Iðnneminn - 01.12.1954, Blaðsíða 5
J_Ð_N_N_E_M_I_N_N__5
HJÁ TANNLÆKNI
WILLY BREIMHOLST
JerlaACHgur iimetna
Lag: Hvað er svo glatt.
ViS heilsumst frísk á fögrum sumardegi
í ferðahug er sérhvert okkar þá.
ViS brosum móti breiSum gæfuvegi
og brjóstin fyllast æfintýraþrá.
Af staS þá höldum, húrra-hrópin hljóma
og hávær söngur hvert sem fariS er.
Og yfir landiS allt í sumarblóma
iSnnemanna skemmtihópur fer.
ViS keyrum grundir, gil og bratta hálsa
og getum þaSan litiS hafiS blátt.
ViS skoSum strönd og fjallalífiS frjálsa
meS friSartákn og þrunginn töframátt.
ViS dveljum kát í kvöldsins húmi væru,
en kvað þar skeSur, segist ekki hér.
Oft rætast vonir vinir mínir kæru
er vefur nóttin oss aS skauti sér.
GuSjón M. Kristinsson.
*
Alyktun 13. þings Æ.F. um iðnnemamál
ISnnemanum hefur borizt eftirfarandi ályktun um iSn-
nemamál, sem samþykkt var á 13. þingi ÆskulýSsfylgingar-
innar, sambands ungra sósíalista, er haldiS var á Akureyri
fyrir skömmu:
Eftir
Ég vil ekki halda því fram, að
tannlæknirinn minn sé sadisti. Ég
ætla að láta mér nægja, að halda
því fram, að hann sé fantur. Þá
hef ég varla ýkt.
Þið getið séð til, hvort ég hef
dæmt hann of hart, er þið hafið
lesið söguna.
Ég hafði lengi haft eymsli í ann-
arri augntönninni, en mér nægði
venjulega að hugsa um eitthvað
annað, svo það lagaðist.
Svo var það dag nokkurn, er ég
hafði nýlega borðað fjórar þrauð-
sneiðar með hunangi, að ég hent-
ist upp úr sætinu og greip heð
hendinni um kinnina. „Hjálp,
hjálp"! hrópaði ég og snerist í
marga hringi á gólfinu.
Konan mín sat hin rólegasta.
„Reyndu að gera eitthvað", öskr-
aði ég, „gefðu mér heitt vatn og
kamfórudropa".
Konan mín gekk að sfmanum og
hringdi til tannlæknis til að panta
viðtalstíma.
Læknirinn sagði, að ég mætti
koma strax.
Ég bað hana að segja, að mér
liði miklu betur núna.
Svo settist ég aftur við borðið.
„Ég ætla ekki til neins tann-
læknis", sagði ég, „þó að maður fái
öðru hvoru smávegis eymsli í tönn,
er ástæðulaust að æða til tannlækn-
is, eins og um lífið sé að tefla“.
Ég fékk mér brauðsneið, en um
leið byrjuðu kvalirnar aftur og ég
flaug nokkra hringi um borðstof-
una.
„Élýttu þér“, hrópaði ég, „sæktu
hattinn minn og frakkann".
Fimm mínútum síðar sat ég í
biðstofu tannlæknisins. Þeir sem
voru komnir á undan virtust skjálfa
af hræðslu.
„Hann er líklega hörkukarl“,
hugsaði ég með sjálfum mér. Þetta
var sjötta sinnið sem ég sat þarna,
en hingað til hafði kjarkinn alltaf
brostið, er röðin kom að mér, og
ég læðst út.
Loks kom röðin að mér.
„Jæja, hvað er að?“ spurði lækn-
irinn, er ég nálgaðist dyrnar.
„Eymsli í augntönn", sagði ég.
„Það spáir ekki góðu“, sagði
læknirinn.
Hann lokaði dyrunum á eftir
mér, er hann hafði með bendingum
gert hinum skiljanlegt, að þeir
skyldu halda fyrir eyrun, því nú
mundi mikið ganga á.
Því næst sneri hann sér að mér
og bauð mér sæti.
Ég settist og hann nálgaðist mig
með Ijós í hendinni.
„Opnaðu munninn", sagði hann.
