Ljósberinn


Ljósberinn - 14.01.1922, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 14.01.1922, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 5 þá fundu þau hann ekki úti á götunni, í sollinum, þar sem foreldrar hans gátu hrygst yfir að hann væri. Nei, þar gat Jesús ekki verið. Heldur fundu þau hann í musteri Drottins. því Jesús vissi, eins og hann sagði sjálfur, hvar honum bar að vera. Ó, að þið, kæru börn, vilduð læra af Jesú, hvar ykkur ber að vera og reyna að líkjast honum. því ykkur ber að vera í því, sem Guðs er, hvar sem hans orð er haft um hönd og í sérhverjum góðum félagsskap. Biðjið Jesú, nú á þessu nýbyrjaða ári, að hjálpa ykkur til þess að þið mættuð líkjast honum, þegar hann var drengur í Nazaret. Látið líf ykkar eins og mótast í mynd Jesú Krists, og gefið honum þá beztu gjöf, sem barn getur gefið: gefið honum hjarta ykkar á unga aldri, því það þráir hann að hvert barn geri. Og þá munuð þið líka eignast hina sönnu og varanlegu gleði. H. Á. ----o---- Vegurinn til himins. Fyrir nokkru síðan var það siður á Englandi, að smádrengir voru látnir skríða niður í ofnpípurnar og inn í eldavélarnar, þar sem fullorðnir komust ekki að. Daglega sáu menn þá á götunum í sótara- búningi sínum með sópana í höndunum, síbiðjandi og hrópandi um atvinnu með háum og skærum rómi. Einu sinni mætti herramaður einum þeirra og sagði við hann: „Vinur minni litli! Vísaðu mér á götuna sem

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.