Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1995, Blaðsíða 9

Iðnneminn - 01.09.1995, Blaðsíða 9
eru einnig þau einu sem ísland hefur tekið þátt. Nú snemma í vor hóf störf nefnd er hefur ver- ið að undirbúa vinnu söfnunar- verkefnis, er ber vinnuheitið „Dagsverk '96". Sú nefnd hefur lokið sinni undirbúningsvinnu og hóf þegar í vor kynningu í skólunum. I haust mun verða komið á landsnefnd er vinna mun að sjálfu verkefninu, kynn- ingu þess og framkvæmd, í henni koma til með að sitja full- trúar þeirra námsmannahreyf- inga er að verkefninu munu koma sem og þeirra skóla er þátt taka. Stefnt er að því að halda söfnunardaginn þann 21. mars, að vori 1996, og er hugmyndin að ganga í samstarf við Noreg sem að þessu sinni ætlar að láta söfnunarfé renna til menntunar götubarna í Brasilíu. Það verk- efni er að mörgu leiti svipað því sem síðast var. Munurinn er þó sá að nú beinist aflið alfarið að „Tvisvar sinnum hef- ur OD-verkefnið ver- ið haldið sameigin- lega á öllum Norður- löndunum'' því að veita götubörnum, sem oft á tíðum hafa í ekkert hús að venda, menntun og að veita þeim með því einhvern mögu- leika á að lifa af í þeim harða heimi sem þeim er boðinn. Þessi börn þekkja ekkert annað en fá- tækt og hungur, fjöldi ung- menna eiga við alvarlegan eitur- lyfjavanda að stríða og sjá ekki að til sé nokkur leið til að þau megi slíta sig út úr þessu fari vonleysis og tómleika. Með því að búa á götunum er líf þeirra í stanslausri hættu, þúsundir barna hafa verið myrt af svokölluðum hreinsunarsveit- um ár hvert, flokkum er fara um að næturlagi í þeim tilgangi ein- um að hreinsa göturnar af ó- þarfa „rusli". Með því að koma þessum börnum af götunni og veita þeim menntun má sporna við þessum illu örlögum þeirra í miklum mæli, það eina sem þarf er að koma því í verk. Að þessu sinni er verið að kanna grundvöll fyrir breytingum á uppbyggingu verkefnisins. Annars vegar þess efnis að kanna þann möguleika að fá inn í söfnunina 8.-10. bekki grunn- skóla. Þar með yrði starfið vissulega orðið umfangsmeira og fengi aukna getu. Hins vegar að kanna og meta grundvöll fyr- ir því að halda megi slíka söfn- un á tveggja ára fresti í stað u.þ.b. fimm ára eins og reynsla hefur sýnt. Ekki síst til þess að alþjóð gefist kostur á að kynnast þessu átaki og fái að njóta þess upplýsingaflæðis sem því fylgir. liiipÉil 0.D ' 90 skrifar «m átaksverkefiii framhaldsskólanema líl að mennta yötuliörn I Brasilíu. efélag bókagerðar- manna IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.