Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 1
Skrifið í Iðnnemann! Útbreiðið Iðnneinann! 3. árgangur Februar 1936 4. tölublað Ræða, flutt á árshátíð Iðnskólans 1936, af Aðaist. Sigurðssyni. Góðir áheyrendur! í kvöld höldum við iðnnemar árshátíð okkar. I kvöld hefjnm við okkur upp yfir hin venjulegu störf okkar, við söfnumst saman og skemmtum okkur. Arshátíð Iðnskólans er að sjálf- sögðu merkilegur atburður meðal okkar iðnnemanna. Hún er aðal skemmtunin, sem við höldum, við vöndum til hennar eftir heztu getu og hér koma fram þeir kraftar, sem við eigum að mestu leyti sjálfir yfir að ráða. Við leggjum okkur fram til þess að það starf megi sem bezt úr liendi fara, og við skemmt- um okkur svo vel sem verða má. En við minnumst líka þeirra skyldu- starfa, sem við höfum að gegna, og við minnumst þess hlutverks, sern býður okkar í framtíðinni. Okkur er það fullkomlega Ijóst, að það er mikið og vandasamt starf sem við erum að takast á hendur. Og því meira og vandasamara sem starf okkar er, því ineiri menntun, umliyggju og alúð, tilsögn og undir- búning þurfum við að öðlast til þess að geta orðið fullkomnir iðn- aðarmenn. Við leggjum okkur sjálfir fram til þess að nema iðn okkar svo vel sem við megum. En hvernig er það ástand og sá aðhúnaður, senr við eigum við að búa, og liverjir eru þeir möguleikar, sem við eigum til þess að nerna iðn okkar svo vel að við getum talist fullkomnir iðn- aðarmenn? Einn höfuð-liðurinn í námi okkar og undirbúningi undir lífsstarfið, er að sjálfsögðn Iðnskól- inn. Þangað eigum við að sækja alla þá bóklegu þekkingu, sem viðkemur iðn okkar, og þar eigum við að læra þær teikningar, sem okkur eru nauðsynlegar. Það má því hverjum 1 jóst vera, að sá skóli, sem tekur að sér að menta okkur iðnnemana, verður að vera hinn fullkomnasti í alla staði til þess að nemendurnir geti öðlast þá þekkingu, sem þeim er nauðsynleg, svo að þeir nái því rnarki að verða fullkomnir iðnaðarmenn, og verði samkeppnisfærir við iðnaðarmenn annara þjóða. Þegar við lítum á þann Iðnskóla, sem við eigum að nema iðn okkar í, þá verðum við að viðurkenna að því fer mjög fjarri að liann nálgist það að vera fullkominn. Eins og nú er ástatt verður skólinn að liafa aðsetur sitt í lélegum húsakynnum með lélegum áhöldum. Skóiinn starfar aðallega sem kvöldskóli, og nemendurnir verða að sækja hann eftir að liafa stundað erfiðisvinnu allan daginn. Það er því fullkom- lega eðiilegt að á meðan slíkt fyrir- komulag er á starfsemi skólans, er ekki hægt að búast við miklum árangri af starfi lians. Einasti möguleikinn til þess að skólinn geti orðið okkur að fullu gagni, er sá, að haun verði gerður að dagskóla. Það verður að gefa nemendunum einlivern tíma til þess að þeir að einhverju leyti geti undir- búið sig undir það nám, sem fram fer í skólanum. Nemendurnir verða að liafa tíma til að kynna sér þau verkefni, sem fyrir þeim liggja, og það þeim mun fremur þegar þess er gætt, hve kennslustundir eru fáar í liinum ýmsu greinum, sem þeim eru ætlaðar að læra. Við iðn- nemar krefjumst þess að við fáum tækifæri til að nema iðn okkar svo vel, að við verðum fullkomnir iðn- aðarmenn. En okkur er það líka fullkomlega ljóst, að til þess að fá slíkum kröfum fullnægt, verðurn við sjálfir að sameinast og hefja öfluga baráttu fyrir bættum aðliún- aði okkar. Ég hefi þegar sýnt fram á hvert ástand það er, sem ríkir í skólamálum okkar, og við eigum fulla heimtingu á því að úr slíku ástandi verði bætt. En það eru fleiri en við nemendurnir, sem eiga kröfu til þess að tilhögun á starfsemi skólans verði breytt. Það eru kennararnir sem eiga kröfu til þess að fá að njóta liæfi- leika sinna við kennsluna. Það eru kennararnir, sem eiga rétt til þess að starf þeirra beri ávöxt, þeir eiga lieimtingu á að starf þeirra og strit komi að fullum notum. Iðnskólinn á afhurða-liði áhuga og eljusamra kennara á að skipa, en árangurinn af starfi þeirra og erfiði kemur ekki fram nema að litlu leyti. Þegar iðn- neminn eftir að liafa unnið 9—10 klst. á vinnustaðnum, sezt á skóla- bekkinn og á að sitja þar í 2—3 klst.. þreyttur og sljór eftir, þá er lireint ekki að búast við uiklum árangri af skólastarfinu. Allur sá fróðleikur og þekking, sem við öðlumst í skólanáminu, verður að koma beint frá munni kennarans, sökum þess að nemand- inn hefir ekkert tækifæri, engan tíma til þess heimafyrir að kynna

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.