Ljósberinn


Ljósberinn - 19.04.1924, Page 8

Ljósberinn - 19.04.1924, Page 8
128 L JÓSBERINN lýst yfir altarisgestunum, og allir voru famir, þá stóð Róbert upp, andlit hans ljómaði af gleði og yfir því hvíldi einhver undursamlegur hátíðarblær. Á heimleiðinni vildu ýmsir taka hann tali, en hann svaraði engum. pá voru það einhverjir unglingar, sem endilega vildu fá hann til að tala við sig og spurðu hann, því hann væri svona þögull, eins og hann væri þó glaðlegur og ánægður á svipinn. „Eg bið ykkur“, sagði Róbert, „leyfið mér að vera í friði. Eg hefi séð J e s ú, hans kærleiksríka augna- ráð hefir hvílt á mér og eg hefi heyrt orð fram ganga af hans blessaða munni. Og eg er einmitt svo hrædd- ur um, að eg gleymi þeim, því eg er svo minnislaus. Ó, að þið vissuð, hvað eg hefi séð. Eg hefi séð hann, sem eg aldrei fyr hefi séð, en sem hjarta mitt þráir, hann, sem eg elska“. Frh. ----o----- Fallegt vers. Eg sjálfur ekkert á né hef, af auðlegð þinni part mér gef, svo geti eg meira gefið þér. Ó, Guð minn, sjálfur lifðu í mér“. (M. J.). Bamabókin „Fanney“ fæst í Emaus og í Bókaverzlnn Sigurjóns Jónssonar, Laugaveg 19. Margar fallegar bækur til sumar- og fermingargjafa fást í Emaus. þar á meðal Saga Abrahams Lincolns og Ferming arg jöfin. Afgreiðsla Ljósberans er i Bergstaðastræti 27. Ritstjóri Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Acta.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.