Iðnneminn - 01.03.1935, Page 2
2
IÐNNEMINN
árum leggja fyrir sig að nema tré-
smíðar, er að allir þeir nemar, sem
nú eru í iðninni hefjist handa og
stofni með sér félagsskap er hafi
það markmið að berjast fyrir bætt-
um kjörum trésmíðanema, yrði sá
félaggsskapur fyrst og fremst að vinna
að því marki að verða viðurkend-
ur samningsaðili fyrir hönd nemans.
Hygg ég að slíkur félagsskapur
væri mikið betur til þess fallinn að
vera málsvari nemans við samnings-
gerð hvað við kemur kaupkröfum,
heldur en óviðkomandi sveinafélag
eins og nú er farið að tíðkast í sum
um iðngreinum, vegna þess að þau
hugsa alltaf fyrst og fremst um að
ekki fjölgi um of 1 þeirri iðngrein,
og hyggjast þessvegna að fæla þá ung-
linga frá er sækja um að komast í
iðnina, með þyí að gera þeim ekki
alltof auðvelt að komast yfir náms-
árin, hugsunin er oftast nær þessi:
»Þetta varð ég að hafa hann er ekki
of góður til að reyna það líka«.
Að minni hyggju er það mjög skökk
aðferð að ætla sér að stemma stigu
fyrir óeðlilegri fjölgun í iðninni
með því að halda niðri launum
nemanna, vegna þess að æskumenn-
irnir eru alltof bjartsýnir til þess
að stara á þá fjárhagsörðugleika,
sem framtíðin kann að bera í skauti
sér, þeim til lianda.
Slík félagsstofnum, sem ég hefi
minnsí á hér að framan, á að vera
áhugamál okkar allra jafnt, vegna
þess að flestir eiguin við við slæm
kjör að búa. Er það þessvegna skylda
okkar að sameinast til þess að
hjálpa þeim sem verst hafa orðið
úti, Eina leiðin til þess er að standa
sainan allir sem einn, og berjast
þannig gegn öllum þeim öflum er
á móti kunna að stríða, og gefast
Smásaga.
Idnnám og kaupgreiðsla.
Það var laugardagskvöld. Jón
kom með miklum asa inn á vinnu-
stofuna, gekk að smíðabekknum og
tók að fikta við verkfærin.
»Af bverju ert þú ekki í skólan-
um?« spyr meistarinn.
»Það er frí í kvöld«, svaraði Jón.
Jón var eitthvað svo eyrðarlaus.
Eftir nokkra stund spurði hann: >Þú
gætir víst ekki borgað mér eitthvað
af kaupinu mínu í kvöld?«
»Það stendur svo bölvanlega á
fyrir mér núna að ég er alveg aura-
laus. Þetta er ekkert sem maður
fær inn, enginn horgar neitt, við
skulum sjá til eftir helgi«, svaraði
meistarinn.
Jóni fór að líða illa, hann, sem
var búinn að bjóða henni Gunnu
á dansleikinn.
Nei, peningana varð hann að fá,
ekki gat liann farið til hennar og
sagt henni þessar hrakfarir, hún
mundi ekki skilja það, hún mundi
bara verða vond og hvorki vilja
heyra hann né sjá framar.
Þannig mátti Jiað ekki fara, hann
sem var orðinn dauðskotinn í henni
Gunnu og að missa hana fyrir þetta,
það var meira en liann gat þolað.
»Hefurðu engin ráð, ég þarf endi-
lega að fá peninga í kvöld«.
»Nú, Jiú ætlar víst á eitthvert
helvítis rall. Nú, það er árshátíðin
lijá ykkur. Þá fer ég að skilja þig«,
sagði meistarinn. Hann gekk að
púltinu og fór að blaða í reikning-
unum.
Jón leit á klukkuna, liún var
farin að ganga 7.
»Hérna, farðu með þennan, þú
mátt fá allt, sem hann borgar inn
á hann«.
Jón tók við reikningnum, sem
að honum var réttur og flýtti sér
út. —
Þegar hann kom út leit hann á
reikninginn til þess að sjá hvert
halda skyldi. Hann varð alveg stein-
hissa. Reikningurinn hans Sveins
gamla, varla hafði meistarinn nokk-
urn reikning, sem minni líkur voru
til að fengist borgaður.
Hann var búinn að fara nokkrar
ferðirnar með þennan reikning. Allt-
af liafði karlinn sagt honum að
koma aftur eftir nokkra daga.
Það væri hreinasta undur ef
hann færi að borga núna.
Sveinn gamli var á vinnustofu
sinni Jiegar Jón kom. Nú varð hann
að beita einhverjum brögðum. Hann
rétti karlinum reikninginn, karlinn
athugaði hann nákvæmlega eins og
liann liefði aldrei séð hann fyr. Jón
beið á meðan og reyndi að láta
ekki bera á óþolinmæði sinni.
»Heyrðu kunningi, átti hann að
koma fyr en eftir helgi.
Nú varð að beita brögðum, það
vissi Jón, liann svaraði:
»Nei, Jiað getur vel verið, en af
tilviljun rakst ég á liann í dag. Þá
mundi ég, að 99 sinnum er ég hú-
inn að koma með hann, svo að
mér datt í hug, skyldi það ekki
vera regla að rukkarar héldu upp
á hundruðustu ferðina, eins og til
dæmis skipstjórar. En eins og þú
skilur vildi ég heldur nota laugar-
daginn, ef til þess kæmi að ég
liéldi dálitla veislu. Þú veist, það
gæti verið óheppilegra svona í miðri
viku«.
Sveinn gamli fór að skellihlæja,
— gekk að græna skápnum. —
Þann skáp hafði Jóni oft orðið
starsýnt á, í öllum þessum ferðum
sínum, hvað skyldi hann hafa að
geyma?
Út úr skápnuin tók karlinn pen-
ingakassann. »Þú Jiarft þá líklega
að fá eitthvað greitt inn á hann
svo að Jiú getir haldið liátíðina«,
sagði karlinn. Hann leitaði dálitla
stund í kassanum, svo fann hann
það sem hann leitaði eftir, sneri
sér að Jóni og fékk honum 5 kr.-
seðil.
»Þú dregur það frá«, sagði karl-
inn.
Jón varð hálf hissa, 5 krónur
fyrst karlinn fór að liorga á annað
borð — liann dró frá, eftir voru
kr. 10,50, það var allt.
Jæja, 5 krónur voru 5 krónur,
aðgöngumiðarnir kostuðu þó ekki
nema Jirjár. Eftir voru tvær. Þetta
varð að nægja, liann mundi ein-
hvernveginn sleppa, — hinir strák-
arnir voru ef til vill efnaðri, —
þeir lánuðu honum máske. A. B.