Iðnneminn - 01.09.1995, Blaðsíða 5
línu í pökkum sem merktir eru við-
takanda, það er viðkomandi forriti
í tölvu notandans. Algengustu að-
ferðir til nettengingar yfir símalínu
eru SLIP (Serial Line Internet
Protocol) og PPP (Point to Point
Protocol)
Tölvupóstur (E-Mail), stundum
nefnt rafpóstur, er eins og nafnið
bendir til, póstkerfi netsins. Það
gerir notendum kleift að senda á
milli sín póst á leifturhraða óháð
fjarlægðinni sem skilur þá að. Til að
fyrirbyggja misskilning er rétt að
taka fram að tölvupóstur á ekkert
skylt við símbréf (fax).
Vefurinn eða Veraldarvefurinn
(World Wide Web) er þéttofið net
miðlara um allan heim sem veita í
sameiningu aðgang að ógrynni
upplýsinga á margmiðlunarformi
þar sem texti, kyrrmyndir, hreyfi-
myndir og hljóð spila saman á
heildstæðan hátt. Þesar upplýsing-
ar er svo hægt að skoða á tölvu not-
anda með viðeigandi hugbúnaði.
Usenet er ýmist nefnt fréttakerfi
netsins eða tölvuráðstefnur. Efnið á
fréttakerfinu liggur ekki á einni á-
kveðinni tölvumiðstöð heldur
flæðir um heiminn.
Telnet er samskiptaháttur til að
komast í skjásamband við tölvu-
miðstöð á Internetinu.
FTP er skammstöfun sem stendur
fyrir File Transfer Protocol og er
skráaflutningsmáti. Hann er notað-
ur á vélum sem eru tengdar Inter-
netinu til að flytja skrár til og frá
tölvumiðstöðvum. A FTP er aðal-
lega að finna deiliforrit
(Shareware) og önnur gögn sem
fáanleg eru endurgjaldslaust.
Gopher er dæmigert miðlara/biðl-
ara kerfi. Þegar gopher biðlarinn er
keyrður veitir hann aðgang að
gophermiðlurum sem finna má á
flestum tölvumiðstöðvum Inter-
netsins.
IRC (the Internet Relay Chat) eru
spjallrásir í líkingu við talstöðv-
arásir. Þú tengist við rás og sérð þá ur. Hægt er að takmarka þann að-
allt sem þáttakendur þeirrar rásar gang við ákveðna hluta heima-
skrifa. Hægt er að halda fundi á svæðisins .Grcinin cr imnin uppiír lieiiiiilihnii fni
þennan máta og loka rás fyrir óvið- mcðgoðfnsicgu in/fi.
komandi.
Listproc/Listserv/Majordomo er
einskonar tölvupóstmiðlari sem sér
um að dreifa bréfum til allra sem
eru ákrifendur að póstlista með því
heiti sem sent er til. A þennan hátt
er hægt að setja upp póstlista um
margskonar málefni.
IP vistföng og heiti tölva. Sérhver
tölva sem tengist Internetinu hefur
sérstakt númer, svokallaða IP-tölu.
Hún er byggð á fjórum tölum á bil-
inu 1 - 255 sem eru aðskildar með
punkti. Vegna þess hve erfitt er að
muna talnarunur hafa tölvurnar
líka nöfn. Nöfnin eru samsett úr
orðum, sem aðgreind eru með
punktum. Síðasti hlutinn í nafninu
segir til um í hvaða landi viðkom-
andi tölva er (að undanskildum
Bandaríkjunum). Þannig er is síð-
asti hluti í nafni tölva á Islandi. Þar
á undan er auðkenni fyrirtækis eða
stofnunar sem rekur tölvuna.
Notendanafn er það auðkenni sem
hver notandi fær þegar hann gerist
ákrifandi að tölvumiðstöð og not-
endaþjónustu. Það er 2 - 8 stafir að
lengd. Engir tveir notendur á Inter-
netinu hafa sama notandanafn.
Samkvæmt þeim reglum er gilda á
Internetinu eru notendanöfn per-
sónubundin og óheimilt að
samnýta þau.
Netföng (Póstföng) eru mynduð
úr tveimur hlutum, notandanafni
og tölvunafni sem skeytt er saman
með @ merkinu. @ á ensku er
lesið'út" . Netfangið er alþjóðlegt
einkenni notandans og skilst hvar
sem er á Internetinu.
Heimasvæði. Þegar notandi fær
aðgang að tölvumiðstöð/þjónustu
fær hann úthlutað ákveðnu svæði á
þeirri tölvu sem hann tengist við.
Þetta svæði nefnist heimasvæði og
enginn annar hefur aðgang að því
nema að notandinn veiti hann sjálf-
Hymax
Ýmsir valmöguleikar:
- Langlínulæsing
- Simafundir
- Hringiflutningar innanhúss
og í heima- og bílasíma
- Tengingamöguleikar f. útvarp
hótalarakerfi, dyrasíma,
neyðarkerfi o.fl.
- Skilaboða- og kallkerfi
- Og margt fleira!
komdu í csnrrhópinn
AT LVf
/ - ulliui ill iuliu
/
18-36 klst. rafhlaða
60 númera minni
Þyngd 270 g
^„stoKjnuaNN
Símtæki hf.
Hátúni 6a, sími 561 4040
Allar gerðir símtækja
fax - símsvara o.fl.
IÐNNEMINN 5