Dvöl - 01.11.1914, Page 1
Blaðið kostar hérá landi
i kr. 25 au., erlendis 2
kr. Helmingur borgist fyr-
ir 1. júlí, en hitt við ára-
mót.
D V Ö L.
Uppsögn skrifleg og
bundin við 1. okt. en ó-
gild nema kaupandi sé
skuldlaus við blaðið. Af-
greiðslan er í Ingólfsstr. 18.
14. ÁR.
Heimilið (The Home),
Aframhald af greininni „Kraftur viljans“.
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.)
Spyrjið litla barnið um hvað sé heimili. Og þér
munuð komast að raun um að það er hið sama
fyrir það og öll veröldin. Það þekkir enga aðra
veröldu. Elska föðursins, bros móðurinnar,
faðmlög systranna og fagnaðarlæti bræðranna,
varpa yfir heimili þess himneskri kæti, og gerir
það jafn aðlaðandi fyrir það og heimili engl-
anna. Heimilið er sá bleltur, þar sem barnið
lætur í ljósi allar sinar sorgir og áhyggjur, þar
eru allar þess sorgir grafnar niður. Barnsaldur-
inn hefir sínar sorgir og mótlæti, en heimilið er
sá staður þar sem þær eru sefaðar og gerðar að
engu, með kjöltusöng ástríkrar móður. Var
Eden ekki heimili friðar og sakleysis? Eða mun
hin nýja Eden hérna uppi ekki verða ómenguð
fegurðarvist? Jú, vissulega. En þá er líka para-
dís barnæskunnar heimilislegt Eden. Þetta eru
nöfn sem veitt eru heimilisfjölskyldunni, og í
þeirri paradís verða allir að vera eins brosandi
og rólegir við börnin eins og hinn hreini aldin-
garður var hinum syndlausu mönnum, jafnvel
hefir endurminning þess, mitt innan um fjarlæga
sorglega atburði, róað nokkrar af hinum hörmu-
legustu stundum lífsins, og hópar af syrgjend-
um hafa hreiðrað sig í æskuminningunum, líkt
og fuglar, sem hafa bygt sjer hreiður á meðal
rósa. Þar er áhyggjum og kulda jarðarinnar
úthýst svo lengi sem unt er. Jurtir og blómst-
ur þrííást þar vel, og aldini eru þar á allar
hliðar, og þar mundi raunveruleg paradís verða
endurreist, ef dauðlegur kraftur orkaði að hamla
afleiðingum syndarinnar. Þessi nýi aldingarður
drottins, mundi þá hafa gnótt af óataðri fegurð,
og aldintrjám, sem guð hefði gróðursett, sem bæru
ávexti guði til dýrðar — það mundi vera veru-
leiki, en hvorki skáldskapur né tómt málskrúð.
»Mitt eigið elskulega heimili, Eden lijarta
míns«.
Barndóms heimilið mitt! Hvað getur eyrað
heyrt svo hljómfagurt í hljóðfalíinu eins og þau
orð, sem endurkalla leikspil hamingjusamrar og
saklausrar æsku, sem nú telst með endurminn-
ingum liðna tímans. Hve kærar eru þær end-
urminningar: Er vér skemtum oss við að hugsa
um atvik sem komu fyrir á fyrsta lífsferli vor-
um, þegar öll fjölskyldan naut og sýndi af sér
ómengaða gleði og ástríki, sem er árangurslaust
að leita að, nema við barm hamingjusamrar
fjölskyldu! Liðnu árin hafa ekki orkað að
varpa skugga yfir liin fögru, lifandi litbrygði,
með hverjum að endurminningín hefir skreýtt
NR. 1 1.
gleðiriku tímana hinnar saklausu æsku. Vér
berumst aftur á vængjum imyndunarinnar til
þeirra stöðva, sem endurminningin um um-
hyggju föðursins og ástriki móðurinnar, og hina
hressandi sambúð bræðra vorra og systra, hafa
gert heilagar.
Urvals samrœður.
Eftir Platon.
Pýtt úr grísku at prótessor C. J. Heise.
(Framh.)
Skoðaðu nú þrenninguna: Heldur þú ekki
æfinlega, að hún verði að nefnast eins vel með
sínu eigin nafni, eins og þeirra nöfnum sem eru
ólík, jafnvel þó þetta sé ekki hið sama og þrenn-
ingin? Og þó er þrir og fimm, og yfir höfuð
alíur helmingur af tölunum þannig háttað, að
jafnvel þó þetta sé ekki hið sama, og hið ólika,
er þó eitthvert þessara ólíkt. Og svo hins-
vegar eru tveir og fjórir, og allar hinar tölurnar
ekki hið sama, og það sem líkt þeim er, en sér-
hvað af þeim er þó æfinlega líkt. Ertu sam-
þykkur mér í þessu eða ekki? — Pað verð ég
að vera, sagði hann.
Gættu nú að hvað það er eiginlega, sém jeg
ætla að skíra fyrir þér. Pað er nefnilega þetta,
að ekki einungis hinir mótstríðandi eiginleg-
leikar, samlagi sig ekki hverir öðrum, en að
líka allir þeir hlutir, sem eiginlega eru ekki
hverir öðrum mótstæðir, en hafa þó æfinlega
mótstæðueiginleika, virðast elcki vilja taka í sig
neitt, sem er því gagnstæðilegt sem býr í þeim,
sjálfum, en ef það kemur, þá annað hvort eyð-
ast þeir eða flýja. Eða megum við ekki segja
sem svo, að þrír muni heldur vilja eyðast og
þjást, en að vera það sem þeir eru, og þö sam-
timis eitthvað annað sem þeim er að eins líkt?
— »Vissulega«, sagði Kebes. — Nú eru þrír þó
ekki mótstæðir tveimur? Pað eru alt svo ekki
einungis hin mótsettu húgtök sem ekki sam-
eina sig hvert öðru, en það er sömuléiðis til-
fellíð með nokkra aðra hluti. — Þú segir al-
veg salt.
Nýjar bækur. ,
Leiðréttingar nokkurra mállýta.
Eí'tir Jón Jónasson, hefírekkja
hans, Valgerður Jensdóttir í
Ilafnarfirði, gefið út.
Kver þetía sem er 45 bls. og kósiaf aðeins
45 aura, er mjög þarflegt, sérstákléga fýrir þú,
REYKJAVÍK, NÓVEMBER. 1914.