Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.12.1954, Blaðsíða 7
I_Ö_N_N_E_M_I_N_N___7 áðan, horgaði það mismuninn á því, sem væri á miili þess kaups, sem við fáum nú og þess sem við þurfum til að geta lifað mannsæm- andi lífi. Svo er það þriðja atriði, sem stjórnin á að leggja út í bar- áttu fyrir, og það er að beita sér fyrir að unninn verði btáður bugur á því, að bæta iðnfræðsluna al- mennt, og f því efni verður að vera um byltingu að ræða. Bezta ráðið í þeim efnum held ég að mundi .vera, að afla sér upplýsinga frá sem flestum löndum og reyna með þeim gögnum að semja upp úr þeim nýja reglugerð um iðnnám. I því mundi líka felast, að bæta úr því ó- fremdarástandi, sem ríkir um Iðn- skólann og kennsluna þar. Um það þarf ég ekki að fjölyrða mikið, þið vitið það manna bezt sjálfir. Aðal- atriðið er það, að í þeim skóla er mjög lítið lært, og hjálpar allt þar til. Mjög óheppilegur tími í kvöld- skólanum. í öðru lagi er kennslan Glæsilegur fræðslufundur Félag rafnema í Reykjavík hélt fyrir skömmu fræðslufund að Röðli. Á fundinum var sýnd kvik- myndin: „Hvað er rafmagn", og flutti Þorbjörn Sigurðsson for- stöðumaður Rannsóknarráðs ríkisins skýringar við hana. Á fundinum, sem var hinn á- nægjulegasti og fór mjög vel fram, mættu tæplega 200 manns, en raf- -nemar hér í Reykjavík munu vera milli 60—70. Sést á því hve iðn- nemafélögin, ef þau tækju þessa starfsemi upp, gætu látið mikið gott af sér leiða iðnnemufh og öðrum iðnaðarmönnum til menntunar. Félag bifvélavirkjanema j Þann 16. þessa mánaðar var Félag- bifvélavirkjanema end- urreist. Var aðalfundur þess haldinn í Baðstofu iðnaðar- manna og var hann fjölsótt- Ur. Skýrt verð'ur nánar frá fundi þessum í næsta blaði. þannig, að hjakkað er á námsgrein- um, sem lítið eða ekkert gagn er að í þeirri iðn, sem viðkomandi iðn- nemi er að læra. Eg hygg, að ég taki ekki of djúpt í árina, með að segja, að iðhneminn hefur mjög lítið færst nær því að vera góður iðn- aðarinaður, í gegnum Iðnskólann, og það litla, sem hann þar lærir, vegur lítið á móti þeirri staðreynd, að það dregur mjög mikið úr á- huga nemans við verklega námið. Það er eins með bóklega námið eins og það verklega, að þar verður að vera bylting á. Með öðrum orð- um, við fáum kennslu í iðnskóla þeim er við göngum í, sem gerir okkur hæfari í okkar iðngrein. Því mér finnst að taka ætti út af náms- greinalistanum þær ' námsgreinar, sem ekki koma því verklega námi við, sem viðkomandi iðnnemi er að læra. Ég er ekki í þessu sambandi að tala um, að ekki sé mjög gaman og gagnlegt t. d. að lesa vel dönsku, skrifa vel íslenzku og vita það, að umsögn er sögn í persónu- hætti, eða að atviksliður er hvert einasta atviksorð, en eftir að iðn- fræðslan er komin í það góða horf, að hún sé aðeins miðuð við það að gera sérhvern nema færan í iðn- greininni sjálfri, þá fyrst getum við farið að líta í kringum okkur og gá að því hvort við höfum ekki tíma til þess að bæta við okkur að læra ýmislegt, sem að gagni mætti koma á lífsleiðinni, svona al- mennt. í sem allra stytztu máli mætti segja, að hin verklega kennsla iðn- nema í dag, laun iðnnema í dag og kennslan í Iðnskólanum í dag eigi eitt samegnlegt, að um þau má segja,- að þau séu mjög léleg. Ég vil að lokum skora á alla iðn- nema að sameinast í baráttunni fyrir bættum láunum og bættum aðbún- aði, verandi minnugir þess, að á þessum sviðum bíða mörg verkefni óleyst, cn ef við leggjumst allir á eitt, þá mun ábyggilega eittlwað þokast áfram í þessum málum. I þessu sambandi verðum við að gera okkur það ljóst, að ekkert verður gert okkur til hagsbóta, nema það komi frá okkur sjálfum. LÉTT OG ÞUNGT Persneskar gátur. 1. Sjálfur er ég boginn, en í gegn- um mig gengur beinn, og ég beygi mig, þegar ég þjóna herra mínum. 