„Ekki lítur það vel út, tönnin er
skemmd upp í rót“.
„Ég er feginn, að vera ekki með
svona tannskemmd. Þú getur hengt
þig upp á, að þetta verður sárt. Það
verður heilmikið verk að bora þetta
upp“.
Ég fór að ókyrrast í sætinu.
„Er ekki til eitthvað, sem heitir
sársaukalaus tannviðgerð“, stundi
ég upp.
Læknirinn sló á hné sér og hrist
ist af hlátri.
„Sársaukalaus tannviðgerð! Jú í
auglýsingum, en svona í rauninni
muntu komast að öðtu. Sársauka-
latts rannviðgerð. Þessi var góður“.
Nú fór læknirinn að undirbúa
aðeerðina. Hann sagði mér að
s'-o'a munn nn. Því næst gekk hann
út í hornið sem fjærst var í her-
berginu.
Hann spennti greinar og tautaði
eit'hvað sem rnér heppnaðist að-
eins að heyra b-ot af.
„Ég þakka þér, Drottinn, að ég
hef ekki slíka jaxla, sem þessi mað-
ur, .... hvað þá heldur augntenn-
ur hans, .... hjálpaðu honum að
þola þessa aðgerð .... gefðu hon-
um kjark. Amen!!“!!
Brosandi kom hann aftur til mín.
Mér fannst kalt vatn renna nið-
ur eftir bakinu á mér.
„Svona, svona“, sagði hann, það
er nokkuð snemmt að missa kjark-
inn strax“.
Nú fékk hann sér bómullar-
hnoðra og stakk í bæði eyru.
„Þú hlýtur að skilja", sagði
hann og lagði vmis verkfæri á
borðið fyrir framan mig, „að hljóð-
himnurnar í .mér hafa stundum
verið að því komnar að springa,
þegar ég hef meðhöndlað fólk með
jafn slæmar tannskemmdir og þú
hefur“.
Nú bað hann aðstoðarstúlkuna
að gefa sér devfingarsprautuna.
Hann sagði henni að leggjast út
af og síðan sprautaði hann hana í
handlegginn.
„Ég deyfi hana alltaf áður en ég
geri við svona augntennur eins og
þú hefur“, útskýrði hann, hún er
ennþá svo ung. „Það er óafsakan-
legt, að láta hana lenda í svona lát-
um, án þess að ~efa henni eitthvað
róandi“.
„Jæja góði, glenntu nú upp skolt-
inn“, sagði hann, „auðvitað er full
ástæða fyrir þig að hræðast, en við
verðum að ljúka þessu af.“
Nú setti hann spöng upp í mig,
til þess að halda munninum opnum.
„Gjörðu svo vel, að bíða róleg-
ur augnablik", sagði hann. Síðan
setti hann hljóðnema í samband við
Áður hafði fráfarandi stjórn
skólafélagsins boðað til aðalfundar
og síðar framhaldsaðalfundar, en
báðir þessir fundir reyndust ólög-
legir og varð hún því að boða til
þriðja fundarins, en þar sem hann
hefur ekki enn verið lýstur ólög-
legur mun skýrt. frá honum hér.
Fráfarandi formaður, Vilhelm
Ingólfsson, flutti skýrslu fráfarandi
stjórnar. Kom í ljós að henni hafði
ekki tekist sem skyldi að gegna því
hlutverki er henni var ætlað, þar
sem áhugi fyrir félagslífi það
tímabil, var enginn, og grundvelli
starfsins þar með kippt undan fót-
um hennar. Einnig kom í ljós að
hún hafði tekið við reikningum fé-
lagsins í hinni mestu óreiðu og ekki
tekist að lagfæra það. Urðu um
reikningana talsverðar umræður, og
virtist sú skoðun helzt ríkjandi að
hefja bæri nýtt reikningshald.
Þar næst lagði stjórnin fram
nokkrar tillögur til lagabreytinga,
og var sú tillagnanna athyglisverð-
ust er gerði félagið að félagi nem-
enda skólans, í stað þess að áður
höfðu kennarar hans einnig rétt til
að vera í félaginu. Var hún sam-
þykkt samhljóða.
í stjórn voru þessir menn kjörnir:
Baldur Geirsson, form.
hátalara, sem var frammi í bið-
sto'unni.
