Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 3
Ritsljóri og óbyrgðarmadur: EFLUM SAMTÖK OKKAR Stjórn F. I. V. talið frá vinstri: Ingólfur Á. Ingólfsson, ritari, Garðar Júlíusson. formaður, Erling Ágústsson, gjaldkeri, Hafsteinn Hjartarson, meðstjórnandi. Kæru félagar! I þetta blað, sem nú kemur ykk- ur fyrir sjónir, hefur Félag iðn- nema í Vestmannaeyjum safnað efni í. Ástæðan fyrir þessu er sú, að formaður I.N.S.Í. kom til Eyja til skrafs og ráðagerða við stjórn félagsins. Þá talaðist þannig til, að félagið tæki að sér að safna efni og auglýsingum í fyrsta blaðið eft- ir áramót. Þetta mun vera einn þáttur í viðleitni sambandsins til þess að stuðla að auknu starfi félaganna úti á landi og er það vel. Það verður einnig til þess, að fé- lagarnir verða þá ekki eins og hlut- lausir leikmenn, gagnvart því, sem er að gerast í hagsmunamálum okkar, heldur kynnast af eigin raun því starfi, sem framkvæmt er. Einnig munu ferðir sambands- stjórnarmeðlima út um land hafa góð áhrif á félögin. Þeir gætu skipulagt starfið með stjórnum félaganna, og kæmust þá jafnframt í kynni við sjónarmið félagsmanna þessara félaga. Vonandi sjá sambandsstjórnar- meðlimir sér fært að heimsækja flciri félög út unr land, og aðstoða við stofnun iðnnemafélaga á þeim stöðum, þar sem ekki eru félög, og fá þannig alla iðnnema til þess að skipa sér undir merki Iðnnema- sambandsins. Á Akureyri mun t. d. ekki vera iðnnemafélag og er það merkilegt í næst stærsta bæ landsins. En von- andi cr þess ekki langt að bíða, þar til þar verður stofnað félag meðal iðnnema. Eitt af því, sem gerir þeim, sem safna efni í þetta blað, erfitt fyrir er það, hversu fáir iðnnemar fást til að skrifa í blaðið, og þar af leið- andi lendir mest á fáum mönnum allur undirbúningur. Þetta er ekki rétta leiðin til þess að viðhalda áhuga þeirra manna, sem eitthvað vilja gera. Þvert á móti drcpur það niður áhugann hjá þeim, og leiðir það af sjálfu sér, þegar þeir sjá að félagarnir vilja lítið sem ekkert á sig' leggja. ★ Síðasta ár var fremur viðburða- lítið hjá okkar félagi hér í Eyjurn og er þar um að kenna áhugaleysi félagsmanna. Boðaðir voru nokkr- ir fundir, en oft var ekki fundar- fært sökum ónógrar fundarsóknar. M. a. var þrisvar boðað til aðal- fundar og í þriðja skipti tókst að halda fundinn og voru þá allflestir félagsmenn mættir. Átti aðalfundurinn að vera í febrúar samkvæmt félagslögum, en var haldinn síðast í október. Á þessum fundi var kosin ný stjórn. Hennar fyrsta verk var að fá hingað formann I.N.S.Í. og ræða við hann um hin ýmsu vandamál, sem steðja að. Gaf hann okkur ýms góð ráð og hvatti okkur til meiri starfa. Hafa síðan verið haldnir nokkrir fundir við allsæmilega fundarsókn, og er það markmið stjórnarinnar, þegar hún hefur lokið við að safna efni í þetta blað, að þá verði haldnir fræðslu- og skemmtifundir, og verði áhugi fyrir slíku, þá mun reynt að halda því áfram eitthvað frarn eftir vetri. Hafa nokkrir iðnaðarmenn hér IÐNNEMINN 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.