Ljósberinn - 27.05.1922, Qupperneq 7
LJÓSBERINN
159
Sunnudaginn 28. maí.
Lestrarkafli er Jeremías 26. kaj).
Lærðu: Bætið nú framferði yðar og athafn-
ir og hlýðið raustu Drottins Guðs yðar.
Jer. 26. 13. v.
Jósias konungur, sem talað var um á sunnudaginn
var, féll í ófrið við Egypta, orti Jeremia spámaður þá
harmljóð, og öll þjóðin syrgði. Júdariki varð upp frá
því að greiða skatta ýmist Egyptum eða Babelsmönn-
um. Konungamir, synir og sonasynir Jósía, voru hæði
illir og óhyggnir; siðabótin hafði ekki náð hjörtum unga
fólksins, en þjóðarhrokinn var mikill og altaf l)jugg-
ust Gyðingar við, að Drottinn mundi vernda þá, hvern-
ig sem þeir breyttu og svívirtu nafn hans. Jeremías
sagði þeim, að þetta væri blindni, spillingin mundi
verða þjóðarglötun, ef þeir tækju ckki sinnaskifti; en
þá tóku prestarnir hann íastan og ákærðu liann fyrir
föðurlandssvik! — Myndin í Ljósgeislum, nr. 9 II. ár 2.
fl. sýnir æðsta prestinn ákæra Jeremías bundinn. —
Vildarmenn konungs, sem ekki voru eins blindir og
prestarnir, frelsuðu lif Jeremía. Beynslan sýndi, að
Jeremías sagði satt, og hún hefir margsýnt, að það er
almenn regla, að spilling glatar velfei'ð þjóðanna. —
Vér megum vera vissir um, að svo er og um vora þjóð.
— Ef spilling og guðleysi nær yfirráðum til lengdar,
þá smáfyllist mælir synda hennar, og dagar hennar
onda með skelfingu. Ættum vér ekki að reyna að vinna
gegn því og hiðja Guð að sýna oss, livað vér eigum
að gera og hvernig vér eigum. að starfa?
Lærðu: „Jesús þeim sýndi" .... (Pass. 8. 6.).