Ljósberinn


Ljósberinn - 19.04.1924, Page 6

Ljósberinn - 19.04.1924, Page 6
126 LJÓSBERINN Fyrsta og síðasta altarisganga Róberts. Inni á milli háfjalla Skotlands var einu sinni lítill drengur, fátækur en ráðvandur. Frá því hann var smábarn hafði hann alist upp á sveitinni. Honum hafði verið komið fyrir hjá gamalli konu. Á þessu fátæka heimili óx Róbert upp. Hann var fremur treggáfaður, en hann var viljugur að gera alt sem hann gat, og ætíð reiðubúinn. Hann tók einatt innilega í hendina á nágrönnunum; — það sýndi að hann hafði gott hjartalag, enda elskuðu allir hann, sem kyntust honum. Hann var fremur fáskiftinn og talaði fátt, en alt benti á það, að hann stóð í innilegu sambandi við Guð, — sem hefir svo stórt hjarta, að ekki einn gleymist. — Og Róberti hafði hann heldur ekki gleymt. Já, Róbert litli, sem var svo lítill fyrir manni að sjá, gekkmeðGuðiogGuðvarmeðhon- u m. pegar önnur böm heyrðu Róbert litla vera að tala við sjálfan sig, eins og einhver væri hjá honum, sem hann væri að tala við, þá undruðust þau og spurðu hann, við hvem hann væri að tala. pá svaraði Róbert: „Eg er að tala við hann, sem hvorki þið sjá- ið né eg, en sem þó sér okkur öll“. Og börnin hædd- ust ekki að Róbert fyrir þetta. Einn laugardag þvoði Róbert sér ósköp vandlega og fór í beztu fötin, sem hann átti, þótt þau í raun- inni væru nú fremur fátækleg. Ilann fór f stígvélin sín með þykku sólunum og lagði leið sína heim að prestssetrinu. Presturinn varð meira en lítið hissa, þegar Róbert

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.