Dvöl - 01.03.1914, Side 4

Dvöl - 01.03.1914, Side 4
12 D V 0 L. Eg sé full vel að það liggur illa á föður mínum, og móðir min segir hvorki já eða nei um ráða- liaginn«. »Semple er góður starfsmaður, þeir eru líka bæði rikir og siðferðisgóðir og trúmenn miklir«, athugaði Batavius. »Vertu ánægð með þann ráðahag, Jóhanna. Margra íleyri vegir en okkar geta legið til farsaldar. En nú slculum við fara að tala um okkar egin málefnk. Rétt i þessari andrá snéri Katrin sér við, tii að gæta að hvort hún væri vögtuð. Nei, ekki í þetta sinn, þau Balavíus og Jóhanna voru horfin frá glugganum, og slundarkorn gætti engin að henni. Hún hljóp því sem fætur toguðu niður eflir garðinum, ldauf liljubeðin sundur, og staðnæmd- ist móð og litverp niðri á árbakkanum. Hún heyrði áraglam fyrir neðan sig á ánni, og það fór algerlega eins og hún hafði gert ráð fyrir í huganum. Hinn fagri skemtibátur yfirforingja Hyde nálgaðist, og eftir fáein áratog nam liann staðar við bryggjuna. Eftir fáein augnablik var Hyde kominn til hennar, og vafði hana upp að sér. Og þó hún breyddi litlu hendurnar sínar fyrir hið litvarpa andlit sitt, kysti hann hana heitt og innilega og sagði: »Ástin mín, töfra- gyðjan mín! Hvað þú hefir lengi haldið mér frá að finna þig! Sem eg lifi, hefi eg verið alveg utan við mig. Lofið mér nú að sjá fallega, elsku- lega andlitið á yður«. Hann tók það á milli handanna og kysti það aftur og aftur — kysti rósrauðu brosandi varirnar' og sór við hvern koss, að hún væri sú aðdáanlegasta stúlka, sem hann hefði þekt, og sór við sína hermannsæru, að hann skyldi giftast henni eða deyja ógiftur ella. Og hver getnr ásakað unga stúlku fyrir að hlusta á þetta og trúa þvi, þegar trúgirnin og heyrnin færðu henni hina fullkomnustu ham- ingju? Ekki skyldu þær stúlkur gera það, sem skjálfa af gleði og ástaþrá þétt við brjóst elsk- huga síns. Verði þær gráhærðar, hljóta þær samt við grafarbarminn að muna þessi gleðilegu augnablik — litlu grasflötina, notalega herbergið og vaggandi bátinn, sem hlekkjað er við endur- minninguna. En séu þær ungar og elskulegar og finnist að tilhugalifið sé á svo harðri rás, að þær hugsa sem svo: »Þetta skeði í gær, eða það var í síðustu viku«, þá geta þær enn þá betur skilið freistinguna, sem Katrínu var ætlað að yfirvinna. Og enn þá var ekkert afráðið með þau Níels Sample, eða nein önnur ráðstöfun fyrir framtíð hennar. Ióris hafði að sönnu ásett sér á hverjum degi, að segja henni um þenna fyrirhugaða ráðahag, en það hafði einlægt farist fyrir. Smávegis. Hamingjusöm hjón mundu vera langt um fleiri en eru ef menn höguðu sér hyggilegar. Ef báðir partar væru jafnt aðlaðandi gagnvart hvert öðru eins og þau voru í tilhugalífinu. Ef þau vildu þá skoða hvert annað sem manneskjur en ekki sem engla. Ef bæði vildu liugsa um það, að þau hafa bæði samþykt að fylgjast að bæði í gleði og sorg. Ef hvort um sig vildi segja, er þeim ber eitthvað á milli, »það er mér að kenna«, í staðinn fyrir að segja, »þelta er þér að kenna« o. s. frv. Ekkert er ómögulegt — það er að segja af þvi, sem ekki cr fyrir utan möguleikans takmörk. Sá sem hefir sett sér eitthvert ákvarðað takmark, mun jafnaðarlega ná því, jafnvel hversu ómögu- íegt sem öðrum kann að sýnast það. En til þess þarf iðni, staðfestu, trú og huggun, og um fram alt staðfastan vilja. En sá sem hvorki vill eða getur náð þessum hæfileikum á vald sitt, fyrir þann hinn sama verður jafnvel liið lílilfjörieg- asta, það, sem er það allra auðveldasta, ómögu- íegt. Og hversu margir sóa ekki sinum miklu möguleikum — æsku sinni, ungdómi og kröftum — lætur þá hverfa án þess að halda þeim föst- um, án þess að beita' viljakrafti sínum að settu takmarki. • Hvernig blómin haldast óskemd. Áður en blómstrin eru fyrst sett ofan í vatn, verður að klippa ofurlítið af leggjunum. því sé það ekki gert, þá getur skeð að allra neðstu legg- irnir séu þurrir og geti ekki sogið vatnið að sér. Ef nýtínd blómstur visna meðan maður heldur á þeim (það ætti aldrei að halda á þeim í heitri hendinni, en innan i bréfi, eða seglgarnsspolta sé vafið um þau) svo á að setja þau í volgt vatn. Svo getur maður blátt áfram séð, hversu þau vakna aftur i því til nýs lifs, hversu þau liefja sín litlu blómsturhöfuð upp. Þar næst má maður ekki troða alt of mörg- um blómum í vasann. Þar að auki !íta of fullir blómavasar ekki vel út, jafnframt er vatnið þá ekki nægilegt fyrir svo mörg þyrst blómstur. • Það er vel fyrirgefanlegur hégómaskapur hjá kvenþjóðinni, þó hún geri alt, sem stendur í hennar valdi til að viðhalda fögrum hörundslit og skinnmýkindum og liðugheitum, sem er ein- kenni æskunnar. Til þess þénar að skemma ekki skinnið með sterkri sápu og þesskonar og vernda það fyrir áhrifum ýmiskonar loftslags, eins og miklum kulda eða steikjandi sólarhita. Eitt auðfengið meðal er nýmjólk eða enn þá betra áfir, sem maður á á kvöldin að væta and- litið litið eitt með, þannig, að skinnið dragi hana inn í sig. Sömuleiðis má hafa til þess glycerin, blandað með citronvökva. • Lakkeruð húsgögn fá sinn upprunalega glans með því að bera á þau línoliu, svo er borið á þau smáttmulið stífelsi, og eftir þetta eru þau þerruð með mjúkri rýu. Kv. og Hj. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Hoim. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.