Dvöl - 01.09.1914, Side 3

Dvöl - 01.09.1914, Side 3
D V 0 L . 35 hneigði sig aðeins aftur, og skrajjp að því búnu út um dyrnar og inn i mannfjöldann sem var á götunni. Cohen breiddi hreint lín á höfuð sitt og handlegg, horfði i austur og mælti fyrir munni sér bæn sem kölluð er »Áhlaup«. Miri- am var kyr á meðan hann baðst fyrir, en þegar hann hafði aftur sezt í sæti sitt spurði hún: »Hvaða morð stendur til, afi minn?« »t*að er elhvígi á millum yfirherforingja Hyde og ann- ars manns; það á að minsta kosti að kallast morð«. »En hver er hinn maðurinn?« »Það er ungi maðurinn hann Níels Semple«. »Það er hörmulegt. Hann er mjög kurteis; eg hefi heyrt þig segja það og tala vel um hann«. »Ó, Miriam, hvílíka synd og sorg leiða stúlk- urnar yfir þá, sem elska þær! Nú eru tvö ung líf í veði fyrir eitt hros af stúlku — hún er enn þá mjög ung«. »Þekki eg hana, afi?« »Hún gengur oft hér fram hjá. Hún er dóttir Van Heemskirk, — þessi litla ljóshærða, — barnið«. »0, o, nú er eg miklu angraðri! Hún hefir ofl bi'osað framan i mig, og við höfum jafnvel tal- að saman. Gamli góði maðurinn hann faðir hennar mun deyja af sorg, og hann bróðir henn- ar var æfinlega eins og varðhundur við hliðina á henni«. »En jafnvel sjálfir englarnir geta ekki vaktað stúlkurnar fyrir elskhugum sínum, veri þeir góðir eða vondir, hún mun varpa því lielg- asta aítur fyrir sig og staðnæmast á barmi glöt- unarinnar. Miriam, ef þú skyldir véla mig — eins og hún móðir þín gerði — ísraels guð gefi að eg verði aldrei fyrir því«. »Eg vil heldur deyja, afi minn, en að svikja þig«, svaraði hún. »Sá almáttugi heyrir til þín, Miriam, við skulum láta hann standa í millum okkar«. Þá settist Cohen niður með stafinn sinn og huldi andlitið i höndum sér hugsandi og máske biðjandi líka; þessi alvarlega stund leið þegjandi fram hjá. Meðan þessu fór lram ásetti Miriam sér, þó liún væri fyrst lirædd við það, því eftir því sem hún hugsaði meira um það, varð það réttmæt- ara og löglegra í huga hennar, að ljósla þessu upp. Pví hún var viss um, að afi sinn mundi ekki blanda sér inn i málefnið, og ef til vildi hefði hann lofað Hyde að þegja yfir þvi. En hún hafði engri þögn heitið og ekki fengið neitt tækifæri til þess. Ef hún gæti sagt eitt einasla orð þessu við- víkjandi, annaðhvort við Van Heemskirk eða Elder Semple áleit hún það nægilegt. »Á eg ekki að gera það?« spurði hún sjálfa sig og hjarta hennar svaraði »jú«. Cohen stóð þá alt í einu upp, setti upp húfuna sína og sagði: »Eg ætla að bregða mér til hans frænda míns, Jóns Co- hens, um sólsetrið, og einum klukkutíma eftir sólsetrið kem eg aftur«. Strax og hann varfar- inn skrifaði Miriam Van Heemskirk þessi orð: »Góði herra! Þetta gildir dauða eða líf. Iíomið þess vegna undir eins og eg skal láta yð- ur vita, hvað um er að vera. Miriam Cohen«. Með miðann í höndunum stóð hún fyrir innan dyrnar, og beið eftir að sjá einhvern, sem hún gat trúað fyrir honum. Þenna dag hafði Ióris farið heim fyrri en hann var vanur, svo Bram var einn eftir í búðinni. En það var venjuleg skylda hans, þegar svona stóð á, að opna og lesa pöntunarbréf þau sem komu og hann hugsaði að þessi miði hljóðaði upp á hveiti- mjölskassa eða eitthvað annað heimilisþörfum viðvíkjandi. En innihald hans var svo óvana- legt og óvænt að hann var stundarkorn að skilja meininguna; þá fór hann að halda að þetta væri einhverskonar hagsmunabrella. Hann kall- aði á keyrslumanninn sem færði honum nótuna og hann sagði honum, að dótturdóttur gamla Gyðingsins hefði sjálf fengið sér hana. Þegar hann heyrði þetta, fór hann sjálfur fyrir hönd föðursins til að vita hvað þetta ætti að þýða. Miriam beið fyrir innan dyrnar, og án þess að hlusta á hvað Bram sagði gaf hún honum allar þær upplýsingar sem hún gat. Bram var bæði seinn á sér að skilja þelta og seinn að svara því. Hann stóð og glápti á fögru alvöru- gefnu stúlkuna og liann fann og skildi alvöruna og óttann sem lágu í orðum hennar, en í fyrstu gat hann engu svarað, eða ráðið fram úr því, hvað hann átti að gera. »Hví tefjið þér?« sagði Miriam í bænarróm. »Þetta voðalega einvígi byrjar þegar sólin er gengin undir, skal eg segja yður, og það er komið fast að þvi. Ó, sleppið þér öllu þakklæti! — Tefjið ekki! Flýtið þér yður, undireins!« Bram hlýddi þessu eins og maður sem gengur i leiðslu; en áður en hann komst að búð Semples, sem var í þann veginn að loka henni, var hann búinn að átta sig á ástandinu. Bram lagði aðra hendina á öxlina á honum og sagði: »Elder, þér megið engan tíma missa! Eftir sólarlagið ætlar Níels og hinn enski yfirherforingi að há einvígi!« »Ó—ó, og hvar? og hver sagði yður jiað?« »Á Kalchhook hæðinni. Biðið þér ekki til að spyrja frekar!« »Farið þér þá, Bram, eftir honum föður yðar. Hlaupið þér, drengur! Fáið þér létta vagninn hans Van Gausbeecks um leið og þér farið, og biðjið þér hana móður yðar um strádínu. Sland- ið þér ekki svona til að glápa á mig! Eg ætla að taka tvo af heimamönnum mínum og vagn- inn minn, og fara þangað undir eins. Guð hjálpi mér! Guð varðveiti drenginn minn!« Meðan þessu fór fram, voru þeir Níels og Hyde komnir á stað til hólmgöngumótsins. Níels hafði hert sig upp allan daginn, en Hyde hálft um hálft iðraðist. Þeir skildu báðir hvað ábyrgð- armikið þetta var fyrir þá. En Niels var nærri því hamslaus af gremju og gerði því j’firsjón hans að nautnarfullum hefndarþorsta. Þó svo að Hyde hefði hugsað um að friðmælast, þá hlaut hann að sjá hversu árangurslaust það væri, af því hvað Níels var nábleikur af reiði, og því með hvað mikilli ákvörðun og stillingu hann undirbjó alt sem að einviginu laut. Sólin gekk til viðar um það bil að einvígis- vottarnir mældu út hólmgöngustaðinn og vísuðu hvorum á sinn stað, Níels fór úr frakkanum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.