Ljósberinn


Ljósberinn - 14.01.1922, Side 3

Ljósberinn - 14.01.1922, Side 3
LJOSBERINN María leit á móður sína og svaraði: „Af því að Guð hefir bannað það“. „það er alveg rétt, barnið mitt“, svaraði mamma. „petta er réttasta svarið. þegar Guð skipar okkur að gjöra eitthvað, þá eigum við að gjöra það, og ef hann bannar eitthvað, þá eigum við að láta það ógjört. Og eitt boðorðið er svohljóðandi: Ef þið, kæru börn, verðið einhverntíma spurð, hvers vegna þið viljið eigi taka þátt í því að tala eða gjöra það, sem ljótt er, þá svarið ávalt hinu sama og María litla: „Af því að Guð hefir bann- að það“. -——o----- Guð er hjá mér. Einu sinni var fátæk ekkja í Lundúnum; hún bjó í litlu þakherbergi; fátæklegt var alt þar inni, en alt var þar þokkalegt og í röð og reglu. Vikukaup- ið hennar hrökk naumast fyrir því, sem hún þurfti helzt við, en þó heyrði hana enginn kvarta. í glugg- anum stóð fornfálegur jurtapottur og í honum var ofurlítil kló af bláberj alyngi, og það var auðséð, að hún hafði hlúað vel að henni. Einu sinni sagði grannkona hennar við hana: „Vel þrífs lyngklóin þín, Anna! það fara bráð- um að koma ber á hana“. „Ó, það er ekki vegna berjanna, sem eg er að ala hana upp“, svaraði ekkjan. „Hvers vegna hlúir þú þá svo vel og vandlega að henni?“ spurði grannkonan.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.