Ljósberinn - 27.05.1922, Qupperneq 6
158
LJÓSBERINN
barnið? Ó, hvað henni sárnaði, og svo — já, það
getið >ið fengið að heyra í annað skifti. B. J.
Mestur í heimí.
Einu sinni kom stúlká inn á barnahœli. Hún var
að lita til Iitillar stúlku, sem þar dvaldi og som nýbúin
var að missa móður sina. Hún hafði tekið með sér leik-
i'öng, og ýmislegt, sem hún vissi að mundi gleðja lítið
barn. Aður en hún fékk henni gjafirnar, spurði hún
hvað hana langaði helst til að eiga. „Mig langar til
þess að sitja dálitla stund i kjöltu þinni", hvíslaði litla
stúlkan og leit bænaraugum upp tii hennar. Hún þráði
kærleika, — móðurkærleikan n, sem hún nú hafði
mist, þvi nú var móðir honnar liorfin, og nú gat hún
aidrei framar setið i kjöltu hennar og liallað þreyttu
höfði að móðurbrjósti.
Við skulum öli liugleiða þetta og læra af þessari smá-
sögu. Og Iivað getum við af henni lært? Jú, þetta:
a ð kærleikurinn er kærkomnasta gjöfin, sem við
getum gefið. — Við þurfum ekki að vera rík til þess
að gefa þá gjöf. En eitt verðum við að eiga. Hvað hald-
ið þið að það só, börnin góð? Við þurfum að eiga gott
hjarta. Munið nú þetta, þegar þið mætið einhverjum,
sem á bágt, þá er kærleikuri n n kærkomnasta gjöfin.
---0----
Ef þú ferð 1 tíma fyr á fætur á morgnana, græðir þú
30 daga á einu ári, eða næstum 1 ár á hverjum 10 árum.