Dvöl - 01.11.1914, Qupperneq 3

Dvöl - 01.11.1914, Qupperneq 3
D V 0 L. 43 mitt innanum húsgagnabúnka og hangandi vegg- tjöld. Og þessi umhugsun um Miríam gerði hann meðaukvunarsaman við Katríknu. »Allir eru reiðir við mig, Eram«, sagði hún, »jafnvel hann faðir minn vill ekki sjá mig og Batavíus vill ekki sitja við hliðina á mér; og Jóhanna segir að eg hafi gert henni skömm og svívirð- ingu. Og þú? ætlar þú líka að ásaka mig? Eg held að þetta geri allt út af við mig«. Að ásaka þig veslingur? það ætla eg ekki að gera, og þeir, sem eru reiðir við þig mega líka vera það við mig. Og geti eg gert þér nokkra þénustu, þá láttu hann Bram bróður þinn vita um það. Hann skal fyrst af öllu hugsa um þig. Það er grimdarfult af þeim að koma þér til að gráta. En hvað Batavíus áhrærir, þá skiftu þér ekki af honum. Eg hefi ekki gott álit á honuml Ef hann segir nokkuð við þig þá skal eg svara honum«. Bram, Bram, bróðir minnl Það er ein einasta huggun til fyrir mig — sú, að eg fái að vita hvort hann lifir enn þá; ef þú getur gefið mér nokkra von um það, og það, áður en þau koma frá kirkjunnk. »Eg skal undir eins fara út og vita hvort um nokkra von er að gera, áður en þau koma frá kirkjunni skal eg vera kominn aftur, og séu nokkrar góðar fréttir honum viðvíkjandi, þá skal það gleðja mig þin vegna«. Bram fór og var ekki hálftíma hurtu, og samt fanst Katrinu að hann vera svo lengi og hún reyndi að vera við því versta búin. En varla getur nokkur sorg verið svo þung þegar hún kemur, og ótti vor er fyrir að heyra um hana. Bram kom og hafði nokkra huggun að færa henni og sagði: »Eg hefi séð. Hvern heldurðu að eg meini? — Cohen gyðing. Hann, sem maður skyldi síst hafa hugseð, hefir vakað hjá Hyde í nótt og bundið um sár hans, og eftir þvi sem enski læknirinn segir, að hann hafi gert það undrunarlega vel. Gyðingingurinn sagði mér þetta: »Þegar eg þrisvar sinnum hefi verið í persneskueyðimörkinni, hefi eg læknað miklu hættulegri sár en þessi. Guð hefir gefið mér kraft til að lækna, og ef hann vill þá skal þessum unga manni batna«. Þetta sagði hann mér, Katrín«. »Eg skal þá æfiniega elska Gyð- inginn, og þó honum misheppnist lækningin, skal eg samt elska hann. Hann er líka svo vinalegur, jafnvel við þá sem hvorki hafa talað vel um hann eða verið góðir við hann«: »Já það er satt, Katrín, en svona var lika sonur Daviðs við okkur öll. Nú skaltu fara og þvo þér og vertu svo glöð og hugrökk«. »Farðu ekki frá mér Bram«. »Eg verð að fara að vitja um Níels. Við höfum svo lengi verið félagar; svo eru foreldrar hans gamlir og þurfa mín með«. »Eg þarf þín sömuleiðis. Af því að sí og æ mun mér verða nuddað um nasir hve vond og glæpafull eg sé!« Um þetta bil kom fjölskyldan frá morgunguðsþjónustunni. Bram di'óg stól systur sinnar til sin, mest öðrum til stríðnis. Ioris kom ekki með þeim. Hann hafði numið staðar við konunglegu húsin til þess að spyrja um hvort Hyde væri lifandi; því þrátt fyrir alt hafði hugrekki og glaðværð hins unga manns um kvöldið, mitt innan um angist- ina og bardagann sem stóð yfir, unnið aðdáun Iorisar. Enginn sagði neitt við Iíatrínu; jafnvel var móðir hennar gröm og sneypt yfir guð- ræknis látalátum samkomunnar, sem þau höfðu nýlega sótt, og henni fanst mátulegt að sjálfur syndarinn fengi dálítið að kenna á því líka. Batavíus var mjög forvitinn og hið fyrsta sem hann sagði er hann sá að Bram var kominn heim. »Niels er náttúrlega danður, svo Bram þarf ekki að vera þar lengur«; og hann sagði þetta í málróm þess manns er persónulega hefir orðið fyrir mótlæti af annara völdum; svo sagði hann í bitrari málróm: »Svo þetta er þá enda- lyktin. Og á sjálfan hvíldardaginn hefir þá Niels skilið við. Ef það skyldi líka vera sabbatsdagur í hinum heiminum — eins og mjög sennilegt er — að sé hið versta fyrir Níels«. »Hvað meinar þú?« spurði Bram. »Er Níels Semple elcki dauður?« »Nei, og eg hugsa að hann lifni«. »Það gleður mig að heyra. Það er líka gott fyrir Katrínu«. »Eg get ekki séð að það komi henni neitt við«. »Gott og vel þá, en ef hann deyr er það þá ekki Ivatrinu að kennal« »Guð komi til! Nei, Katrín á enga sök á því«. »Alt heiðarlegt og siðferðiselskandi fólk mun þó segja það«. »Þeim væri betra að segja það ekki. Ef eg heyri það, þá skulu þeir hinir sömu tala um það við mig«. »0g hvað svo?« »Eg hefi bæði hendur og fætur í þjónustu minni — til þess að láta það sanna það sem það segir«. »En kirkjuráðið þá?« »Og eg kæri mig ekkert um það heldur! Hvað kemur því hún Katrín litla við? Batavíus, ef þú heyrir einhvern tala illa um hana, þá segðu þeim hinum sömu, að það sé Bram van Heem- skirk, sem muni reka það alt ofan í þá aftur. Og það sem eg nú segi er mjer blá alvara«. »0g jæja! £n taktu eftir Bram, orðin sem eg hugsa fólki þessu sem þú nefnir, og orðin sem eg segi því, segi eg hvort sem þér líkar betur eða ver«. »Þú hvín eins og vindurinn, — á sjálfum sabb- atsdeginum, en eg ætla mér ekki að sigla með þinu skipi, Batavius að svokomnu, — vertu sæl Katrín; og ef nokkur er vondur við þig, þá segðu honum bróður þínum frá því, af því að þú ert öldungis sýkn saka«. En þó að Bram afsakaði djarfmannlega systur sína, gat hann samt ekki verndað hana fyrir þessum af vana inngrónu slaðursútbreiðslum, sem framdar voru til þess að þóknast hinum svokölluðu dygðugu; ekki heldur fyrir þessari meinfýsnislegu gremju rétt- látu mannanna, sem ergðu sig yfir kvisi eða orð- róm sem þeir staðhæfðu að væri »ótrúlegur«, en samt ei að siður, sem þeir nauðugir viljugir yrðu að trúa«. Skotlendingar eiga afargamla fyrirskipun sem segir: »Talaðu aldrei illa um dauða menn?« En mundi ekki vera miklu réttara að breyta henni og segja: »Talaðu aldrei illa um þá lif- endu?« Frú Bogardus og frú Stugvesant, hefðu lítið liðið við það þó hópar af einhverjum skríl

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.