Dvöl - 01.03.1914, Qupperneq 1
Blaðið kostar hérá landi
i kr. 25 au., erlendis 2
kr. Helmingur borgist fyr-
ir I. júlí, en hitt við ára-
mót.
D V Ö L.
Uppsögn skrifleg og
bundin við 1. okt. en ó-
gild nema kaupandi sé
skuldlaus við blaðið. Af-
greiðslan er í Ingólfsstr. 18.
14. ÁR.
REYKJAVÍK, MARZ 1914.
NR. 3.
Félagsskapur (Association).
Aframhald af greminni „Kraftur viljans"
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.) -----
Rilhöfundurinn þekkist af ritverkum sínum,
móðirin af dætrum sínum, heimskinginn af orðum
sínum og allir menn af félögum sínum.
Það er mikils vert að búa með dyggðugum
persónum, og mjög gagnlegt til að mynda gott
innræti. Vald eftirdæmisins er öflugt; ver erum ■
eftirbreytnisnæmar skepnur að eðlinu til, og við
ýmisleg áhrif myndast mjög mikið skapferli vort
og vani, og kemst í líkt form og þeirra, sem vér
búum með og höfum náin viðskifti við. Það er
betra að vera einsamall en í vondum félagssknp,
því illur umgangur skemmir góða siði. Illir egin-
leikar eru jafn afsýkjandi og sjúkdómar; því sálin
er að minsta kosti eins mikið, ef ekki miklu fremur,
mótlækileg fyrir saurgun, en líkaminn; ef þú hefir
samneyti við auðvirðilegt fólk, þá muntu álíta lifið
auðvirðilegt. Kynflokkur mannanna þarf að fá
uppeldi, og það er ómótinælanlegur sannleiki, að
meiri hlutin af því uppeldi, er miklu fremur fengin
við etlirdæini en siðferðisreglur. Þetta er sérstak-
lega satt hvað áhrærir lyndiseinkunnir og vana.
Hve eðlilegt er barninu, að taka eflir athæfi þeirra
eldri sem eru í kringum það, til þess að herma
eftir, og hve fljólt tekur það ekki alt eftir sem það
sér gert, gott eða ilt?
Þess vegna er golt eftirdæmi svo bráð nauð-
sýnlegt, svo hinir ungu geti æft þessa sístarfandi
og sterku eðlishvöt á því. Fyrir heilsufræðinginn
er sérhver fengin hæfilegleiki mikilvægur, já, jafn-
vel ómetanlegur, og er samt ef til vill engu nauð-
sýnlegri en góð eftirbreytnisfyrirmynd. Það er
hversdaglegt en satt spakmæli, að maðurinn þekkist
bezt af félögum sínum. Hann leiðist eðlilega af
valdi eftirdæmisins, af vana og siðvenjum þeirra
fiem eru i kring um hann. Vér þekkjum menn
og konur sem hafa mest megnis haft mök við
halta og mátlvana menn, sem liklega hafa ósjálf-
rátt lært að ganga líkt og höltu vinirnir þeirra gera.
Glæpirnir stikla sig fram ósneyftir á götunum, og
þörnin taka þá eftir. Takið eftir drenghnokkunum,
sex og sjö ára gömlum, hversu þeir reyna að apa
heimskupör þeirra eldri, með því að reykja vind-
Jingsstubba, sem þeir hafa flevgt. Á sínum tima,
þegar efni þeirra og kraftar leyfa, munu þeir gera
slíkt liið sama og hinir eldri uppá egin hönd, og
verða að lokum fullnuma slæpingar. Þessi hvöt
er vanalega meira starfandi í æskunni en á full-
.orðinsárunum, og kemur hinum yngri til að að-
hafast það sem þeir eldri gera, áður en skilnings-
gáfa þeirra er svo fyllilega þroskuð að hún geiur
veitt þeim þrek til að útgrunda rétta stefnu.
Þannig, með því að taka alt upp eftir öðrum,
aðhafast börnin og unglingarnir það sem þeim er
hentugt, rétt eða rangt, án þess að vita hvers vegua
þau gera það, og án þess að hafa neina hugmynd
um ástæðurnar og afleiðingarnar sem felast i at-
höfnum þeirra.
Gömul ijöð.
Líf sþrá.
Ljúfust þrá, er lífið á,
Ijósra drauma bliðust móðir,
aflið stælta er þér frá,
áfram sem knýr heimsins þjóðir,
huldar til að halda brautir,
hættum verjast, sigra þrautir.
Dýra þrá í dularhjúp,
dáin blóm þú lífgað getur,
andans lýsir innsta djúp,
er þar ríkir dimmur vetur.
Lífsþrá vermir lííið snauða.
Lífsþrá hæðir sjálfan dauða.
Ástþrá.
Unga, bjarta elskuþrá,
ekkert má þér fegra skína.
Voldug hjartans vonin há
vængi fékk þér gullna sina.
Psyche og Eros sólu móti
svífa heims úr ölduróti.
Vítt sem haf er veldi þitt,
vorsins raust þinn hljómur blíði.
Aldan gaf þér aflið sitt
afarþung á dimmum viði,
Afrodite, yndið væna,
undir myrtusviðnum græna.
Jarþrúður Jónsdóttir.
Nýjar bækur.
Sögur frá Skaftáreldi II.
S i g u r 1 i f s i n s.
Jón Trausti hefir með þessu siðava riti lokið
þessu mikla og fróðlega verki, sem allir er heyrt
hafa um þau undur sem dundu yfir land og þjóð,
— og hver skyldi ekki hafa heyrt það? — ættu
að kosta kapps um að eignast, með því að þar er
svo vel og greinilega skýrt frá hrottaleik náttúru-