Ljósberinn - 12.11.1921, Side 1
Jesús sagðí: »Leyfið börnunum að koma til min og bannið þeim það ekki,
þvi slikum heyrir Guðs riki tifa. Mark. 10, 14.
I. ár. Reykjavik, 12. nóv. 1921 15. blað
flFesús vakir.
Og er hann steig út í bátinn, fyigdu Iærisveinar
hans honum. Og sjá, pá gerði svo mikið veðnr
á vatninu, að bátinn huldi af bylgjunum; en
hann svaf. Og þeir komu og vöktu hann og
sögðu: Herra bjarga þú; vér förumst. Og hann
segir við pá: Hvi cruð pér hræddir, litiltrúaðir?
Pví næst stóð hann upp og hastaði ú vindana
og vatnið, og varð bliðalogn. En mennirnir
undruðust petta og sögðu: Hvilíkur maður er
þetta, að bæði vindarnir og vatnið hlýða hon-
um? (Matt. 8, 23.-27.).
Kœru börn! Rið vitið, að það er gott að mega sofa,
þegar maður er þreyttur, og við sofnum oft fljótt,
þegar við ieggjumst þreytt til hvíldar. En hafið þið
ekki tekið eflir því, að það er eitt, sem getur haldið
okkur vakandi, þótt við vildum svo gjarna mega
sofa, og það er, ef við erum hræ»id við eitthvað, og
það er svo margt, sem sum börn eru hrædd við.
En verst er, þegar við höfuin vonda samvizku og
erum hrædd af því, að við höfum gert eitthvað ijótt,
sem við hefðum ekki átt að gera. í textanum hér að