2. Hvað er það, þegar ég álít sjálfan mig vitrari en alla aðra? 3. Það er undarlegt, að þótt það hafi engan maga, drekkur það, þeg- ar drykkurinn er þrotinn, deyr það. 4. Annar helmingur mannanna skemmtir sér við að búa það til, en hinn helmingurinn skemmtir sér við að hlusta á það. Hvað er það? 5. Það ber mann og hest, en þreytist ekki. 6. Þ.eir eru svo margir, að ekki er hægt að telja þá, en ef einn þeirra vantar, sézt það strax. •igæ[j( nujo ; uuungej(j -9 •UEji3>[g -j •jn3osjngu[g j, gispfq Eduieq f E>[suiiapj ■£ uui3og •[ ■mnunfvS ntfS3usj2<l gm soag Glerbrot í sólskini Framh. af 4. síðu. un var yndislega fagurt og ég tók eftir því, enda þótt ég væri iðn- nemi. Ég fór mér rólega á heimleið- inni, einkanlega framhjá einu hús- anna, þar sem söngur heimsfrægs tenórs hljómaði frá útvarpsviðtæk- inu. Einhverntíma myndi ég eignast útvarpsviðtæki. Bráðum kæmist ég á fjórða námsárið og þá hækkaði kaupið í rúmar 400 krónur, 45% af kaupi hinna lærðu. Ekki gæti ég samt keypt tækið það árið. Mér fannst það ekki svo slæmt fyrir mig en öllu verra fyrir konu niína, sem alltaf var heima. Þótt ég færi rólega, þá var ég óð- ara kominn heim og slengdi körf- unni á borðið. Ó. D. Auglýsing í þýzku blaði: „Ung kona, sem vinnur í skrif- stofu, tekur að sér kennslu í lýð- ræði eftir kl. 6 á daginn". * l lugo Black, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, varð cmbættis vegna •ð vera við jarðarför manns, sem hann hafði haft innilega fyrirlitn- ingu á í mörg ár. Starfsbróðir Blacks kom of seint í kirkjuna, settist við hliðina á honum og spurði, hvað athöfnin væri langt komin. „Verj- andinn var að byrja ræðu sína‘f, anzaði Black þurlega. * Nonna litla liafði verið komið fyrir hjá frænku sinni, þar eð von var á nýjum meðlim í fjölskylduna. Frænka Nonna litla spurði hann, hvort það væri satt að mamma hans lægi á sæng? „Nei, hún hefur hana ofan á sér“, svaraði Nonni litli með þjósti. * Far þú til maursins letingi! Skoða háttu hans og verð hygginn. * ■ 80 daga þarf Kiwi-fuglinn til þess að klekja út eggjum sínum. Allan þann tíma liggur karlfuglinn á eggj- unum og léttist um hálfa þyngd sína. * Franskur liðþjálfi snæddi miðdeg- isverð í krá einni í Berlín. Fram- reiðslustúlkan skildi ekki orð í frönsku. Liðþjálfinn vildi fá rifja- steik og reyndi að gera henni það skiljanlegt með bendingum og lagði báðar hendur á brjóstið. — Stúlkan kom að vörmu spori með tvö mjólk- urglös. Ég þarf ekki að kaupa blað, því að ég hef ritstjórana í vasanum. Ein af stúlkunum í efsta bekk Iðnskólans hafði opinberað kvöldið áður, en henni til mikilla leiðinda tók enginn af skólasystkinum henn- ar eftir hringnum. Loks þegar skólatíminn var úti seint um daginn og hún sat með félögum sínum inni í skólastofunni, þoldi hún ekki mátið lengur, stóð upp og sagði: „Guð, hvað það er heitt hérna! Ég held ég verði að taka af mér hringinn". * — Hvers vegna sagðirðu hljóm- sveitarmanninum upp, Klara? — Það var alltaf málmbragð af honum. * Ef einn móköggur vegur 1 kg. og hálfan móköggul. Hve mörg kg. vega þá tveir mókögglar? •3>[ j, :jea§ 1111111111 ■ 111111111111111111111 ■ 111111111111111111! ! 1111,,, , ,, lll•l■ll•llll•llllll■lllllllllllllllll*ll|llll|llllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllll■l•(llllllllll||l(||||■llllllll||||||■l■llllll■lllllllllllllll■ll|||||||||||||||| lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll REXOIL Sjálfvirkur araerískur olíubrennari Notiö þaö bezta — þaö borgar sig ★ er pottsteyptur og ryðgar því ekki né skemmist af tæringu. ★ hefir rafmótor, sem varinn er fyrir ofhitun, spennufalli eða breytingum á straumi. Hann slekkur sjálfkrafa á sér, ef spenna lækkar um of. ★ er búinn fullkomnustu öryggistækjum, svo sem reyk- og vatns-thermostat og herbergis-hitastilli. ★ hefir verið seldur í Ameríku í 25 ár, án þess að nokkur hafi eyðilagzt af sliti. ★ veldur ekki truflun á útvarpstækjum. Verðið er mjög hagstætt Upplýsingar á skrifstofu vorri, Hafnarstræti 5 — Simi 1690 0LIUVERZLUN ISLANDSr iiiiiiiin 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111M1111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii1111■ 1111■ 111111111 ...............................................................................................................................................................

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.