Ljósberinn - 12.11.1921, Page 3

Ljósberinn - 12.11.1921, Page 3
LJÓSBERINN 115 þegar Jesús var með, þá mundi skipið ekki farast. Kæru börn! Purfum við að vera hrædd? Nei, því ef við höfum Jesú með okkur og leyfum honum að leiða okkur, þá höfum við ekkert að óttast, því þá erum við í öruggu hæli, þar sem ekkert getur grand- að okkur. En stundum finst okkur eins og Jesús hafi gleymt okkur, og við verðum hrædd og kviðandi, eins og lærisveinarnir í bátnum úti á Genesaretvatninu. En hann gleymir aldrei; hans alskygna auga vakir stöð- ugt yfir okkur. Maður nokkur ætlaði að sigla til Ameríku, en vagn- inn, sem hann ók í niður að höfninni, brotnaði, svo hann varð of seinn, En hann hafði beðið Guð um að hann mætti ná skipinu, því honum reið mjög á að komasl með þvi, en þegar hann var kominn svo langt áleiðis, að hann sá til hafs, þá sá hann, hvar skipið var komið langt út á sjó. Nú hélt maðurinn áreiðanlega, að Guð hefði gleymt sér, en þegar hann, fjórum dögum seinna, frétti, að skipið hefði rekist á ísjaka og farist og allir, sem á því voru hefðu drukn- að, þá skildi hann, að Guð hafði ekki gleymt hon- um, heldur hafði hann vakað yfir honum. Börnin mín! Hafið það alt af hugfast, að Jesús gleymir ekki hinu minsta barni sinu, og að hann hefir nöfn ykkar hvers og eins rituð á hjarta sitt. Og hann hryggist í hvert sinn, sem þið leyfið hinu vonda rúm í hjarta ykkar. Hann vill hjálpa ykkur í öllum freistingum og vernda ykkur í öllum hættum, þvi hann elskar ykkur svo heitt. H,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.