Ljósberinn - 26.04.1924, Side 5
LJÓSBERINN
133
Helgisagnir um Krist.
IV. Skugginn.
Jósef, fósturfaðir Jesú, var trésmiður. Hann átti
sér sérstakt smíðahús. par vann hann að smíðum,þeg-
ar hann var ekki að smíðum hjá öðrum. Jesús nam
þá iðn og vann að smíðum með honum, og oft var
hann einn að smíðum. —
það var einu sinni urn vortíma. Fuglarnir sungu
sín fegurstu kvæði og allir voru önnum kafnir við
voryrkjuna. María var nýbúin að sækja vatn út í lind-
ina og gekk svo inn í smíðahúsið til að sækja sér
spæni, því að hún ætlaði að fara að búa til kvöld-
verð. pegar hún kom inn í smíðahúsið, stóð Jesús
þar og var að hefla.
„það er nú kominn tími til að þú farir að hætta“,
sagði hún. „pú hefir staðið við hefilbekkinn í allan
dag, svo þér er þörf á að fara að hvíla þig“.
pá svaraði Jesús: „Fyrst Jósef er ekki heima, þá
hlýt eg að keppast við, eins og eg get“.
Hann lagði frá sér vinnu sína og María fór að sópa
saman spónunum og taka dálítið til í smíðahúsinu.
Hún lagði trjábúta upp í kassa, sem stóð þar, en
spænina tók hún í forklæði sitt. —
Jesús gekk þá út að glugga og leit út. Sólin var að
setjast til viðar í vestri og skuggann af Jesú bar á
vegginn að baki honum. Hann rétti út handleggina;
varð þá skugginn af honum eins og kross í lögun.
Maríu bar þá að í því bili og varð litið á skuggann af
syni sínum á þilinu. Varð henni þá svo bylt við, að við
sjálft lá, að hún félli í ómegin. Henni flaug í hug við