Ljósberinn - 14.01.1922, Blaðsíða 4
4
LJOSBERINN
„pað skal eg segja þér“, svaraði Anna, „eg hefi
ekki efni á því að halda nokkra lifandi skepnu,
hvorki fugl né kött eða nokkra aðra skepnu; en
lyngplantan þessi veitir mér mikla gleði, því að eg
veit, að það er almáttugur Guð, sem lætur hana
vaxa og þróast. Og með því að eg sé, að hún lifir
dag frá degi, þá segi eg löngum með sjálfri mér:
„Guð er hjá mér, fel þú honum vegu þína, hann
mun vel fyrir þér sjá“.
o-
J esús i 2 ára.
Við vitum ekki mikið um Jesú, þegar hann var
barn; en það vitum við, að hann var gott og hlýð-
ið barn. Um það getum við lesið í Nýjatestament-
inu okkar hjá Lúkasi 2. kap. 40.—52. v. pá frásögu
ætti hvert barn að lesa
með athygli. Og þið
börn, sem hafið lesið
hana, munið víst eftir
þessum dýrðlegu orð-
um, sem Jesús sagði þá
við foreldra sína:
„Vissuð þið ekki að
mér ber að vera í því,
sem míns föðurs er“.
þið skuluð taka eftir
því, að þegar foreldrar
Jesú leituðu að honum,