Ljósberinn - 02.02.1924, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN
35
þú hefðir brjóst til að gera þetta? Farðu burt! Eg get.
ekki séð þig, óhræsið þitt“.
„Ó, hænuhausinn þinn!“ hrópaði Hans og hljóp út
leiðar sinnar.
Hann átti að vera þarna í sumarleyfinu, og vera
Páli til skemtunar; en Páll kærði sig ekkert um þann
ótætis strák, sem var eins og villingur í öllu, og þeg-
ár hann nú komst að því ofan á alt annað, að hann
var skepnuníðingur, þá vildi Páll ekki, að Hans kæmi
inn til sín framar.
Foreldrar Páls urðu mjög reið við Hans. Nótt-
ina eftir þyrmdi yfir Pál litla, hann fékk háan hita
og í óráðinu var hann að tala um smáfugla, sem
lægju á jörðinni særðir; var Hans þá óðara vikið
burtu og sendur heim. Foreldrar Páls gátu ekki séð
hann, óhræsis strákinn, sem ef til vill yrði orsök í, að
hann litli Páll þeirra dæi.
Páli skánaði þó dálítið aftur, en alt af varð hann
að liggja í rúminu. Oft áttu þau fult í fangi með að
útvega honum nóg loft. Gluggarnir stóðu opnir nótt
og dag í stofunni, þar sem hann lá. Og þó að vetur-
inn kæmi, var litli glugginn hafður opinn. pá hugs-
aði Páll til allra hraustu drengjanna, sem þá gætu
farið á skautum á tjörninni, og þá lá honum við að
gráta.
„Hann verður að fara suður í lönd“, sagði læknir-
inn. „Ef hann gæti dvalið þar árslangt, þá batnaði
honum, ef til vill, til fulls. Hérna heima getur honum
aldrei batnað“.
Og foreldrarnir litu á hann örvæntingaraugum, því