Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 9

Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 9
FRAMHALDSSAGAN: fikta-kjákniHh Inni í skrautlegri stofu á Her- stad sátu tveir menn við borð, með vínkönnur og teningaspil fyrir framan sig. Annar var vel búinn rauðskeggjaður með purpurarautt andlit, en skegglaus, og útlitið samsvaraði ekki sem bezt presta- búningi þeim, sem hann bar. Það var kanúki Lars Madsen, aðstoð- arpresturinn. Hann var að spila við Áka frá Brúnsgarði, er var frændi Rodes og félaust glæframenni. Báðir höfðu þeir litið heldur djúpt í vínkönnuna og sáust á þeim greinileg merki vínguðsins. Þegar Enno Rodes kom inn í stofuna, hættu þeir að spila og kanúkinn heilsaði honum virðu- lega. „Gleður mig að sjá yður, prest- ur,“ sagði Rodes og hann gekk hratt um gólfið fram og aftur. „Það er nokkuð, sem mér liggur þungt á hjarta.“ „Þarftu að skrifta fyrir nokkurri synd, frændi góður?“ mælti Áki hlæjandi. „Ef svo er, gefur Mad- sen kanúki þér samstundis synda- lausn.“ „Eg er að hugsa um að gifta mig,“ sagði Rodes í styttingi. „Nei, er það mögulegt!“ sagði kanúkinn hýrlega. „Já, satt að segja þarfnast heimili yðar fyrir húsmóður. Mætti ég gerast svo djarfur og spyrja, hverja þér haf- ið útvalið yður fyrir konu?“ „Dóttur Álfs frá Saastad.“ „Bóndadóttur — nei, veiztu nú hvað, frændi góður,“ gall Áki fram í. „Hættu þessu rugli,“ sagði Rod- es. „Anna frá Saastad er bezti kvenkostur hér í sveitinni,“ bætti Lars Madsen við. „En ég þekki hana ekkert og hefi naumast talað við föður hennar. Stutt og laggott: Viljið þér, kanúki, tala máli mínu við Álf á Saastad?“ Lars Madsen neri saman hönd- unum og sagði með vandræðalegu brosi: „Iljartans gjarna, herra minn. En ég óttast, að það beri lít- inn ávöxt. Álfur hefur mörgum sinnum veitt mér átölur fyrir það, að ég tck þátt í veizlum bændanna, og er enginn farisei. Menn mega heldur ekki ætlast'til, að vér prest- arnir göngum eins og englar um kring hér á jörðinni.“ „Þessi Álfur frá Saastad er kannske einn af þeim, sem þér kallið farísea?“ „Engan veginn,“ svaraði kanúk- inn. „Hann heldur sig dálítið frá bændunum hér í sveitinni. En hann fer ekkert eftir því, sem ,ég segi. Aftur á móti hygg ég, að ég geti vísað yður á ágætan talsmann við Álf á Saastad." „Hver er það?“ „Djákninn, Mikael Hrólfsson.11 „Hum, djákninn síjarmandi, — hvað getur hann?“ tautaði Rodes efablandinn. „Mikael gamli kann talsvert fleira en faðirvorið sitt. Sem kenn- ari æskulýðsins og ráðgjafi hinna eldri nýtur hann mikillar virðing- ar hér í sveitinni. í öllum vanda- málum er hans úrskurðar leitað. Hér á Hringsakri höfum við eng- an annan lækni en hann. Hann býr til smyrsl af læknandi jurtum og tekur fólki blóð og gegnir flest- um læknisstörfum. Orðstír hans er floginn langt út yfir endimörk þessa héraðs. Hann er tíður gest- ur og kærkominn á Saastad, og orð lians mega sín mikils hjá Álfi. Fá- ið hann fyrir talsmann." „Ég þekki ekki djáknann. Eg er ekki einn af þeim, sem fara stöð- ugt í kirkju og get naumast búist við, að djákninn vilji skipta sér af mínum málum,“ sagði Rodes. „Reynið að koma yður í mjúk- inn hjá honum. Mér er næst að halda, að okkar góði Mikael Hrólfsson sé ekki alveg blindur fyrir þessa heims Mammoni,11 sagði presturinn með kankvísu brosi. „Þess vegna ræð ég yður til að smyrja hann með góðum loforðum, þá hygg ég, að hann muni verða léttari í tauminn.11 „Ef ekki þyrfti nú annað að gera,11 sagði Rodes, — „betur að þér gætuð flutt liina fögru Önnu heim til yðar sem fyrst. sem eig- inkonu,11 sagði kanúkinn, hóf bik- arinn að vörum sér og drakk í löngum teigum, unz lokið var úr honum. Þá kvaddi hann, þótt loð- mæltur væri í meira lagi og Rodes fylgdi honum út á svalirnar. Þegar Rodes kom inn aftur, tautaði liann: „Fyrir miðsumar verður Anna Saastad að vera orð- in konan mín. Ég verð að taka til óspilltra málanna.11 Framh. Frúin: Er það ekki undarlegt, við Ellen getum aldrei skilið hvor aðra í síma! Húsbóndinn: Hafið þið nokk- urntíma reynt þá aðferð að tala önnur í einu? Breyttir tímar. Áður fyrr var tveimur bílum troðið inn í hvern bílskúr, en nú eru það tvær fjölskyldur. IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.