ekki mikla skemtun af því umstangi sem þér ætlið að gera yður«. »Það einasta sem eg óttast«, sagði undirfor- inginn alvörugefinn, »er það, að þér verðið alt of hræddur«. Fylkisforinginn hrosti að þessu og sagði: »Þér eruð svo ungir að eg verð að virða yð- ur æskubrekin til vorkunnar , . . . annars skal eg ráðleggja yður að panta sem fyrst kampavínið sem á að hafa í litlu gleðiveizluna okkar; af því að yður er engin vorkunn að vita að veizlukostn- aðinn verðið þér að borga«. — »Eg ætla samt að draga dálítið lengur að panta kampavínið«, sagði ungi herforinginn. Eftir þetta skildu þeir i mesta bróðerni. En þegar fylkisforinginn var kominn heim til sín, fór hann að hugsa um það sem þessi ungi vinur hans hafði sagt honum. Honum fanst að hann verða aftur taugaveikur og sér líða illa, þeg- ar hann fór að hugsa um, að þessi nngi vinur sinn gæti hvenær sem væri þotið að sér með glens sitt, þar eð hann liins vegar gat ekki gert sér i hugarlund í hverju þessi skrípalæti mundu vera fólgin, vissi hann ekki heldur, livernig liann gæti bezt varið sig fyrir þeim. Honum var þessvegna næst skapi að fara að iðrast eftir þetta óþarfa veðmál — en nú var það orðið of seint. Um kvöldið þegar hann liáttaði, lagði hann marg- lileypu á borðið lijá sér. Það var ágætt vopn, hlaðið með sex kúlum. Hann var jafnan vanur að láta hana liggja á borðinu við rúmið sitt á hverri nóttu. Um kvöldið skoðaði hann vandlega marg- hleypuna, og sá að allar sex kúlurnar voru á sin- um réttu stöðum; þegar hann var búin að fullvissa sig um þetfa, gat hann ekki annað en brosað að sinni óvanalegu varúðarsemi. Af því að i raun og veru var engin ástæða til að vera svona varkár. Svo drakk hann glas af vatni, eins og hann var vanur, fór að því búnu að liátta og sofnaði vært. Útgefandi: Torfhildnr I’orstcinsdóttir Ilolm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.