Ljósberinn


Ljósberinn - 02.02.1924, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 02.02.1924, Blaðsíða 1
❖» Smárit barnanna <«- Jesús sagði: ^Leyfið börimnum að koma til mín og bannið þeim það eiclci, því slíkum hey rir &uðs ríki til“. Mark. 10, 14. Hvað mörg af börnunum, sem þetta lesa, ætli reyni að tala þannig, að röddin þeirra sé þýð og þægileg fyrir alla, sem heyra þau tala? það eru margir dreng- ir og stúlkur, sem aldrei reyna þetta, og svo verður málrómur þeirra harður og klúr og ósköp óviðkunn- anlegur. Sætar raddir eru heimilunum eins og sam- hringing silfurbjalla, sem gleðja oss, hve nær sem vér heyrum þær; en há, klúr og köld rödd, sem brak- ar og brestur í, er eins og brotin bjalla, sem falskt hljóð er í. Málrómurinn er æði mikið undir því kominn, hvað það er sem við tölum. Ef við tölum það, sem er kalt, sárt og gremjufult, þá er hætt við, að málrómurinn sé harður og óþýður; en ef við reynum að tala það, sem gott er og vinsamlegt, þá verður málrómurinn ljúfur og þýður. Og orðin, sem við tölum, eru komin undir því, sem við hugsum. Við skulum biðja Jesú að gefa okkur góðar hugsanir, svo vér töl- um aðeins kærleiksorðin. o

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.