Dvöl - 01.10.1915, Page 4
40
D V 0 L.
Dansleíkurinn.
[Framh.].
»En« sagði Nóra ennfremur, »þegar öllu er á
botninn hvolft getið þér ekki farið á ballið. Madama
Yoss varð skyndilega ílt, og gerði yður boð að
sér væri gersamlega ómögulegt að Ijúka við kjól-
inn, því þá var klukkutíma verk eftir við
hann« —.
Við þessa íregn brá mér mjög, og var sem
tilfinningar minar vöknuðu af dvala. — Eg gekk
inn í svefnherbergi mitt, án þess að svara, kast-
aði mér upp í rúm, og þar fyrir lokuðum d}U’-
um svalaði eg hjarta mínu með brennheitum
tárum, gremju og reiði tárum, yíir sviknum
vonum, tárum, sem enga lækningu eiga, hvorki
á himni né jörðu, þvi þau eru hégómadýrðar-
innar tár, sem eg ræð öllum frá að útausa. —
Eg lá það, sem eftir var dagsins inn i lier-
bergi mínu, og vildi ekki Ijúka upp fyrir nein-
nm, og kendi um þungum höfuðverk. Hann
hafði eg raunar, en þessbáttar viðbárur eru al-
gengar, þegar einhverskonar geðgallar eru ann-
arsvegar. — Móðir mín var aldrei vön að ganga
eftir mér, en lét mig sjálfa jafna tilfinningar mín-
ar, þegar þær trufluðust eitthvað, og eins gerði
hún enn, en það hepnaðist mér ekki fyr en
nóttin kom, og svefninni opnaði mér arma sína,
þá kendi eg mér einkis meins, og eg vaknaði
ekki fyr, enn sólargeislarnir smeigðu sér hægt
fi’am með gluggaskylunni, og inn á andlitið á
mér, þá var, sem eg vaknaði af illum draum^
rúmfötin, svæfillinn og alt var yfirstráð með
gulldufti, og það var nóg til enn þá einu sinni
að koma út á mér tárunum. — Að sjá þessa
gulu, nýlega svo fögra lokka rænda öllu gulli
sínu, án þess nokkur skyldi hafa séð þá, það
var hryggilegt. — Hefði að eins Bélke séð þá,
þó ekki hefði verið nema eitt augnablik, þá
hefði eg verið ánægð, en það var öðru nær.
»En ekki tjáir að syrgja orðin hlut«, — hugsaði
eg með mér. »Eg skal vara mig vel. Bráðum
er afmælisdagurinn minn, og þá skal þessi dýrð
mín verða endurnýjuð og aukin ef hægt er. —
Þær sem voru á dansleiknum, hvila nú í örm-
um svefnins, eins og eg nýlega gerði; allri dýrð-
inni er lokið, og þær vakna tómhentar eins og
eg. En í þessari ályktun fór eg vilt, eins og
seinna sýndi sig. — Eg klæddi mig eins og ekk-
ert væri um að vera, og að undanteknu því, að
eg var ögn þrúngin í andliti og rauðeygð, held
eg að ekkert haíi séð á mér við morgunverðinn,
að minsta kosti nefndi það enginn.
Eg var von bráðara vakinn upp af þung-
lyndisdraumum mínum við raust þeirra systra,
Emeiíu og EIísu, sem komu hlægjandi og mas-
andi að herbergisdyrum mínum, og eftir að
hafa, sem allra fljótast klappað upp á, luku þær
upp og komu inn. —
»Ó! hvað þú varst slæm« sögðu þær strax,
»að koma eklci i gær, við höfðum svo sterklega
vonast eftir þér, og ef þú bara vissir: Bélke
var svo utan við sig af sorg. að hann sat hjá 3
fyrstu dansana og vildi enga velja sér fyrir dans-
félaga af þvi þig vantaði; hann hélt endilega að
þú þá og þegar myndir koma, þangað til Vil-
hjálmur bróðir þinn fullvissaði okkur um, að
þín væri ekki vori, þá tók hann Maren Thaa-
strup, hún hafði svo ljómandi fallegt gullborið
hár. Eg held það hafi hreynt töfrað hann gull-
duftið, það lá eins og mjöl á frakkanum hans,
og heyrðu nú bara hvað þú hafðir fyrir að
koma ekki Laurintina: Fyrst dansaði hann
valz með henni, og svo »galopade« og svo varð
stans þvi þá var borið inn vín og kökur. Næsti
dans var tvöfaldur Marsúkka, og Artúr Hansen,
manstu ekki eftir honum, lögfræðingnum frá
Aarhús, hann var búinn að bjóða henni i þann
dans, og þau voru nærri komið á stað þegar
Bélki kom og sagði að hún væri sín »dama«
þetta kvöld, og svo varð það að vera. Hansen
sat eftir með sárt ennið, meðan þau snerust
eins og gullhjól um allan salinn, því svo mátti
að orði kveða, að valla sæi i hann fyrir gulli;
hún sýndi mér tvö armbönd og brjóstnál, sett
með eðalsteinum er faðir hennar keypti frá
París handa henni. Bélke var við er hún syndi
okkur nálina, og hann stakk henni að okkur á-
sjáandi í frakkahnesluna, og sagði með þýðing-
armiklu augnaráði lil hennar: »Svona, nú heíi
eg tvær orðurnar, aðra frá konginum og aðra
frá, — þyrði eg bara að segja að hún væri frá«.
— »Frá mér«, greip Maren fram í, með augna-
ráði, sem hún vildi segja: »Mætti eg bara geta
þér hana, teldi eg mig, sem hina hamingjusöm-
ustu á jörðiuni«. — Hann sýndist að skilja það,
og á næsta augnabliki voru þau horfin út i hóp
hinna dansandi, hann með næluna í brjóstinu,
og vissulega hafði hann hana í hnezlunni, og eg
spái, að þau verði bráðum maður og kona«,
enduðu þær mcð.
Eg var nú búinn að heyra meira en nóg af
öllu þessu. Eg kastaði mér upp í rúm huidi
andlit minn og sagði:
»Ó farið þið« bannsettar bætti hugur minn
við, »mér leiðist að heyra þetta bulf; Bélke er
einhver sá leiðasli montari, sem eg þekki. Eg er
feginn að eg þurfti ekki dansa við hann, og
Maren er mesta hofróða, þau eiga vel saman«.
Ýmislegt.
Það er golt ráð til að ná ormnum úr mold-
inni í blómsturpottum, að stinga kringlóttri
mjórri spítu niður í mo.ldina, fram með börm-
unum. Þegar þeir eru aftur teknir upp úr,
munu ormarnir litlu siðar skríða upp úr hol-
unum, og þá er hægt að ná þeim.
Útgefandi: Torfhildiir I’orsteinsdóttir Holin.
Prenlsmiðjan Gulcnberg.