Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.09.1950, Blaðsíða 5
8. þing I.N.S.I. Áttunda þing Iðnnemasam- bands íslands var háð dagana 23. og 24. sept. s.l. i samkomusal vélsmiðjunnar Hamars. Þingið var sett laugardaginn 23. sept. kl. 2 e. h. af formanni sambandsins Tryggva Svein- björnssyni. Bauð hann fulltrúa velkomna til þingsins, en þeir voru um 50 frá 18 félögum inn- an I.N.S.Í. Helztu mál, sem fyrir þinginu lágu, voru þessi: 1. Iðnnámið, bóklegt og verk- legt. 2. Laun og kjör iðnnema. 3. Reglugerð um iðnnám. 4. Starfsemi samtakanna. 5. Skipulagsmál. 6. Fáninn. 7. Iðnneminn. Fundarstjóri þingsins var Bolli Sigurhansson rafvirkjanemi, og varafundarstjóri Kristmundur Sörlason járniðn.nemi. Ritarar voru Sveinn Hallgrímsson járn- iðnaðarnemi og Gestur G. Árna- son prentnemi. Á þinginu kom það greinilega í ljós, að iðnnemar eru einhuga um að vinna af alefli að fram- gangi áhugamála sinna og beita öllum kröftum sínum til þess að efla samtök sín. Voru hin ýmsu mál, sem samtökin varða, rædd af miklum áhuga og margar samþykktir gerðar. Birtast þær helztu hér: „8. þing I.N.S.Í. lýsir því yfir, að iðnnemasamtökin standa einhuga að baki allra sam- þykkta formannafundar iðn- nemafélaganna, sem haldinn var í Hafnarfirði 1. og 2. júlí s.l. Þingið vill hér með skora á hæstvirt Iðnfræðsluráð að taka fyllsta tillit til samþykkta iðnnemasamtakanna varðandi reglugerð um iðnnám, sem Iðn- fræðsluráð er nú að vinna að. Einkum vill þingið undir- strika samþykktir formanna- fundarins um dagskóla, kaup- taxta, eftirlit með kennslu iðn- nema og árleg kunnáttupróf í sem flestum iðngreinum." „8. þing. I.N.S.Í. krefst þess, að lögin um iðnnám komi til fullra framkvæmda, eigi síðar en um áramótin 1950—51.“ „8. þing I.N.S.Í. skorar á öll sveina- og meistarafélög að úti- loka alla óiðnluærða menn frá vinnu í viðkomandi iðngreinum, þar sem iðnaður allur hefur dregist mikið saman.“ 8. þing. I.N.S.Í. skorar á iðn- ráðin og Iðnfræðsluráð að hætta öllum sveina- og meistarabréfa- veitingum til óiðnlærðra manna, þar sem þessar undanþágur eru mjög freklegt brot á iðnfræðslu- löggjöfinni.“ „8. þing I.N.S.Í. mótmælir harðlega þeirri ákvörðun hátt- virts Fjárhagsráðs að stöðva byggingu hins nýja iðnskóla í Reykjavík. Skorar því þingið á Form. sambandsins, Tryggvi Sveinbjöms- son, setur 8. þing 1. N. S. I. ráðið að veita nú þegar fjár- festingarleyfi til skólans, svo hægt sé að ljúka byggingu hans strax á næsta ári.“ „8. þing I.N.S.Í. gerir hér með kunnugt, að Iðnnemasamtökin líta svo á, að ýmsar greinar lag- anna frá 16. maí 1949 hljóti að ná til allra iðnnema. Þingið vill í þessu sambandi benda á, að ríkisvaldið hefir gefið út ýmsar tilskipanir, sem aðeins geta leyfilegar talist samkvæmt þessari túlkun lag- anna. Með tilvísun til 22. greinar iðnnámslaganna lýsir þingið því yfir, að það álítur óheimilt öll- um iðnnemum að vinna að framleiðslustörfum meðan verk- fall eða verkbann stendur yfir á vinnustöðvum þeirra.“ IÐNNEMINN 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.