Ljósberinn - 27.05.1922, Page 4
156
LJÓSBERINN
irgF^l
IB^ISÍD)
9
Hanna, góða barnið.
Niðnvl.
pær gengu nú á bak við litla kofann kerlingar-
innar; urðu telpurnar þá heldur forviða, því að þá
sáu þær, að örskamt var þaðan út úr skóginum.
„Svona, hlaupið þið nú“, sagði kerling, „en þið
skuluð samt ekki fará út í skóginn í annað sinn,
því að það er ekki hárvíst, að ykkur veiti jafnhægt
þá eins og nú að komast út aftur“.
þegar telpurnar voru komnar út í skógarjaðar-
inn, snéri Hanna sér við og ætlaði að veifa til
gömlu konunnar, en þá var alt horfið: húsið og
garðurinn og konan; þær sáu ekkert nema koldimt
skógarþyknið, er eigi sýndist nokkrum manni unt
að komast í gegnum.
Síðan fóru þær heim, hvor fyrir sig til sinna
foreldra.
Pabbi Hönnu' var rétt í því að koma heim frá
vinnu sinni, en þegar þau pabbi og mamma sáu
Hönnu sína, þá urðu þau svo forviða, að þau æptu
upp yfir sig.
Hvað haldið þið svo, að þau hafi séð? Getið nú
til. Eg skal segja ykkur það. Hún Hanna litla þeirra
hafði auðvitað verið reglulega indæl og góð telpa,
en fríð var hún alls ekki. En hvernig var hún nú?
Hún var orðin svo forkunnarfríð sýnum, að þið
0