„Þeir, sem bíða, skulu fá að heyra
hversu hátt þú öskrar, það herðir
þá og þar að auki er það skemmtun,
sem fær þá til að gleyma sinni eig-
in tannpínu, ég læsti útidyrunum,
svo þeir komast ekki út“.
Nú byrjaði hann að bora með
keilubor, sem hann sagði vera kall-
aðan tannstöngul Satans.
Nú felli ég niður söguna fram að
því augnabliki er læknirinn reyndii
að vekja mg til líísins, með því að
hella yfir mig köldu vatni.
„Skolaðu nú hálsinn, þetta var
erfirt, ekki satt?“
„Athugaðu nú hvort þú getur
staðið á fótunum".
„Jú, það virðist vera í lagi“.
Nú ætla ég að kveðja þig í von
um að þú getir komið aftur á morg-
un kl. 11,45, «n þá verður það enn-
þá sárara.
Læknirinn gekk að biðstofudyr-
unum og ætlaði að hleypa mér út,
en hann gat ómögulega opnað þær.
Þeir, sem biðu frammi, höfðu læst
þeim og hlaðið stólum og borðum
framan við þær.
Haraldur Einarsson, varaform.
Axel Asplund, gjaidkeri
Oskar Valgarðsson, ritari
Gunnar Guttormsson, meðstj.
I íþróttanefnd voru þessir menn
kosnir:
Grétar Norðfjörð, form., Guðjón
Olafsson, Helgi Sigurðsson, Daði
Olafsson og Elías Guðmundsson.
Ritnefnd skipa þessir menn:
Magnús Guðmundsson, Sturla
Betúelsson og Benedikt Bjarnason.
I skemmtinefnd voru þessir
kjörnir:
Vilhjálmur Guðmundsson form.,
Sigurður Kristjánsson, gjaldkeri,
Jón Ölafsson, Guðlaugur Níelsson
og Sævar Björnsson.
Klemens Guðmundsson flutti
fundinum boð ritnefndar Iðnnem-
ans, um að skólafélagið gæfi út
janúarblað Iðnnemans ásamt rit-
nefnd hans, þar sem skólafélagið
hefur ekki afl til að gefa út sitt
eigið blað sem stendur. Skyldi það
blað tileinkað skólafélaginu. Féllst
fundurinn á tilboð Iðnnemans, sem
væntir góðs af slíku samstarfi.
Fundurinn var vel sóttur, og um-
ræður miklar.
I.NS.I. vill óska hinni nýkjörnu
stjóin til hamingju með ósk um
giftudrjúgt starf.
13. þing Æskulýðsfylkingarinnar
átelur harðlega, hve illa er búið að
iðnaðaræskunni í landinu. Krefst
þingið þess, að nú þegar verði orðið
við réttmætum kröfum iðnnema um
að launakjör þeirra og menntunar-
skilyrði verði bætt til stórra muna.
Þess eru mörg dæmi, að efnilegir
en efnalitlir iðnnemar hrökklist frá
iðnnámi vegna hinna hraklegu
Iaunakjara. Átakanlegt dæmi um
sinnuleysið gagnvart menntunar-
skilyrðum iðnnema er, að enn hefur
iðnfræðslan ekki verið felld inn í
fræðslukerfi landsins, heldur er hún
í hrópandi ósamræmi við alla skip-
un skóla- og fræðslumála í landinu.
13. þingið vítir harðlega iðn-
fræðsluráð fyrir að vanrækja ger-
samlega þá skyidu sína, sem því er
lögð á herðar í iðnfræðslulögunum,
að hafa eftirlit með framkvæmd
verklegrar kennslu iðnnema. Er
þessi vanræksla augljóst brot f opin-
beru starfi.
13. þing Æskulýðsfylkingarinnar
hvetur alla iðnnema til öflugrar
baráttu fyrir bættum kjörum.
Viðunandi lausn á kjaramálum
þeirra fæst ekki fyrr en orðið hefur
(Kaup iðnnema samkv. lágmarks-
ákvæðum Iðnfræðsluráðs með fullri
vísitölu framfærslukostnaðar, sem er
159 stig fyrir des. 1954).
