Ljósberinn


Ljósberinn - 02.02.1924, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 02.02.1924, Blaðsíða 4
36 LJÓSBERINN að þá var hart í ári og þau höfðu engin efni á að ferðast með hann þangað. Veslings þrastamamma litla átti með hverjum deg- inum bágara til bjargar, og henni var svo óttalega kalt, miklu kaldara en snjótitlingunum og öðrum fuglum, sem eru á vetrum á Norðurlöndum. þegar fyrsti snjórinn féll, varð hún steinhissa. „Eru þetta hvít fiðrildi ?“ hugsaði hún með sér. „þ>á hlýtur sum- arið að fara að koma, en kalt er þó enn“. Og hvítu fiðrildin féllu niður á hana. Hún ætlaði að tína þau af sér með nefinu, en hvað þau voru ís- köld, hú! Hún varð að hrista þau af sér, til þess að losna við þau, en þau komu jafnharðan aftur og sett- ust á hana. Hún varð þá alveg utan við sig af ótta og flaug inn um opinn glugga. Og inni í stofunni sveif hún hringinn í kring í ofboði og sló vængjunum í glugg- ann og spegilinn. þetta var þá stofan hans Páls litla, sem hún var komin inn í, og hann horfði með angist í augunum á veslings hrædda fuglinn, sem á endan- um datt ofan á sængina fyrir framan hann. þarna lá hún með útþanda vængina, opið nefið og augun aft- ur, og Páll hélt undir eins, að hún væri dauð. Hann grét af sorg og meðaumkvun og tók um hana varlega með litlu, hlýju höndunum sínum, strauk fjaðrirnar, sem úfnað höfðu, og púaði í hana. 0, hvað hann varð glaður, þegar hann fann, að litla hjartað hennar bærðist. Og að lokum opnaði hún augun. Skildi nú þrastamóðirin, að hún var í góðum hönd-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.