Dvöl - 01.03.1914, Page 2
IO
D V 0 L.
aflanna, staðháttum manna og afdrifum, og hversu
rætttist úr því. Um sögupersónurnar sumar eru
að líkindum skiftar meiningar, því svo vill jafnan
verða um flest skáldrit, að sitt sýnist hverjum.
Það eru víst tiltölulega sárfáir rithöfundar sem
hafa borið gæfu, eða hvað sem annars má kalla
það, til að gera svo öllum líki.
Nánum ættingjum séra Jóns Steingrímssonar,
sem nokkuð eru kunnugir æfi hans, gegnum for-
eldra og nána ættmenn, fellur ekki alskostar vel
í geð hið síðasta ástaræfintýri hans og ungu stúlk-
unnar, sem engin þeirra hafði áður heyrt getið
um, en sé þess ininnst í seinni parti æfisögu hans,
hafði höfundurinn fult Ieyfi til að nota það, og
jafnvel þó svo hefði ekki verið, mega skáldin fara
sinna ferða i því tilliti. En það atriði varpar
skugga á minningu hins æruverðuga öldungs.
Þrátt fyrir þetta, þá hafi Jón Trausti þökk
fyrir verkið í heild sinni.
Jón Sveinsson: Nonni.
Nýja skáldsögu á þýsku hefir séra Jón Sveins-
son landi vor samið sem heitir »Nonni«. Hún er
að sumu leyti frá æskuárum hans sjálfs. Og er
þeim, sem nema þýsku, og það eru margir, sér-
staklega á meðal yngri kynslóðarinnar, einkar
hentugt að lesa hana, bæði til að æfa sig í því
tungumáli, og svo er bókin skemtileg og vel samin,
og andar alstaðar, þar sem því verður við komið,
hlýjublæ á fósturjörð vora, eins og hin fyrri rit-
verk höfundarins.
Gula slaufan.
Saga frá Nýju Jórvík eftir Amaliu E. Barr.
Lauslega pýtt úr ensku.
(Framh.)
»Eruð þér þetta, herra Semple?« hrópaði
iiann, »þér komið á mjög hentugum tíma. Eg
er á leiðinni til franska-táern veitingahússins til
að fá mér góðan mat og svo ílösku Madeira, og
mér þætti góður félagsskapur í þvi að fá yður
með mér«. Alvörugefni, ungi lögmaðurinn, sem
var með fullar hendurnar af skjölum, leit ekki
út fyrir að hirða um félagsskap, og neitaði
honum því undir eins kurteislega: »Eg hefi
mál að færa i Aðmíralty-dómsalnum, herra minn.
Svo ræð eg ekki sjálfur yfir tíma mínum; yfir
honum ræður maður sá sem hefir borgað mér
vel fyrir hann«.
»Eruð þér lögmaður Sample? Eg er Cohen,
yðar auðmjúkur þénari, herra. Yfirforingi Hyde
skuldar mér hundrað ginníur með vöxtum síðan
hinn 15. desember síðastliðinn. Hann vill ekki
hlusta á mig þegar eg segi við hann: »Borgið
þér mér peningana mina«. Máske hann fái betri
heyrn ef þér talið við hann«. — »Ef þér hafið í
hyggju að leita ráða til mín, herra Cohen, þá
vitið þér hvar skrifstofan mín er, en ef þér ætlið
að finna mig í vináttu skyni, þá skal eg strax
fræða yður um það, að eg nefni aldrei vinskap
og peninga undir eins. Yerið þið sælir, herrar
minir«. — Cohen hneigði honum djúpt, en Hyde
blíndi með fyrirlitningn á manninn, sem hafði
vogað sér að ónáða einn af konunglegu yfir-
mönnunum með skuldakröfu úti á miðri götu,
og sem var þar að auki gyðingur. — »Eg ætla
mér ekki að krefja yður um meira, herra her-
foringi«, sagði Cohen og lagði um leið aðra hönd-
ina á handlegg skuldunauts síns. Hyde sneri sér
bálreiður við og hristi höndina af sér með bölvi
og ragni. Að því búnu yfirgaf gyðingurinn hann,
og það var hvorki reiði né óþolinmæði að sjá í
andlili hans eða hreyfingum. Hann skaut ósjálf-
rátt klögunar augnatilliti til ráðhallarinnar — ef
til vill hefir hann búist við að réttvísin ætti
heima innan hennar veggja, — svo gekk hann
ofurstillilega heim til búðar sinnar og heimilis.
Hvorttveggja var undir sama þaki í lægri hluta
Perlustrætis, óhrein og óálitleg bygging að utan,
en innan í henni voru margir fagrir og kostbærir
munir, — ílæmsk málverk og málmskraut, ven-
esísk glös, dýrindis flos, spánskt gullleður, silfur-
skraut, sigurverk og gimsteinar, og margt fleira.
Glugginn í stærra herberginu, þar sem mörgu af
þessu var hrúgað saman, var dimmur og skugga-
legur af skúmi. Mununum var alls ekkert raðað,
sumir af þeim voru lagðir niður i kassa og ein-
staka hengdir upp á veggina. Bak við búðina
var lítil dagstofa, og bak við hana aftur eldhúsið,
bygt úr borðviði í ferhyrning. Þröngur stigi
framan við búðina lá til herbergjanna sem uppi
yfir voru. Þau voru þrjú að tölu. Eitt var eins
konar timburgeymsluklefi; annað var svefnher-
bergi Cohens; og hið stærsta, sem var bak við
hin, var handa Mariam sonardóttur Cohens. Þar
var ein vinnukona, sem hafði komið til Ameríku
með houum; hún talaði lítið ensku og átti nærri
því eingöngu heima í eldhúsinu og aldingarðin-
um. En Jakob Cohen hélt austurlenskum hátt-
um gagnvart kvenfólkinu í húsinu, hann nefndi
þær aldrei á nafn og lét aldrei sjá sig á meðal
þeirra; þá sjaldan að þær fóru út, var það
snemma á morgnana, og vanalega gengu þær í
litla gyðingamusterið i Mill-götunni. — Jakob
Cohen náði sér skjótt eftir hinn leiðinlega fund
þeirra Hyde. »Vitur maður möglar ekki yfir
heimskupörum heimskingjanna«, sagði hann, og
þegar hann hafði nægilega oft haft upp fyrir sér
þetta spakmæli, gekk hann heim rólegur eins og
ekkert hetði í skorist. Þegar hann kom heim,
voru 3 herrar komnir til að skoða vörurnar hans.
Þeir voru ráðherra Clinton og tveir vinir hans,
Colden og Belcher.
Clinton sagði: »Þér hafið hér, herra Cohen,
marga fagra og fáséna muni; sérstaklega er þessi
hollenski skápur með hinu mikla látúnsskrauti
ofan á sér fallegur. Sendið þér hann heim til
mín og sömuleiðis þenna venesíska spegil með
silfurumgerðinni; hann á svo vel við silfurstjak-
ana, sem þér selduð mér í vetur um nýárið. Eg
er enginn skrautmunadómari, en eg held samt
að þessir munir séu kostulegir. Gerið þér nú
svo vel, herra, að sýna okkur mórlenska leður-