Dvöl - 01.10.1915, Qupperneq 2
38
D V 0 L.
borga sig. Simmías, að heyra hvernig hlut-
irnir á jörðinni undir himninum eru í sjálfu
sér. —
Gula slaufan.
Saga frá Nýju Jórvík eftir Amalíu E. Barr.
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.)
Hann reif bréfið í stykki; en í næsta augna-
bliki tíndi hann partana upp, vafði þá innan í
bréfhlað og stakk þeim 1 vasa sinn. Svo gekk
liann til frú Gordon. Hún hafði búist við komu
hans, og var á sína vísu undir hana búin. Bros-
andi með útbreiddum örmum, stóð hún upp frá
súkkulaði sinu á móti honum. »Þér sjáið«,
sagði hún brosandi. »að eg er afleitur letingi og
ónytjungur, herra ráðgjafi, en maðurinn minn
lagði snemma á stað í moi'gun til Boston, svo
eg grét mig aftur í svefn. Viljið þér ekki gera
mér þá ánægju að drekka með mér bolla af
súkkulaði? Eg er viss um, að þér eruð of
kurteis til að neita mér um það«. »Frú mín
góð, eg kem ekki til að sýna kurteisi, en sök-
um dóttur minnar. Hvar er hún Katrín min?«
»Eg hugsa herra ráðgjafi, að hún sé þar sem
sérhver eiginkona vill vera og á að vera — hjá
manninnm sínurn. Eg segi yður það satt, að eg
vildi að maðurinn minn væri nú heima hjá
mér«. »Maðurinn hennar! Ilver þá?« »Þetta
er vissulega sú spurning sem hægt er að svara,
herra ráðgjafi. — Það er hann frændi minn yfir-
herforingi Hyðe. Og eg fullvissa yður um það,
að eg samgleðst yður yfir heiðrinuma. »Hva-
nær voru þau gift?« »Eg er nú vissulega búin
að glejrma mánaðardeginum, en það var i síð-
astliðnum október. Eg man svo vel að það var
þá, af því eg var þá nýlega búin að fá vetrar-
kápuna mína, — ljósbláu flöjeliskápuna með
skinnbryddingunum«. »Iiver gifti þau?« »Það
var prestur landstjórans sem gerði þuð, — séra
Sammers, náið skildmenni lávarðar Sammers,
sem er mjög vel vitur og heiðvirður maður, það
get eg fullvissað yður um. Maðurinn minn,
skipherra Erle og eg vorum vitni. Ráðherran
gaf út leyfisbréfið; og af því að Dikk var þá svo
veikur, þá voru þau gefin saman inni í her-
berginu hans. Alt var fulllcomlega löglegt og
reglulegt. Eg —«. »Þetta er ekki salt, fyrir-
geflð mér, frú: Eg er mjög angurvær. Og þetta
var alt óreglulegt, mjög illa gert og grimdarfult.
Ef það hefði verið reglulegt og rétt, þá hefði
það elcki verið gert með launung«. »Yiðurkenn-
ið þér, ráðgjafi, að annars hefði það alls ekki
átt sér stað. Eða að minsta kosti hefði Rikk-
arð orðið að bíða þangað til Katrín heíði orðið
myndug«. »Svo, og það hefði þó verið rétt að
bíða þangað til. Ef ástin á milli þeirra hefði
verið svo varanleg, þá mundi eg hafa sagt. Ást
þeirra er sterkari en vanþóknun mín, og eg
mundi þá hafa orðið ánægður«. »Og herra minn,
það var fleira sem mælti með giftingunni en
það: Því það var mjög líldegt að frændi minn
hefði dáið, og hann langaði því til að frelsa
mannorð Katrínar með því að giftast henni —«.
»Kristur sé mér næstur! Hvað segið þér frú?«
»Átti þá Katrín engan föður sem gat verndað
nafnið hennar?« »0, sei, sei. Verið þér ekki
svona ákafur, ráðgjafi! Nafn ektamakans er
miklu óhultari verja en föðursins. Eg fullvissa
yður um að heimurinn fyrirgefur það giftri konn
sem hann fyrirgefur ekki engli. Og eg skal
sömuleiðis segja yður, að líf Dikks var komið
undir því, að hann bæri sigur úr bítum i þess-
um málefnum sínum. Það er mannúðarskylda
yðar að athuga það«. »Þá hefi eg verið tvisvar
svikinn —«. »í einu orði sagt, herra, það var
ekki hægt að komast hjá þessu. Dikk var veitt
sú óvænta náð að fá frí frá herþjónustu í heilt
ár, og honum barst leyfisbréfið í hendur fyrir
tveim dögum. Og það var bráðnauðsynlegt
vegna særðu lúngnanna hans, að komast í heit-
ara loftslag. Dountlers var tilbúin að sigla til
Vesturindlands, og ef við hefðum trúað yður
fyrir þessu, þá munduð þér hafa tafið sjúkling
vorn eða látið hann fara konulausan. Það var
mín skuld að Katrín hatði ekki nema fimm
mínútna umhugsunartima. Ó herra, eg þekki
mitt eigið kyn! Og ef þér viljið gefa yður
tíma til umliugsunar, þá er eg viss um að þér
sansið yður«. »Án konunnar sinnar, segið þér!
Konunnar sinnar! Og án míns samþykkis? Nei,
hún er ekki konan hans«. »Herra, þér verðið
að hafa mig afsakaða, ef eg sýni ekki hyggind-
um yðar og kurteisi nægilega virðingu. Eg hefi
sagt, hún er konan hans og það er hafið yfir
allan efa að jrau cru gift«. »Eg veit ekki. Eg
veit ekki. — Ó, Katrín mín, Kalrín mín!« »Ger-
ið þér svo vel ráðgjafi, að setjast niður, það er
eins og þér ætlið að liða í aungvit, og eg er
sjálf mjög angurbitin yfir því að hafa gert tvær
manneskjur hamingjusamar, þegar aðrir verða
svo vansælir«. Hún stóð upp, helti víni í glas
og bauð Iorisi, sem leit svo hörmulega út, —
hann ver orðinn nábleikur, og augu hans flutu
i vatni. »Drekkið þér herra, þér hagið yður
mjög barnalega í því að gremja yður til svona.
Eg fullvissa yður um. Eg fullvissa yður um,
Katrín er ánægð, og sorg yðar og grernja getur
ekki bætt yður rnissir hennar«. »Þess vegna er
eg angurvær, frú, að ekkert getur endurgefið
mér barnið mitt«. »Sjáið þér ekki herra, að
sérhver hefir sína byrði að bera, og þér eruð
einir af þeim heppnustu að hafa enga þyngri
sorg en þá, að dóttir yðar giftist skemtilegum
manni í hárri slöðu, og af göfugri ælt«. »Hún
fékk að eins fimm mínútna umhugsunartíma,
sögðuð þér. Hvernig gat barnið áttað sig á svo
stuttum tíma? Hvernig gat Katrín búið sig
nægilega út til ferðarínnar, að fara þannig í
burtu með hana var grimdarfult. Kvennmaður
þarf að hafa marga hluti með sér þegar lrún
ferðast, sérstaklega á sjó«. »0g vissulega var