Náms- Kr. á
ár: viku:
Rafvirkjanemar .. ... i. 228,96
Múraranemar .... ...2. 274,75
Málaranemar .... ... 3. 366,34
Húsasmíðanemar ...4. 412,13
Bifvélavirkjanemar .. 1. 229,76
Blikksmíðanemar ...2. 215,n
J árniðnaðarnemar ... 3. 367,61
Skipasmíðanemar ... 4. 413,56
Bókbandsnemar ... 1. 226.58
Bakaranemar ...2. 271.89
Rakaranemar ... 3. 362,52
...4. 407,84
Prentnemar ... 1. 224,19
...2. 295,74
... 3. 357,75
...4. 429,30
Húsgagnasmíðanemar 1. 226,46
2. 271,76
3. 362,35
4. 407,64
Náms- Kr. á
ár: mán.:
Hárgreiðslunemar . ... i. 795,00
...2. 954,00
... 3. 1.431,00
Klæðskeranemar ... 1. 858,60
Gullsmíðanemar 7 1.030,32
Ursmíðanemar . . . ... 3. 1.373,76
...4. 1.544,78
Náms- Kr. á
ár: tim.:
Pípulagninganemar .. i. 9,54
.. 2. 11,45
.. 3. 14,31
.. 4. 15,26
Flugvélavirkjanemar 1. 5,34
2. 6,41
3. 8,55
4. 9,62
5. 10,68
verið við þeirri grundvallarkröfu,
að iðnskólar landsins verði gerðir að
verknámsskólum á vegum ríkisins
og þeir felldir að fullu inn í fræðslu-
kerfi landsins.
Meðan verklegt iðnnám fer enn
fram hjá meisturum heitir Æ.F.
þeim fullum stuðningi í baráttunni
fyrir eftirtöldum kröfum sínum.
1. Lágmarkskaup iðnnema verði
ákveðinn hundraðshluti af grunn-
kaupi sveina, sem skiptist þann-
ig:
1. námsár 40%
2. — 50%
3. — 60%
4. — 70%
2. Öll kennsla í iðnskólum fari fram
að degi til og bóklegt nám verði
samræmt fræðslukerfi landsins.
3. Iðnnemum verði ekki gert að
greiða skatta og útsvör.
Iðnneminn hvetur alla þá iðn-
nema sem í pólitískum eða öðrum
félögum eru, að koma þar fram
með ályktanir til stuðnings iðn-
nemasamtökunum, í hinni erfiðu
barátlu sem þau eiga í fyrir bœtl-
um kjörum, og koma þeim á fram-
jœri við I.N.S.Í.
Náms- Kr. á
ár: viku:
Netagerðarnemar .... 1. 228,96
.... 2. 274,75
.... 3. 412,13
K V Æ Ð I
Mannapi.
Maður!
Þú, sem einu sinni
varst api
suður í frumskógum
F rýgeu
Veiztu hverjum þú* ert líkur
þegar þú labbar
blankur
eftir breiðstræti,
Rue de Paris
eða Piccadilly,
og þig dreymir
um dýragarða
eða svifrólu
í cirkus,
meðan aparnir hlægja að þér
hnetubrúnum augum:
— Bræður þínir
biðja að heilsa. ...
Eg hef leilað þín ...
Ég hef leitað þín með ljósi, —
en langt er orðið síðan
að hvarfstti mér í húmið.
Ég hef hrakist stað úr stað,
og stundum var ég þreyttur,
og ég skalf á bak við skúmið . ..
Ég hef leitað þín með ljósi —
en ljósið það er slokknað,
og ég rata ekki í rúmið. —
1952
Fráfarandi stjórn I.N.S.Í.
Talið jrá vinstri: Klemens Guðmundsson, varamaður, Sæmundur Irig-
ólfsson, gjaldkeri, Sigurður Kristjánsson, varamaður, Þórólfur Daníels-
son, formaður, Hreinn Hauksson, varaform., Olafur Eiríksson, ritari. —
A myndina vantar þrjá sambandsstjórnarmeðlimi.
Aðalfundur Skólafélags Iðnskólans
Aðalfundur Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík var hald-
inn sunnudaginn 6. þ. m. í Iðnskólanum.
KAUPTÍÐINDI