Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 4
★ ★ ★ um ★ ★ ★ ★ Ég hafði veitt henni athygli strax við fyrstu sýn, en hvað mér fannst við hana, vissi ég ekki. Hún var ósköp lík öðrum stúlk- um, sem ég sá daglega, en samt var það eitthvað í fari hennar, sem ég gerði mér ekki ljóst hvað var, sem hreif mig og fékk mig til þess að þrá hana og tilbiðja. Voru það svörtu, stingandi augun, litlu, mjúku handleggirnir eða rauðu, bungandi varirnar? Ég vissi það ekki. Ég vissi bara að ég elskaði hana svo óumræðilega mikið, og nú var hún mín. Hún, sem ég þráði, elskaði mig líka, en samt var eitthvað að. Ég virði fyrir mér nakinn lík- ama hennar. Er þetta líkami full- þroskaðrar konu, sem hefur not- ið lífsins með karlmanni? Nei. Þetta er saklaus líkami 16 ára barns. Barns, sem nú i fyrsta skipti hafði elskað. Ég minntist orða hennar fyrr um kvöldið. „Kysstu mig, ástin mín, ég elska þig og hef aldrei elskað neinn nema þig. Þú ert svo góð- í bænum lofað að koma á fundi hjá okkur og flytja fræðsluerindi hver í sínu fagi. Óskandi er, að gott samstarf takist milli félags okkar og iðnaðarmanna hér. Gætu slíkar heimsóknir iðnaðar- manna til okkar orðið til þess, og einnig ef iðnaðarmenn byðu iðn- nemum að koma á fundi til sín, þar sem nemarnir gætu fræðst um sitt hvað. Einnig mætti koma á spurninga- þáttum milli sömu aðila. Hefur það verið reynt í Reykjavík og reynst vel. Með stéttarkveðju. E. h. stjórnar F. í. V. Garðar Júlíusson. SMÁSAGA Saga sú, er hér birtist, er eftir ungan Vestmannaeying-. Hafa nokkrar sögur birzt eftir hann í tímaritum og hlotið mjög sæmi- lega dóma. ur og nú vil ég lifa og vera alltaf hjá þér“. Hún talaði um allt milli him- ins og jarðar, um heimilið okkar og fallega, litla strákinn, sem hún vildi eiga. „Barnið okkar,“ hvísl- aði hún. „Ó, hve þá verður gam- an að lifa.“ Henni var alveg sama hvað aðr- ir sögðu um mig, þótt sagt væri, að ég væri drykkjumaður og róni, sem væri með öllum stelpum, sem ég gæti. Hún trúði engu Ijótu um mig. Að lokum hafði hún sofnað með litlu, mjúku handleggina um háls minn. Ég fann hvað andardráttur hennar var léttur og reglulegur. En elskaði ég þessa fallegu, sak- lausu stúlku, sem hvíldi svo ánægð í faðmi mínum? Já, svo innilega elskaði ég hana, að öllu hefði ég viljað fórna hennar vegna. En innst í hugarfylgsnum mín- um var rödd, sem hvíslaði: Þú verðskuldar hana ekki. Þú ert ekki maður til að fullnægja kröfum hennar. Hún, sem er saklaus og góð, en þú fyllisvín og róni. hefur lifað og daðrað við giftar konur og ungar, saklausar stúlkur! Ó, þessi rödd lét mig aldrei í friði. Ég þrýsti henni að mér með miklum ákafa, ó, ég gat ekki svik- ið hana. Skyndilega grípur hún um handlegg minn og segir: „Ertu að fara? Nei, farðu ekki strax, mér leiðist einni.“ Er hún snerti mig, var líkt sem rafstraumur færi um mig allan. Sá litli vottur, sem ég var búinn að safna af vilja, gufaði upp sem dögg fyrir sólu. Nakinn barmur hennar barðist lítið eitt, og svörtu, yndislegu aug- un tindruðu í rökkrinu. Ég laut niður að henni og kyssti hana. Var- ir hennar voru mjúkar og rakar, þrungnar hita og ástríðu, og fann ég ylinn frá heitum líkama hennar leggja að mér. Ég lagði handlegginn yfir um hana og þrýsti henni að mér. Lágt andvarp leið frá vörum hennar. „Ó, elsku vinur, vertu allt- af hjá mér!“ Ég smeygði mér varfærnislega úr örmum hennar og settist upp í rúminu. Við fórum að tala sam- an og sagði hún mér frá því, að hún hefði komið hingað til Eyja fyrir sex vikum síðan, og fyrst í stað hefði hún verið svo einmana. Henni fannst Eyjan frekar leið- inleg. Skemtanalífið þungbúið og fólkið Ieit niður á sveitamennina, sem voru komnir langt að, til þess að sækja björg í bú. Hún vildi hclzt af öllu fara sem fyrst aftur heim til sín, í einn vestfirzka fjörðinn, þar sem foreldrar hennar og svst- kini voru, því þar hafði hún fæðst og alist upp. Það var unaðslegt að hvíla í örmum hennar, og allt, sem áður amaði að, var í órafjarlægð. „En segðu mér eitthvað frá þér,“ bað hún. „Ég get ekkert sagt þér, ástin mín, sem gaman er að heyra, og nú verð ég víst að fara, því fólk- ið í húsinu er farið að vakna.“ Ég ætlaði aldrei að geta hætt að kyssa hana, varir hennar, brjóst og líkama. „Ó, komdu svo fljótt Frh. á bls. 6. 4 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.