Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.09.1950, Blaðsíða 8
una, en við lögregluna á ég ekk- ert vantalað. Það er bráðum komið vor, og það ætti að vera komið vor fyrir löngu. Tíminn hefur liðið hægt. Vindurinn blæs djöfulóður um göturnar. Það snjóar einn dag- inn, rignir annan og þriðja, síð- an kemur allt í einu frost og hálka. Svo rignir og snjóar aft- ur. Það er kaldast á kvöldin, þegar maður reikar um á rúnt- inum. Það er eins og maður sé 1 Síberíu, Lappmörk eða Græn- landi eða öðrum slíkum stöð- um. Einstaka sinnum sér mað- ur mynd, sem lífgar mann upp, þá geng ég og leita hennar alla nóttina, — en finn hana ekki. Allsstaðar er fólk, en mér er of- aukið, — það er eins og ég sé að ganga í skógi, þar sem ég á ekki eitt einasta tré. — Ég geng á- fram, áfram, eins og fáviti. Sjái ég grannvaxna stúlku, held ég að það sé hún. Og þar sem ég mætti henni forðum, sé ég hana greinilegast fyrir mér. Ég er að verða brjálaður. Ég er ekki ást- fanginn í henni, ég hata hana. Hún hefur tælt mig á eftir sér, og hlaupið svo burt, þegar ég leyfði henni að fara, enda þótt ég hefði hana á mínu valdi. Ég hef ekki verið á hlaupum á eft- ir draum og dregið sjálfan mig á tálar. Nei, það er hún. — Hún hefur verið svo nærri, að ég hef fundið ylinn streyma um mig allan. Það er henni að kenna, að ég reika um göturnar eins og fábjáni, og held að ég sjái eitt- hvað, þar sem er ekki neitt. En ég get ekki hætt. Ég verð að hefna mín á henni, fyrir það, að ég hef verið að leita í allan vetur. Og svo hugsa ég um þetta mjúka í höndunum á mér, þessa veikbyggðu veru. Ég veit ekki hvað ég geri við hana, en hún skal verða mín. Án viðnáms. Ég finn hvernig hún hættir að veita viðnám, gefst upp, verður mát. Þetta er ekki leikur. Ég hata hana, og ég verð óður, þeg- ar ég næ henni á mitt vald. Ég hugsa þetta ekki til enda, en þetta skal koma. Ég er of æstur til þess að geta setzt inn á knæpu og jafn- að mig. Þar er enginn til þess að bíða eftir, og hún gæti gengið fram hjá fyrir utan og ég misst tækifærið. Hún getur komið hvenær sem er. Kvöld eftir kvöld hef ég sagt við sjálfan mig: Á morgun verð- ur það í síðasta sinn. Rétt eins og það væri skipun. En fjandinn má hirða allar skipanir. Hún hlýtur að hafa far- ið úr bænum, hugsaði ég, eða hún er dauð, svona grönn og veikbyggð eins og hún var. En það var þetta veikbyggða og fíngerða, sem seiddi mig. Ég fann blóðið ólga í æðunum. í fyrramálið eða aldrei. Aftur og aftur. Það hlaut eitthvað að ske. Aft- ur og aftur fylltist ég örvilnun, þegar ég gekk heim eftir mis- heppnað kvöld, dauðþreyttur og leiður á lífinu. Ég var orðinn huglaus, einmana ræfill. Til hvers er ég eiginlega að lifa? Allir komast af án mín. Ég reika um göturnar, horfi á auglýsingar, geng innan um eintóm hús, sting loppnum hönd unum í vasana. Hversu lengi held ég þetta út? Maður er allt- af niðursokkinn, hugsar um ó- nauðsynleg málefni, gengur án takmarks. Nei, fjandinn má hirða þetta auma líf. En svo bind ég bækur einn dag til, dregst svo dauðþreyttur heim, totta pípuna þar til ég sofna — hvilíkt líf. Þegar ég bíð, rekst ég stund- um á aðra, sem eru líka að bíða. Kannske eru það margir, sem reika um eins og ég, og leita að einhverri, hver fyrir sig, en án þess að vita um aðra. Fyrir ut- an bíóið, þar sem ég mætti henni síðast, stendur Eva, ein af stúlkunum úr vinnunni, og skimar í kringum sig, eins og hún sé að gá að einhverjum. Hún kemur auga á mig og fer að hlæja. „Villtu ekki koma á bíó með mér, Valdi? Hann kem- ur ekki strákurinn, ég bíð ekki lengur eftir svoleiðis gæja.“ — „Það fást víst engir aðgöngu- miðar,“ segi ég. — „Jú, ég hef miða,“ segir hún hlæjandi og við förum inn. Við fengum okkur sæti í myrkrinu. „En sú stundvísi,“ segir Eva. Hún gat ekki stillt sig um að hvísla og flissa, og ég fór hjá mér. Hún hélt sér líka í mig eins og hún væri hrædd. Mér fannst þetta vera ævin- týri eins og í myndinni. Hún hallaði sér upp að mér og ætl- aði að hvísla einhverju. Hún var full af gáska, en komst í spenning við að horfa á mynd- ina. Hún var önnur en í vinn- unni, ekki aðeins öðruvísi klædd. Ég hafði alltaf verið 6 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.