Dvöl - 01.10.1911, Page 3
D V 0 L.
39
hinar rósrauðu varir dóttur sinnar. Pétur bar
nú fram fyrir þá kaífi, og allt er hann hafði til,
bæði brauð og fisk og smjör. Settust þeir svo
allir að mat. Gústa litla sat á knjám föður síns
var auðséð að honum var ekki tamt að mata
hana, þvi honum fórst það lieldur óhöndulega.
Pétur sá það, og hauðst að taka við barninu.
Faðir þess brosti, er Gústa fór að beyja af, og
vildi ekki fara til Péturs. Þegar þeir höfðu mat-
ast, bjó Pétur þeim rúm, skildi feðginin hvíla í
rekkju hans, en hann og húskarlinn bjuggust
fyrir á gólfinu. Um síðir var allt kyrt og hljótt
i húsinu, en úti hvein stormurinn og brimið
skall og dundi þungan við hamrana. Gústa litla
svaf vært og hafði stungið höfðinu undir vanga
föðursins, en ekki kom honum dúr á auga, þó
hann væri þreyttur eftir sjávarvolkið daginn fyrir.
Undir morgun gat hann fyrst blundað stundar-
korn. Pétur var á fótum þegar í afturelding,
gekk hljóðlega um húsið, svo gestir hans skildu
ekki vakna, og setti hvern hlut á sinn stað.
»Lof sé guði«, sagði hann, »að eg gat tekið
móti þessum sjóhröktu mönnum og léð þeim
húsaskjól. Mikið var að þeir skyldu komast af,
og það á litlum báti, í veðrinu sem var í gær.
Pað er hræðilegt að hugsa til þess, ef blessað
barnið og faðir þess hefði týnt lífi sínu á boð-
unum hérna á milli skerjanna. Nei, það er á-
þreyfanlegt, að þeirra er allra gætt, sem guð
gætir. (Framh).
Mílly og ræninginn
Ejiir F. McElratli.
(Niðurlag).
Herra Coan Iofaði mjög Milly fyrir hugrekki,
og ráðgerði að bregða sér til Briton Hæðar, sem
enskur maður að nafni Gore átti, vegalengdin
var um tvær mílur, og fá sér þar annan mann
til að hjálpa sér til að handsama ræningjann,
og fara með hann til borgarinnar. Hann var
talsverl upp með sér af því að ræninginn hafði
náðst í hans húsi. Svo undir eins og búið var
að kveikja eldinn fór hann í för þessa, og eftir
tiltölulega stuttan tima, kom hann aftur með
Gore sjálfann.
Frú Coan sagði honum að ræninginn hefði
einlægt verið að berja upp í kjallarahlerann siðan
að hann hefði farið. »Eg býst við«, sagði liún,
»að garmurinn vilji komast út«.
»Pað undrar mig ekkert«, sagði herra Gore,
»því það hlýtur að vera óvistlegt þarna niðri«.
Þær voru nú búnar að búa til morgunmatinn,
og hann stóð heitur á borðinu, inn í dag-
stofunni.
»Veslings ræninginn hlýtur að vera glor
hungraður«, sagði frú Coan, »ef hann hefur ekki
etið upp skorpusteikurnar minar, getið þér ekki
hleyft honum upp svo hann geti fengið sér heitan
mat?« »Nei, eg matast ekki með ræningjum«,
sagði herra Coan ákveðið.
»Við skulum gera eins og konan yðar vill,
því hún er svo góðgjörn«, sagði herra Gore. »Nú,
ef þér óskið eftir því«, sagði herra Coan gremju-
lega, »þó það hafi ekki verið venja mín hingað
til, að sitja að máltiðum með óbótamönnum.
Eg sá áðan ókunnugann hest niðri við hesthúsið,
það er sennilegt að hann hafi stolið honum líka«.
»Hann frelsaði samt líf barnsins«, sagði Milly,
sem sat með 'barnið við eldinn.
»Jæa þá, fyrst þið viljið það öll«, sagði herra
Coan. Hann greip skainmbyssuna og stóð með
hana spenta bak við kjallarahlemminn til þess
að vera reiðubúinn að skjóta hann, ef hann
réðist á þá. Herra Gore lauk kjallaranum upp
og kallaði »Halló! hver er þar?«
»Góðann daginn«, sagði einhver glaðlega.
Herra Gore leit niður í kjallarann og bað fýrir
sér um leið. En það var ekki venja lians að
brúka æðruorð. En í þetla sinn gekk yfir hann.
Maðurinn gekk upp stigann, og herra Gore
rétti honum hendina er hann var kominn upp.
»Hvað í veröldinni hefur komið þér til að dvelja
þarna niðri Melton?« spurði hann hlæjandi. »Pað
er einmitt hið sama og eg ætlaði að spyrja þig
um«, sagði herra Melton ámátlegur.
Hann leit yfir herbergið og sá konurnar þar.
Frú Coan og Milly voru í þann veginn að læðast
út úr stofunni, og blíndu undrandi hvor framan
í aðra á eldhússgólfinu. og Jim var að reyna að
fela marghleypuna undir blaðahrúgu er var þar.
Það leit helst út fyrir að herrá Melton skildi
ekkert í hvernig í þessu lá, því hann liefði komist
í þessa gildru, svo herra Gore sagði lionum hvernig
á þessu stæði. Melton sagði honum aftur á
móti að sér hefði misheppnast. sökum óveðurs-
ins, að mæta Coans hjónunum eins og um hefði
verið talað, og hann hefði með mestu herkju
komist að þessu húsi um nóttina. Hann sagðist
hafa he)7rt margt og mikið um gestrisnina í hér-
aði þessu, en það sem sér hafði mætt þar gengi
langt yfir allt sem sér hefði dottið í liug.
Herra Gore leiddi hann þá inn í annað her-
hergi til að borða morgunverð, og eftir talsverða
fyrirhöfn, vann hann þau hjónin til að koma inn
til hans, því þau voru ekki skuld í meðferðinni
á honum, þvi það var hann sem þau ætluðu
með mesta heiðri að mæta. Milly vildi ekki
fara inn og sagðist deyja af skömm ef hann sæi
sig. Herra Gore sagði þá: »Herra Melton, er
hinn elskulegasti maður sem til er, og eg full-
vissa yður nm, að hann mun brátt snúa þessu
upp í gamansögu og hlæja svo að öllu saman.
Hann sagðist hafa etið mestan hlutann af skorpu-
steikunum og sælgætinu niðri í kjallaranum svo
sér hefði ekki liðið svo illa. Svo þér skuluð
koma óhræddar inn«. Hann sótli barnið, og
Milly kom á eftir honum ákaílega smeik og rolu-
leg, og tók í hendina á fanganum sinum. Ef
herra Melton hefði ekki verið það sem Gore
sagði að hann væri, hinn best innrælti maður,
sem unt væri að hugsa sér, þá hefði fraministaða
Coans-fjölskyldunnar litið illa út i augum hans,
en hann sá hið hlægilega við æfintýrið, til allrar
hamingju, þegar þau höfðu sagt honum allar