Dvöl - 01.11.1914, Page 4

Dvöl - 01.11.1914, Page 4
44 D V 0 L. hefðu talað illa um þær í Perlustræti, og Maiden- Lane, — einni öld eftir dauða þeirra, og svo má segja um fleiri; en veslings Katrín skalf og nötraði af ótta þegar hún var nálægt einhverj- um sem gaf henni grunsamt augnatillit, á með- an hún lifði í þessu óvildarloftslagi sem skildi hana við hluttekningu og virðingu gömlu vin- anna sinna. »Þetta eru þín forlög«, sagði móðir hennar, »berðu þau þolinmóðlega. Eftir nokkurn tíma er það gleymt«. En vikurnar liðu og særðu mönnunum batnaði seint, og Katrín náði ekki sinni fornu virðingu í huga félaga sinna sem hún hafði mist sökum ástríðuofsans í elskuhug- um sínum. Því æ, það eru svo fáir svo fjelags- lega innrætlir eða hafa svo mikið siðferðislegt þrek að, er þeir breiða ofan af yfirsjónum ann- ara, beri þær þá saman við sínar eigin yfirsjónir. En ekkert ilt varir um aldur og æfl; því eftir þrjá mánuði var Níels Sample aftur kominn á skrifstofu sina, en hann var mjög veikburða og bar hægri hendina, sem hann hafði beitt sverð- inu með, í fatli, en samt sem áður var hann með lífi og sál veraldlega sinnaður. Það var einkennilegt, að fáir, jafnvel af hans útvöldu vinum vildu tala um einvígið við hann eða minnast neitt á fjarveru hans af skrifstofunni eða spyrja hann um heilsufar hans. En það var sjáanlegt að almenningur var mestmegnis á hans hlið. Sérhver ungur maður utan af land- inu og úr smábæjunum höfðu imugust á hern- um og öllu sem honum kom við og fögnuðu yfir þvi að Hyde varð fyrir skakkafalli, svo hafði og Beekman talað mikið um hugrekki og þrótt Níelsar, og jafnvel þó að menn vissu að einvígið varð fyrir misþóknun kirkjuráðsins, þá var auð- velt að finna þá hluttekningarsemi sem þau verk hljóta oftlega sem opinberlega eru fordæmd, en sem heimulega er dáðst að. Ioris tók eftir þessari skoðun með undrun og ósamþykki, af því að hann í hjarta sínu fann enga afsókun fyrir hvoragan, og þegar Elder gagntekinn af gremju yfir því hvað menn yrðu neyddir til að vernda heiður sinn, Ioris móðgaði hann með þvi að segja, — »látum svo vera Elder, en eg ber enga virðingu fyrir þeim heiðri sem fer í bága við guðs og manna lög«. »Lofaðu mér að segja þér Ioris, að að nokkru leyti er raust fólks- ins guðsraust; og þú getur séð með eigin aug- um að það meira en frítekur Níels frá því að hafa gert rangt«. »Það er til betri vegur, Elder, og eg vildi gjarnan sjá þessa menn í gapastokk — þessa heiðursmenn — sem hafa meira álit á tilfinn- ingum sínum en guðs lögum. Það stralf mundi gera skjótan enda á siðvenjum sem eru grimd- arfullar og óhafandi«. »Látum svo vera, Ioiás, við skulum ekki vera að rífast um þetta mál- efni. Þú ert Hollendingur og hefir hyggilega skoðun á sérhverju sem við ber. Sómatilfinn- ing er dygð sem ekki er hægt að bæta inn í tíulagaboðorðin, eins og afguðadýrkun, morðum tog þjöfnaði«. »Segir þú tíulagaboðorðin?« þeirra já og nei, er nóg. Þau lög, sem vér búum til fyrir sjálfa oss, eru harðari en nokkur af guðs lögum. Eg hefi lítið álit á réttlæti þeirra og vísdómi. Hafi Níels haft rétt fyrir sér, en Hyde rangt, þá straffaði sómatilfinningin þá báða jafnt. Sómatilfinningin eins og henni er stundum varið, hugsa eg að sé mjög heimskulegt lögmálcc. »Hérna kemur þá Níels, svo við skulum sleppa þessu. Það eru vitrari menn en við erum báðir, sem geta verið sitt á hvoru máli«. Ioris laut alvörugefinn höfðinu til samþykkis, og sneri sér að því búnu að unga manninum til að bjóða hann velkominn. Honum féll hann betur í geð en áður, því fyrir utan aðrar ástæður var hon- um auðvelt að fyrirgefa ógrundaða elsku hans til Katrínar. Sömuleiðis var hann nú ennþá á- kafari í því að fá þau Katrinu gift, því það var bezta ráðið til að koma henni í fullkonma sátt við mannfélagið, og svo vissi hann líka að hann með því mundi fá hana frikenda frá því að hafa verið sök í einvíginu. Einmitt þessa þrjá mán- uði, sem Níels var veikur, hélt hann sér róleg- um, ekkert lengur; nú vissi hann, að hann hafði fullkomna heimild Iorisar og svo þvi til stuðnings samþykkisþunga þjóðfélagsins. Sveitapresturinn. Gömul saga, pýdd. (Niðurlag.) Konungurinn tók upp glasið sitt, þakkaði, og hringdi þvi hjartanlega við hinn viðkunnan- lega, hamingjusama prest. En honum var ætl- að að verða enn þá hamingjusamari; því þegar staðið var upp frá borðum gaf konunguriiin mér merki um að finna [sig: »Séra Kasten er ekki einungis góður ræðumaður, en hann ér líka glaðlyndur, blátt áfram, vinalegur og vel siðaður maður; hann skal fá embættið í Kezin og Parez — segið þér honum það«. Gagntekin af undr- un hrópaði presturinn er hann heyrði það: »Nei, þetta er of mikil gleði á einum degi, hún er meiri en eg get skilið og þolað«. í fjölda mörg ár þjónaði hann þessu þægilega presta- kalli, sem honum var veitt á hamingjusamri stundu, og konungurinn var svo ánægður með hann, að æfinlega þegar hann kom til Parez og hlýddi á prédikun hans á sunnudögum, þá bauð hann honum æfinlega að borða með sér. Að honum látnum veitti konungur tveimur sonum hans sér til uppfósturs, og þar til þeir komust i stöðu, talsverða peninga upphæð árlega. Þau eínusinni íengnu góðu áhrif — segir Eylert — geymdi hinn ógleymanlegi herra í sínu trygga hjarta, og sú velvild sem hann hafði fengið til feðranna, gekk með öllum þeim velgjörðum sem liann hafði látið þeim í té, i arf til barnanna. Útgefandi: Torfhildnr horsteinsdóttir Iiolm. Prentsmiöjan Gulenberg.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.