Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.09.1995, Blaðsíða 2
Iðnnemasamband íslands Skólavör&ustíg 1 9 101 Reykjavik Sími: 551 4410 Bréfsími: 551 4411 Upplýsinga og réttindaskrif- stofa INSI er opin alla virka daga fró kl. 9:00 til kl. 17:00. Forsíðumyndin er úr járn- smiðju á 4. áratugnum IÐNNEMINN Ritstjóri: Páll Svansson Ritnefnd: Brjánn Jónsson, Hulda Patricia og Lilja Sighvats Abyrgðarmaður: Hreinn SigurÖsson Hönnun og umbrot: Páll Svansson Prófarkalestur: Páll Svansson Ljósmyndari: Brjánn Jónsson Prentun og bókband: Oddi Iðnneminn er gefinn út á tveggja mánaða fresti í 10.000 eintökum. lönneminn er sendur endurgjaldslaust heim til allra iönnema og til rúml. 5.000 iðnfyrirtækja, meistara og stofnana. Matartækninám er kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og er námstími í skóla tvö ár (fjórar annir) og þar að auki 34 vikna verknám í mötuneytum heilbrigðisstofnana, verk- nárnið hefur hingað til ver- ið launað. Hinsvegar hefur nú verið ákveðið að gera matartækninema launa- lausa, aðeins þarf að senda lítt þenkjandi stjórnendum Fjölbrautaskólans í Breið- holti bréf þess efnis að allt of margir sæki um starfs- nám hjá mötuneytum heil- brigðisstofnana og að því miður sé ekki hægt að ráða jafnmarga nema og á síð- asta ári en þó án þess að greiða þeirn laun! Stjórn- endur Fjölbrautaskólans bregðast við af mikilli visku! NÁMSLÁN, þau eru svo hagstæð í dag! Skrifað er bréf til stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna án þess að hafa nokkurt sam- ráð við fulltrúa námsmanna og sú einlæga ábending sett fram að þar sem iðnnemar eigi kost á námsláni sé mik- ilvægt að stjórn sjóðsins sjái sér fært að veita matar- tækninemum lán á starfs- námstímanum!!! Skemmst er frá því að segja að stjórn- in hafnaði því að veita lán til starfsnámsins. Hvernig á að túlka þessar aðgerðir forstöðumanns Eldhúsa Ríkisspítalanna? Hvernig á að túlka sinnu- leysið í stjórnendum Fjöl- brautaskólans í Breiðholti? Þetta er ekki hægt að túlka öðruvísi en hreina árás á Iðnnemasamband Islands og þá hagsmuni sem það gætir. Þrátt fyrir að matar- tækninemar séu ekki í lög- giltri iðngrein eru þeir fé- lagsmenn í Iðnnemasam- bandi Islands á meðan þeir stunda skólanám. I dag er aðeins eitt til ráða: Stjórn INSÍ, stjórnendur FB og fulltrúar matartækninema þurfa að koma saman og ná fram fyrirvaralausri leið- réttingu á launamálum í starfsnámi matartækni- nema. fmf/vM Nýlega var dregið í fé- lagsgjaldahappadrætti Iðnnemasambands Islands en ávallt er dregið úr röð- um skuldlausra félaga. Sú stefna var tekin í upphafi að veita ferðavinning í gegnum Ferðaskrifstofu stúdenta og er þetta í 16. skipti sem dregið er og heppinn iðnnemi hlýtur ferðavinning að upphæð kr. 50.000,-. Dregið er 4 sinnum á ári. Að þessu sinni hlaut Harpa Hrönn Gunnarsdóttir fram- reiðslunemi vinninginn. Á meðan blaðið var í prentun var dregið úr röðum þeirra sem greiddu sín félags- gjöld fyrir 1. september og þar á eftir verður dregið í byrjun nóvember. g Hreinn formaður INSÍ afhendir ferðavinninginn. 2 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.