Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 319 Lísa þakkaði fyrir og borðaði eplið. Að því búnu fór hún heim. Hún vissi ekki að það var töfratré, sem eplið var tekið af, og að nú var hún orðin forkunnarfríð af því að éta eplið. Framh. ----o----- 1 sunnudagaskóla 8. okt. 1922. L e s t u Lúk. 2. 40.—52. Lærðu: „En sveinninn óx og styrktist, fullur vizku, og náð Guðs var yfir honum“. (Lúk. 2. 40. v.). Guðspjöllin segja fátt um æskuár Jesú; „barndóms- saga Krists er miklu yngri en þau, og að likindum til- búningur. Förin til Jerúsalem, er Jesús var 12 ára, er eina áreið- anlega frásagan, sem vér þekkjum frá uppvaxtar- og þroskaárunum í Nazaret. En það vitum vér, að hann þroskaðist, „var þeim hlýðinn" og Guðs náð var yfir lionum. — það er mikilsvert gæfumerki fyrir hvern ungling, sem segja má það um með sanni. Sunnudaga- skólinn reynir að hjálpa yður í þeim efnum, hann hendir yður, börn, á Jesúm. þar sjáið þið ekkert ljótt. — Óvinir hans hafa leitað, en ekkert fundið, sem þeir gætu ásak- að hann fyrir, nema þegar þeir hafa skrökvað einhverju. En Jesús er meira en fyrirmynd, hjá honum getur þú og eg fengið hjálp til að vaxa í öllu góðu. — Ef þú bið- ur hann í alvöru um það, þá er líkast því, sem hann taki i hönd þína og hvísli að þér: „Vertu öruggur, eg skal leiða þig“. — Taktu eftir, þegar þú biður næst, hvort Þetta er ekki satt. S. Á. Gíslason.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.