Ljósberinn


Ljósberinn - 26.04.1924, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 26.04.1924, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 181 í herberginu: „Ó, Drottinn minn, herra Jesús! Lít þú til vesalings Róberts, sem svo lengi hefir leitað þín. Ó, nú verðum við altaf saman héðan í frá. Nú skiljum við aldrei framar. Ó, hvað hér er dýrðlegt nú í herberginu mínu, — við skiljum aldrei f r a m a r“. Rödd hans varð veikari og veikari og að síðustu dó hún alveg út. Um kvöldið kom nágrannakona þangað, og hún og g'amla konan ræddu um, hvað Róbert hefði verið und- arlegur þennan dag. „Hann vildi ekkert borða“, mælti gamla konan, „hann er þó vanur að vera matlystugur“. „þegar hann kom heim frá kirkjunni“, bætti hún við, „sagði hann: „Eg hefi haldið h á t í ð í dag, sem verða mun mér til mikillar blessunar alla mína æfi. Eg- hefi neytt heilagrar kvöldmáltíðar með J e s ú“. Næsta morgun hugði gamla konan, að bezt væri að lofa Róbert að sofa fram eftir. þessvegna tók hún að sér hin vanalegu verk Róberts, að kveikja upp eld og sækja vatn. Svo kallaði hún upp til Róberts, þegar henni þótti hann hafa sofið nógu lengi. Hún kallaði oft, en enginn svaraði. Hún heyrði aðeins hvernig vindurinn blés í gegnum smágötin á þakinu. Pá varð gamla konan hrædd. Hún hafði ekki komið Upp í herbergið um langan tíma, hún hafði ekki treyst hér til að ganga upp þennan slæma stiga svo árum skifti, en nú fékk hún nýja krafta, og á svip- stundu var hún komin inn í hið afar-fátæklega her- bergi, þar sem Róbert hafði hálmfletið sitt. þar fann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.